Skessuhorn - 28.01.2015, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Freyr AK 81 sem gerður er út til sjóstangveiðanna.
Ætlar að færa út kvíarnar
á sjóstönginni í vor
Magnús Freyr Ólafsson forvígis
maður í ferðaþjónustu tengdri sjóst
angveiði á Akranesi ætlar að færa út
kvíarnar í starfseminni í vor. Magnús
Freyr hefur starfrækt farfuglaheimili
við Suðurgötu 32 á Akranesi síðustu
árin. Hann hefur nú fengið lóð og
byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni
þar framan við, á Suðurgötu 33. Það
hús verður ætlað áhöfnum sjóst
angveiðibáta og er um að ræða lít
ið fjölbýlishús með fjórum íbúðum á
tveimur hæðum, hver íbúð um 100
fermetra að stærð og fjögurra her
bergja. Jarðvegsskipti eru að hefj
ast þessa dagana en áformað er að
tvær íbúðanna verði tilbúnar þegar
háannatíminn hefst í ferðamennsk
unni í vor. Magnús Freyr sagði í
samtali við Skessuhorn að hver íbúð
yrði ætluð sex manna áhöfn sjóst
angveiðibáta. Hann segir að núna sé
nær fullpantað í sjóstangveiði næsta
sumar á bátinn Frey AK 81 sem fé
lagið á og gerður er út til sjóstang
veiðanna. Nú er unnið að því að
fjárfesta í öðrum báti til að gera út á
sjóstöngina í sumar.
Magnús Freyr vinnur að sjóstang
veiðiverkefninu með þýska athafna
manninum Jens Kalinke sem hef
ur sín sambönd í Evrópu auk þess
sem Magnús Freyr vinnur einn
ig að markaðsmálunum. Til stóð að
þeir félagar myndu reisa sex smáhýsi
á Akurshóli á Akranesi og það ferli
var komið langt þegar þeir hurfu frá
þeim áformum. „Okkur sýndist ekki
sátt um þessa staðsetningu húsanna
og því var þessi kostur tekinn,“ sagði
Magnús. Hann segir að nýja húsið
verði byggt úr forsteyptum eining
um og bygging þess eigi ekki að taka
langan tíma. Fjármögnun sé lokið
og ekki verði beðið boðanna með
að hefja framkvæmdir enda tilskilin
leyfi fyrir hendi.
þá
Gáfu hjólalyftara á Höfða
Rebekkustúkan nr. 5 Ásgerður
I.O.O.F. á Akranesi afhenti síðstlið
inn fimmtudag Höfða – hjúkrunar
og dvalarheimili, að gjöf GL5 hjóla
lyftara frá Guldmann ásamt sex segl
um. Að afhendingu lokinni þáðu
systur kaffiveitingar og Helga Atla
dóttir hjúkrunarforstjóri kynnti starf
semi Höfða. Á meðfylgjandi er Helga
Atladóttir hjúkrunarforstjóri að sýna
Ásgerðarsystrum hvernig lyftarinn er
notaður. -fréttatilkynning
Fjallabíll fyrir snæfellska
ferðaþjónustu
Rútuferðir ehf, eða Snæfellsnes
Excursions, voru að bæta við sig
bíl á dögunum en þá var fjárfest í
Ford Econline 350 sem fyrirtæk
ið lét breyta fyrir fjallaferðir. Með
al annars voru sett 44” dekk und
ir hann. Bíllinn tekur 14 farþega og
er hugsaður í vetrarferðamennsku
en einnig er ætlunin að nota hann á
sumrin við að ferja ferðamenn upp
að jökulrönd Snæfellsjökuls. Hjalti
Allan Sverrisson bílstjóri var nokk
uð ánægður með nýja bílinn þeg
ar ljósmyndari Skessuhorns fékk að
skoða vagninn enda er þetta glæsi
legur fjallabíll. tfj
Hvassviðri hamlaði umferð
og raflínur slitnuðu
Óhætt er að segja að kröftugir um
hleypingar haldi áfram í veðrinu.
Um síðustu helgi gengu tvær djúp
ar lægðir yfir landið. Óveður var
víða um vestanvert landið og sums
staðar ófærð á laugardagskvöld sök
um snjóa og hvassviðris. Af þeim
sökum var lokað fyrir umferð m.a.
um Kjalarnes framan af kvöldi og
stóðu björgunarsveitarmenn vakt til
að ekki yrði ekið þar um. Ófært var
um Vatnaleið á Snæfellsnesi á laug
ardagskvöldinu og erfið færð á lág
lendi sökum hvassviðris og krapa
elgs. Rafmagn fór af Melasveitarlínu
um áttaleytið um kvöldið og voru
bæirnir frá Brennimel að Melasveit
straumlausir. Laust fyrir klukkan 22
um kvöldið tókst að gera við bilun
í háspennustreng við Skorholt og
skömmu fyrir miðnætti lauk viðgerð
vestan við Skorholt og voru þá allir
bæir í Melasveit komnir að nýju með
rafmagn. Sökum hvassviðris þurftu
starfsmenn Rarik að bíða framan af
kvöldi uns vindur gekk lítið eitt nið
ur. Þorrablót og aðrir mannfagnaðir
voru víða um vestanvert landið þetta
kvöld og munu einhver afföll hafa
verið á að fólk kæmist á mannamót
in sökum lokana á vegum.
