Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Side 16

Skessuhorn - 07.01.2015, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Á forsíðu síðasta tölublaðs Skessu- horns á nýliðnu ári getur að líta fal- lega ljósmynd. Hún var tekin að kvöldi annars dags jóla á Eiríksstöð- um í Haukadal, við bæ Eiríks rauða Þorvaldssonar, vandræðamanns af Vesturlandi sem varð fyrstur nor- rænna manna til að nema land á Grænlandi eins og frægt er af fornum sögum. Ljósmyndin sýn- ir hvernig norðurljósin loguðu yfir Vesturlandi þetta kvöld. Steinunn Matthíasdóttir í Búðardal tók þessa mynd. „Þetta er frístundaáhuga- málið. Algerlega. Ég er forfall- inn áhugaljósmyndari,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Fór að mynda í fæðingarorlofi Steinunn hefur heldur betur hasl- að sér völl sem áhugaljósmyndari á liðnum árum. Þó hefur hún ekki stundað þetta í mörg ár. „Í rauninni fór ég ekkert að gefa ljósmyndun- inni einhvern séns fyrr en ég var í fæðingarorlofi með yngsta barnið okkar hjóna fyrir um sex árum síð- an,“ útskýrir hún. „Ég held ég eigi móður minni mest að þakka að ég fór að fikta við ljósmyndun. Hún er einnig áhugaljósmyndari og stofn- aði sjálf eigin aðgang að myndum sínum á vefsvæðinu flickr.com. Ég fylgdi svo á eftir og við skiptumst á myndum og ræddum saman um ljósmyndun. Til að byrja með var það mikið til í læstum aðgangi en svo fórum við smátt og smátt að leyfa myndunum okkar að sjást. Það er ljúft að eiga sameiginlegt áhuga- mál með móður sinni. Ég hef lengi haft gaman af því að skoða falleg- ar myndir. Það er gaman að fylgj- ast með listsköpun annarra en það þarf ekki endilega að vera háð ljós- myndun. Ég hef t.d. mikla ánægju af því að fylgjast með sköpunar- störfum systur minnar sem er mjög virk myndlistarkona á Akureyri. Ég held að mannfólkið hafi talsverða þörf fyrir að skapa á einhvern hátt, það er bara misjafnt hvað hentar hverjum og einum. En ljósmynd- unin heillar mig mjög. Þegar ég byrjaði 2008-2009 var ég enn með gömlu stafrænu myndavélina mína sem var 2,2 megapixlar. Hún virk- ar enn vel. Ég hefði þó viljað byrja miklu fyrr og þá myndað börn- in mín með meiri myndgæðum en ég gerði á sínum tíma. Með því að hella mér út í þetta fylgdi þó loks að uppfæra myndavélakostinn.“ Myndar helst mannlíf og landslag Hún segist hafa gaman af að taka myndir af nánast öllu. „Þó hef ég ekki verið neitt í fuglaljósmyndun sem heitir, kannski vegna þess að ég hef ekki átt linsur sem henta í það, svo er ég ekki viss um að ég hafi þolinmæðina sem til þarf. En við eigum marga einstaklega góða fuglaljósmyndara hér á Íslandi, ég held að ég haldi bara áfram að dást að þeirra verkum. En það er samt aldrei að vita hvað manni dett- ur í hug. Ég er mjög hrifin af því að taka portrettmyndir og ljós- myndir af mannlífinu. Svo hef ég tekið myndir af landslagi. Þetta er allt svo gaman. Ég er búin að koma mér upp stúdíóaðstöðu í bíl- skúrnum heima. Maðurinn minn er með heilt verkstæði svo ég hlýt að mega fá bílskúrinn aðeins lánað- an,“ segir Steinunn kankvís og bæt- ir við: „Hann hefur verið duglegur að styðja mig í þessu, hefur gaman af því sem ég er að gera og kem- ur stundum með mér í ljósmynda- ferðir. Þó myndar hann ekki sjálf- ur.