Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 19

Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 19
19MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lea Kristín Þórhallsdóttir, Laugalandi í Borgarfirði, síðast til heimilis að Sóltúni 2 í Reykjavík, sem lést 31. desember, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 15. Helgi Bjarnason Ingibjörg Friðriksdóttir Steinunn Bjarnadóttir Jón G. Kristjánsson Þórhallur Bjarnason Erla Gunnlaugsdóttir Sigrún Bjarnadóttir Hilmar R. Konráðsson barnabörn og barnabarnabörn. Stuðningsfulltrúi í Laugargerðisskóla Starf stuðningsfulltrúa, karls eða konu er laust til umsóknar í Laugargerðisskóla Eyja – og Miklaholtshreppi, 311 Borgarnesi. Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar vegna nemenda sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar að því að auka færni og sjálfstæði nemenda. Laun samkvæmt kjarasamningum Stéttarfélags Vesturlands. Starfshlutfall 50% mánudaga-fimmtudaga. Nánari tímasetningu og upplýsingar er hægt að nálgast hjá skólastjóra í síma 435-6600 eða 894-4600. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldisfræðilega menntun og hafi reynslu við að vinna með börnum. Umsækjandi þarf að skila inn sakavottorði. Skrifleg umsókn sendist á laugarg@ismennt.is eða í pósti. SK ES SU H O R N 2 01 5 Sýslumaðurinn á Vesturlandi – Starf í Búðardal Laust er til umsóknar 65 % starf á skrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi með starfsstöð í Búðardal. Starfið felst í símsvörun fyrir allar skrifstofur embættisins á Vesturlandi. Hæfniskröfur: Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg svo og jákvæðni, þolinmæði og þjónustulund. Tungumálakunnátta er æskileg. Laun skv. gildandi samkomulagi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva Eðvarsdóttir starfsmannastjóri í síma 458-2300 á skrifstofutíma milli kl. 10:00 og 15:00. Umsóknarfrestur er til 19. janúar 2015. Umsóknir ásamt starfsferilskrá berist skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnesi eða á netfangið eva@syslumenn.is Athygli er vakin á því að umsóknin mun gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3.tl.2.mgr. 2.gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996, sem settar eru skv. heimild í 2.mgr.7.gr.laga nr.70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Ólafur K. Ólafsson SK ES SU H O R N 2 01 5                  Líkamsræktarstöðin Sólarsport í nýtt húsnæði Á gamlársdag var mikið að gera hjá velunnurum Sólarsports en þá stóðu yfir flutningar á stærri tækjum líkamsræktarstöðvarinnar. Dagana á undan voru minni hlut- ir fluttir en ekki dugði minna en vörubíll með krana til að hífa tækin upp á aðra hæð nýja húsnæðis Sól- arsports, sem nú flytur frá Ólafs- braut í húsnæði Sundlaugar Ólafs- víkur. Búið er að standsetja hús- næðið fyrir starfsemi Sólarsports og á næstu dögum verður opnað á nýja staðnum. þa Stærri tækjum Sólarsports lyft inn á aðra hæð sundlaugarhússins þar sem líkams- ræktarstöðin verður til húsa. Dílaskarfur í hundraðatali Á gamlársdag veittu vegfarendur í Rifi því athygli að óvenju mikið var af dílaskarfi í höfninni. Að sögn Páls Stefánssonar hafnarvarðar hef- ur hann aldrei séð eins marga díla- skarfa í höfninni öll þessi ár sem hann hefur starfað þar. „Ég held að skarfurinn sé í smáufsa sem er í höfninni,“ sagði Páll og bætti við að fjöldinn skipti hundruðum. af Vatnsbrúsar fyrir alla á heilsueflandi Klettaborg Leikskólinn Klettaborg í Borgar- nesi er tilraunaleikskóli hjá Emb- ætti landlæknis fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli. Hefur skól- inn í tvígang fengið styrk sem nýtt- ur hefur verið til ýmissa góðra verkefna undanfarin misseri. Eitt af þeim er að öll börn og starfs- fólk leikskólans fékk að gjöf vatns- brúsa merktan lógói leikskólans og textanum Heilsueflandi leikskóli. Mánudaginn 22. desember sl. end- aði leikskóladagurinn í Íþróttahús- inu í Borgarnesi með hreyfistund og afhendingu brúsanna. Margir foreldrar sáu sér fært að mæta og gaman var að breyta til á þennan hátt. -fréttatilkynning Dag ur í lífi... Nafn: Gíslína Jensdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Í sambúð og á fjögur börn og þrjú barnabörn. Starfsheiti/fyrirtæki: Bókavörður hjá Snorrastofu í Reykholti. Áhugamál: Hrossarækt, handa- vinna, bóklestur og fleira. Dagurinn: Mánudagurinn 5. janú- ar 2014. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég fór á fætur kl 7:15 og fékk mér morg- unmat áður en ég fór í ræktina. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hafragraut. Hvenær fórstu til vinnu? Ég mætti í vinnu kl. 10. Fyrstu verk í vinnunni: Fékk mér einn kaffibolla og kíkti á tölvupóst áður en ég fór niður í gestamóttöku að hjálpa til við vörutalningu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Fékk mér hádegismat ásamt samstarfs- konum. Hvað varstu að gera klukkan 14: Telja bækur. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti kl. 5 og það síðasta sem ég gerði var að slökkva ljós og læsa hurðum. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór heim og fékk mér kaffibolla og brauðsneið áður en ég fór að kíkja á kindur og hænur. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Það var grjónagrautur og slátur í kvöldmat og ég sá um eldamennsk- una. Hvernig var kvöldið? Kvöldinu eyddi ég fyrir framan sjónvarpið og tölvuna og horfði m.a. á spennandi handboltaleik. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um kl. 12. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tók úr þvottavélinni og hengdi upp þvottinn. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Þetta var góður og árangurs- ríkur dagur. Eitthvað að lokum? Óska öllum gleðilegs nýs árs. Bókavarðar hjá Snorrastofu Gíslína við höggmynd eftir Pál á Húsafelli af Höskuldi Eyjólfssyni afa hennar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.