Óveðrið tók sig upp að nýju á
sunnudeginum. Voru fjallvegir lok
aðir, meðal annars Vatnaleið, Bratta
brekka og Holtavörðuheiði. Voru
björgunarsveitirnar Heiðar í Borg
arfirði, Brák í Borgarnesi og Ósk í
Búðardal m.a. kallaðar til að sinna
vegalokunum og aðstoð við vegfar
endur beggja vegna Holtavörðu
heiðar. Á Bifröst var sett upp mót
taka fyrir strandaglópa sem urðu
frá bílum sínum að hverfa á Holta
vörðuheiði. Enn fleiri voru veður
tepptir norðan Holtavörðuheiðar,
en þar voru allt af 400 manns teppt
ir í Staðarskála þegar mest var á
sunnudagskvöldinu og þurftu flest
ir gistingu á nærliggjandi gististöð
um. Aðgerðum björgunarsveita lauk
á Holtavörðuheiði á mánudeginum.
Einnig aðstoðuðu sveitirnar við að
koma flutningabíl sem oltið hafði á
réttan kjöl sem og tengivagni sem
var á hliðinni. Eitthvað var um að
ökumenn virtu ekki lokanir Vega
gerðar og lögreglu, samkvæmt upp
lýsingum frá Landsbjörgu, þrátt fyr
ir að vegum hafi verið lokað með
slám, skiltum og björgunarsveita
bílum með blikkandi ljós. Í þeim til
vikum var lögreglu gert viðvart og
eiga ökumennirnir von á viðurlög
um vegna þessa.
Eftirmiðdag á sunnudag fór raf
magn af aðveitustöðinni við Glerár
skóga í Dölum og var því rafmagns
laust í Dalabyggð þegar flutnings
lína Landsnets frá Hrútatungu leysti
út klukkan 17:55. Viðgerð lauk rúm
um klukkutíma síðar.
mm
Leiðindaveður var á Snæfellsnesi á laugardagskvöldinu og sunnudaginn þegar
þessi mynd var tekin. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð út um tvöleytið vegna
þess að þakplötur voru að fjúka af sjóbúðum í Ólafsvík. Ljósm. af.
Svona var umhorfs á Vatnaleið á Snæfellsnesi að kvöldi laugardags. Kolófært.
Ljósm. mþh.
Töpuðu með minnsta mun í Útsvari
Borgarbyggð tapaði fyrir Seltjarn
arnesi með minnsta mögulega mun
þegar fulltrúar þessara sveitarfélaga
áttust við í Útsvarsþætti í Ríkissjón
varpinu á föstudagskvöldinu. Við
ureignin, sem endaði 70:71, var afar
spennandi allan tímann og merki
legt hvað bæði lið áttu oft svör við
fremur strembnum spurningum
spurningahöfundar. Borgfirðing
ar röðuðu inn svörum við fimmtán
stiga spurningum og má segja að ef
eitthvað eitt hafi fellt liðið umfram
annað þá hafi það verið skortur á
æfingu fyrir leikrænu tilburðina.
Þar reyndist túlkun á mannanöfn
um báðum liðum erfið, en færri
stig féllu þó Borgfirðingum í skaut
í þeim hluta þáttarins. Þau Stef
án Gíslason, Jóhann Óli Eiðsson
og Eva Hlín Alfreðsdóttir fulltrú
ar Borgarbyggðar geta engu að síð
ur borið höfuð hátt þrátt fyrir þetta
nauma tap. Þau voru bráðskemmti
legir fulltrúar sinnar heimabyggðar
í þáttunum. mm
Bökuðu pönnukökur fyrir bóndadaginn
Bóndadagurinn, fyrsti dagur í Þorra,
var á föstudaginn. Soroptimista
klúbbur Akraness hafði í mörgu að
snúast kvöldið áður og að morgni
bóndadags. Þá bökuðu klúbbfélagar
pönnukökur sem síðan var ekið til
fyrirtækja á Akranesi. „Pönnukök
urnar voru bakaðar um kvöldið, um
140 pönnukökur á mann. Við hitt
umst svo klukkan sex um morgun
inn til að setja á allar pönnukökurn
ar. Loks voru til 3500 pönnukökur
sem voru ýmist með sultu og rjóma
eða sykri. Við erum 32 í klúbbn
um og flestir koma á einhvern hátt
að þessu. Það þarf meðal annars að
hræra, pakka, telja og útbúa reikn
inga,“ segir Unnur Guðmunds
dóttir formaður Soroptimistaklúbbs
Akraness í samtali við Skessuhorn.
Hún segir að hefðin sé orðin rótgró
in enda hafa klúbbfélagar bak
að pönnukökurnar frá því í kring
um síðustu aldamót.
Bóndadagspönnukök
urnar eru aðalfjáröflun
klúbbsins en ágóðinn
er nýttur til góðgerð
armála. „Höfuðmark
mið Soroptimista er
að styrkja og efla kon
ur til sjálfstæðis. Við
höfum til dæmis ver
ið að styrkja HVER á
Akranesi en við erum
hluti af alþjóðasam
tökum og styrkjum því
einnig á landsvísu og
erlendis,“ segir Unn
ur. Klúbburinn vill að
endingu nota tæki
færið og koma á fram
færi innilegum þökk
um til fyrirtækja fyrir
veittan stuðning á liðn
um árum. grþ