“ Síðastliðið haust opnaði Stein- unn eigin síðu á Facebook sem heit- ir „Steina Matt – Photography“. Þar má skoða margar af þeim ljós- myndum sem hún hefur tekið. Stöðugt bætist við. „Svo er ég líka búin að vera með myndirnar mínar um árabil á Flickr (www.flickr.com/ photos/steinamatt). Mér finnst gott að halda þeirri síðu. Hún sýnir vel þróunina hjá mér í ljósmyndun- inni.“ Vinsælt áhugamál á Vesturlandi Ljósmyndun er áhugamál sem virðist höfða mjög til stöðugt fleiri Vestlendinga. Þessa hefur með- al annars mátt sjá merki á síð- um Skesshorns. Blaðið hefur iðu- lega prentað ljósmyndir eftir frí- stundaljósmyndara í landshlutan- um. Margar þeirra eru hrein lista- verk. Steinunn segir að eins og svo víða þá hafi þessi áhugi fest rætur í Dölum . „Við stofnuðum áhuga- ljósmyndaraklúbb hér í Dölunum í fyrravor en við búum í litlu sam- félagi og það á eftir að koma í ljós hversu virk við verðum, en þetta er alltaf byrjunin. Það er greinilega mikil gróska í ljósmyndun á Vestur- landi og gaman að sjá hvernig fólk nær saman í kringum áhugamál- ið. Ljósmyndaklúbburinn Vitinn á Akranesi er til að mynda hópur sem er að gera marga góða hluti. Eitt af því sem er svo ánægjulegt við þenn- an ljósmyndaheim er að fólk er með aðstoð vefsins að fylgjast með verkum hvers annars og koma með uppbyggjandi athugasemdir. Marg- ir eru mjög duglegir að miðla sín- um myndum og fólk hjálpar hvert öðru með hollráðum um aðferðir og búnað. Ólíkt fólk nær saman í gegnum þetta áhugamál. Úr verður vinskapur sem mögulega hefði ann- ars ekki orðið.“ Steinunn segist ætla að halda áfram að taka ljósmyndir. Þó hafi komið stundir þar sem hún hafi sagt við sjálfa sig að nú sé hún hætt. „Þá er það fullkomnunarárátt- an sem er að fara með mig,“ segir Steinunn en bætir við að hún sé nú samt orðin sannfærð um að þarna sé hún á réttri hillu. „Myndvinnslan heillar líka, það er að vinna úr sjálf- um ljósmyndunum með þeim hug- búnaði sem völ er á í dag. Ég tók nokkur fög í fjarnámi frá Tækni- skólanum í fyrravetur og á bara eftir að melta það hvort ég ætli að klára þann pakka, þ.e. ljósmynda- námið. Ég gæti alveg hugsað mér að starfa sem atvinnuljósmyndari þó það sé nú vart grundvöllur fyr- ir slíku í fullu starfi hér í Dölunum, en maður veit nú aldrei. “ Ísfirðingur í hjarta sínu Þetta viðtal er tekið í Búðardal í hádeginu á fyrsta föstudegi annars dags hins nýja árs 2015. Við sitj- um í verslun KM þjónustunnar. Það fyrirtæki er staðsett við Vestur- braut, götuna sem liggur í gegnum bæinn og er í reynd hluti af þjóð- veginum gegnum Búðardal. For- vitnum blaðamanni leikur hugur á að vita meira um það hver hún sé, Steinunn Matthíasdóttir, eða Steina Matt eins og hún kallar sig í ljósmyndaheiminum. „Ég er Ís- firðingur að uppruna en þar fædd- ist ég og bjó fyrstu árin. Móðir mín er Bolvíkingur og pabbi Ísfirðing- ur. Hingað í Búðardal flutti ég hins vegar frá Borðeyri við Hrútafjörð. Það var í nóvember aldamótaárið 2000. Þetta fyrirtæki hér dró okk- ur hjónin hingað með tvö lítil börn. Karl Ingi Karlsson eiginmaður minn er ættaður héðan úr Dölun- um. Hann var með vöruflutninga- fyrirtæki í Hrútafirði en við vorum eiginlega toguð hingað til að taka við verkstæðinu hér sem þá hafði verið lokað um tíma. Þá samein- uðu hann og félagi hans verkstæði og vöruflutninga í einn rekstur sem ber nafnið KM þjónustan. Verslun- in bættist við síðar og í dag rekum við bílaverkstæði og þessa verslun sem hefur vaxið með árunum.