Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 17

Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 FJARNÁM Skráning á vorönn 14. janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam miðlun sem nýtir áfram aðstöðuna í KM húsinu. Vöruflutningaþjón- ustan fór þannig séð ekki langt. Í rauninni erum við því tvö eftir með þetta fyrirtæki, ég og Karl Ingi. Þetta leiddi svo til þess að ég fór að vinna meira við fyrirtækið en dró úr kennslunni. Ég tók þetta hægt og í skrefum. Veturinn 2013-2014 vann ég hér þrjá daga vikunnar og kenndi svo í tvo daga. Síðan ákvað ég að taka leyfi úr kennslunni síðastliðið haust og koma alveg hingað inn í fullt starf. Nú stend ég frammi fyr- ir því að taka stóra ákvörðun, hvort ég haldi áfram störfum hér eða snúi aftur til kennslustarfanna. Mér þykir alltaf mjög vænt um skólann. Einn viðskiptavinur hér sagði við mig að hann hefði aldrei átt von á því að kennari færi að selja skrúf- ur,“ brosir Steinunn og bætir svo við hlæjandi: „Ég er kennari sem selur skrúfur.“ Ný reynsla í versluninni Með þessum síðustu orðum vís- ar Steinunn auðvitað til þess að nú stundi hún verslunarstörf hjá KM þjónustunni. „Ég er aðallega í versluninni. Sé um afgreiðslu, held utan um vörurnar, panta inn og þess háttar. Þetta er verslun sem leggur áherslu á að þjónusta land- búnaðinn hér. Við seljum fóður en líka ótal margt annað sem þarf til nútíma reksturs í búskapnum. Þessu hefur stundum verið líkt við lítið kaupfélag utan þess að við selj- um ekki matvöru. Ég held að það sé mjög gott fyrir mig að spreyta mig á nýju hlutverki hér og kynnast þannig fyrirtækinu innanfrá ef svo má segja. Fjölskyldan er jú beint og óbeint búin að vera í þessum rekstri síðan við komum hingað fyrir bráð- um 15 árum síðan.“ Átta manns starfa nú hjá KM þjónustunni. Þau eru fjögur í versl- uninni og fjórir menn á bílaverk- stæðinu. Steinunn segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir sig að hefja bein störf í fyrirtækinu. „Ég hef aldrei unnið beint við landbún- að. Það var margt að læra. Hér er til dæmis ýmislegt bílatengt og ég er engin bílakona. En maður lær- ir ýmislegt og ég hef gott fólk með mér. Maður fær annan vinkil á mannlífið í þessu starfi en hér kynnist ég fólki sem ég hitti lítt eða ekki í tengslum við kennara- starfið. Í gegnum skólann kynnist maður fyrst og fremst fólkinu sem tengist börnunum. Eftir að ég fór að vinna hér þá er ég að átta mig á nýju fólki í samfélaginu, ekki síst þegar litið er yfir til Reykhólasveit- ar. Það er alveg rétt að Dalirnir heilla og búsetan í Búðardal hefur marga góða kosti. Auðvitað er þetta lítið samfélag eins og raunin er um flesta staði úti á landi og það hefur bæði sína kosti og galla. Ég kann vel við mig í litlu samfélagi en líka þar sem þéttbýlið er meira. Mér þótti til að mynda gott að búa í Reykjavík þegar ég var þar á framhaldsskóla- árunum og þykir í dag mjög gott að dvelja þar. Ég er landsbyggðar- manneskja en hef þó aldrei unnið í fiski og aldrei verið í sveit,“ seg- ir Steinunn. Hið súrsæta starf, kennslan Við víkjum aftur að skólanum og kennslustörfunum. Aðspurð seg- ist Steinunn sakna kennslunnar að hluta. „Börnin eru auðvitað ynd- isleg og maður tengist þeim mjög sterkt sem kennari. Ég hef mikið verið umsjónarkennari fyrir yngstu börnin þó ég hafi kennt alveg upp í unglingadeild. Maður er með þau í umsjón og svo eldast þau og mað- ur þarf að sleppa af þeim hendinni. Ég held að þau séu reyndar fljót- ari að sleppa tökum heldur en við fullorðnu. Vinkona mín orðaði það þannig að kennslan væri mjög súr- sætt starf. Ég held að það sé alveg rétt. Þetta er starf sem gefur mjög mikið af sér en það getur líka verið kröfuhart, tekið mikið til sín.“ Fyrirkomulag skólamála í Búð- ardal er þannig að þar er samrek- inn leikskóli, grunnskóli og tónlist- arskóli. Það er svo mjög misjafnt hvert unglingarnir fara í framhalds- skóla. Ólíkt öðrum stöðum á Vest- urlandi svo sem Akranesi, Snæfells- nesi og Borgarfirði þá búa íbúar Dalasýslu ekki við eigin framhalds- skóla. „Hvert unglingarnir fara í framhaldsnám fer eiginlega eft- ir aðstæðum hjá hverri fjölskyldu. Eldri dóttir okkar er til dæm- is byrjuð í framhaldsskóla. Hún fór til Reykjavík- ur því þar á hún afa og ömmu sem hún bjó hjá til að byrja með og getur alltaf leitað til. Síðan eru staðir eins og Akranes, Borgar- nes, Akureyri og fleiri inni í mynd- inni hjá mörgum. Hópurinn vill dreifast talsvert eftir að grunn- skólanámi lýkur. Hver árgangur er búinn að vera mjög þétt saman í tíu ár hér í grunnskólanum áður en farið er að heiman í framhaldsnám. Þá tekur við nýtt ævintýri og reynir eflaust á margan að vera sjálfstæð- ur fjarri heimahögunum. Við taka nýir vinir, nýtt umhverfi og þar fram eftir götunum. Það er auðvit- að áskorun en þarf alls ekki að vera slæmt, sennilega er þetta erfiðast fyrir okkur foreldrana,“ segir Stein- unn Matthíasdóttir kennari, versl- unarkona og áhugaljósmyndari í Búðardal. mþh/ Ljósm. Steina Matt. Ánastaðastapi í Vestur-Húnavatnssýslu. „Ævintýri“ Samsett ljósmynd. Lækjarskógur í Dalabyggð. Tekin við sólsetur. Ártindar í Dalabyggð. Stúdíómynd af persneskum kettlingum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.