“ Við komum nánar að versluninni síðar í viðtalinu. Fyrst aðeins meira um Steinunni. „Karl Ingi hafði búið á Borðeyri frá barnsaldri. Ég flutti þangað tíu ára gömul ásamt fjölskyldu minni en foreldrar mín- ir fóru þangað til starfa sem kenn- arar. Við kynntumst svo þarna og urðum síðar par. Rætur mínar eru samt alltaf vestur í Bolungarvík og á Ísafirði þó ég hafi flutt þaðan sex ára gömul. Þar á ég ættingja, bæði ömmur og afa og fleira gott fólk. Náttúran vestra togar líka sterkt í mig. Mér líður mjög vel þegar ég fer vestur. Ef ég á að kynna mig og segja hvaðan ég sé, þá er ég Ísfirð- ingur. Það er mjög sterk taug í mér þangað. Ég reyni alltaf að komast vestur á hverju ári í sumarfríum og þess háttar. Ætli ég sé ekki dá- lítið eins og farfuglarnir, vil kom- ast á flakk þegar vorar og þá helst þangað sem ræturnar liggja. Ég kem alltaf endurnærð til baka það- an. Það er gott að eiga svona para- dís til að sækja heim.“ Kennari og verslunar- kona í Búðardal Steinunn tók framhaldsskólanám sitt í Reykjavík og lauk þar stúd- entsprófi. Að því loknu fór hún í kennaranám. „Það tók ég í fjar- námi. Þá vorum við búin að eignast okkar fyrsta barn og bjuggum úti á landi. Það var hörku vinna en mað- ur getur allt ef maður ætlar sér það þannig lagað,“ segir hún og bros- ir við endurminninguna. Námið skilaði henni starfi í Búðardal. „Ég byrjaði að kenna hér við grunn- skólann árið 2001 og gerði það allt þar til nú í vetur. Hann er sá fyrsti síðan þá þar sem ég starfa ekki við kennslu.“ Ástæða þessa er sú að það urðu breytingar í rekstri KM þjónust- unnar. „Þeir voru þrír sem áttu fyr- irtækið í sameiningu, Karl Ingi og tveir félagar hans. Annar þeirra ákvað hins vegar að gerast bóndi í Strandasýslu og losaði sig því úr rekstrinum hér. Vöruflutningarn- ir voru svo seldir úr fyrirtækinu árið 2013. Þriðji eigandinn sem var mest í vöruflutningunum ákvað þá að selja sinn hlut líka en starf- ar enn í sama húsnæði hjá Vöru- Steinunn Matthíasdóttir áhugaljósmyndari í Búðardal: Kennari sem selur skrúfur Hjónin Karl Ingi Karlsson og Steinunn Matthíasdóttir. Þessar myndir eiga sér sögu. Af tilefni Haustfagnaðar í Dölum síðast- liðið haust var sett upp sýning ljósmyndaportretta í verslunarhúsnæði KM þjónustunnar. Steinunn tók myndirnar í stúdíói sem var sett upp á fóðurlager fyrirtæksins af öllum þeim sem voru mættu í morgunkaffi KM þjónustunnar tvo daga í röð. Árangurinn varð fjöldi portrettmynda sem enn prýðir vegg í versluninni. Þessar tvær eru í þeim hópi. Börn Steinunnar og Karls Inga, þau Matthías Karl (15 ára), Dagbjört María (6 ára) og Sunna Björk (18 ára). Allar ljósmyndir með þessu viðtali eru teknar af Steinunni. Svokölluð macro-mynd af biðukollu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.