Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 20158 Við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um á þjóðhátíðardaginn var Ein- ar Ólafsson kaupmaður á Akranesi sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir framlag sitt í þágu heimabyggðar. Einar rek- ur sem kunnugt er Verslun Einars Ólafssonar, sem í daglegu tali heit- ir Einarsbúð, á Akranesi og hef- ur gert óslitið frá árinu 1957. „Það kom mér á óvart en ég gleðst yfir þessu,“ sagði Einar þegar blaða- maður spurði hver fyrstu viðbrögð hans hefðu verið. „Fyrst er haft samband í síma og manni tilkynnt hvað standi til. Svo er þetta stað- fest með bréfi. Þegar símtalið barst varð ég hissa en ég sá enga ástæðu til að hafna þessu,“ segir Einar, létt- ur í bragði. Athöfnina sjálfa sagði hann hafa verið mjög hátíðlega og formleg en tók fram að mjög vel hafi verið að öllu staðið á Bessa- stöðum. Hann er þeirrar skoðun- ar að vel sé við hæfi að veita við- urkenningar sem þessar. „Þó er ég ekki að segja að ég verðskuldi hana endilega,“ segir Einar og brosir. „Það kom einmitt fram í máli for- seta við athöfnina að við Íslending- ar værum sparir á svona orðuveit- ingar og viðurkenningar miðað við aðrar þjóðir. En ég held að þetta sé góður siður.“ Er hvergi nærri hættur Verslun Einars Ólafssonar var stofn- uð árið 1934 og tók Einar við rekstr- inum af föður sínum eftir að hann lést árið 1957. „Sennilega er enginn sem hefur stundað og verið ábyrgur fyrir rekstri fyrirtækis hér á Akranesi lengur en ég. Þú sérð það, að fyrir- tækið er orðið meira en 80 ára gam- alt og allir sem ráku fyrirtæki þeg- ar ég tók við eru hættir,“ segir Ein- ar sem er hvergi af baki dottinn og kveðst hvergi nærri hættur. „Ég sé ekki ástæðu til annars en að halda áfram,“ segir hann og brosir. Ættarnafnið Ólafsson Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig nafn verslunarinnar væri til komið og Einar var boðinn og bú- inn að fræða hann um það. „Ég heiti Einar Ólafsson eins og faðir minn, Einar Ólafsson sem stofnaði versl- unina. Hann var lengi í Ameríku. Amma mín hafði flutt út til Kanada ásamt börnum sínum en pabbi var sá eini sem sneri aftur, eftir 17 ár bæði í Kanada og Bandaríkjunum og skírði mig því Einar Ólafsson eftir að hann kom til baka,“ segir Einar. Hann ber „Ólafsson“ því í raun sem ættarnafn en ekki föðurnafn. „Öll föðurfjöl- skylda mín í Ameríku tók sér þetta nafn og ættingjar mínir sem búsettir eru þar í dag bera enn nafnið Ólafs- son,“ bætir hann við. Viðurkenning til okkar allra Auk þess að hafa rekið verslunina Einarsbúð í hartnær 60 ár hef- ur Einar komið að alls kyns sam- félagsstarfi í áranna rás. Hann var áberandi í starfi knattspyrnufélags ÍA á 7. áratugnum og varabæjar- fulltrúi á árunum 1962 - 1970. Auk þess hefur Einar setið í yfir- kjörstjórn á Akranesi í áratugi og verið formaður hennar í fjölda ára. Allt þetta telur Einar að hafi haft sitt að segja varðandi þá ákvörðun orðunefndar að sæma hann ridd- arakrossinum, hún sé ekki aðeins til komin vegna verslunarrekst- ursins. „En orðuhöfum er svo sem ekki sagt neitt sérstaklega frá því. Öðrum þræði myndi ég segja að þetta væri viðurkenning til okkar allra, íbúa hér á Akranesi,“ segir Einar að lokum, glaður í bragði. kgk „Kom mér á óvart en ég gleðst yfir þessu“ Einar Ólafsson kaupmaður sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu Einar Ólafsson, kaupmaður á Akranesi, var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní síðastliðinn. Forsetahjónin ásamt orðuhöfum á Bessastöðum. Síðastliðinn föstudag voru opnuð tilboð í endurnýjun lagna í Kveld- úlfsgötu í Borgarnesi. Að útboð- inu stóðu Míla, Rarik, Orkuveitan og Borgarbyggð. Endurnýja á all- ar lagnir í götunni fyrir rafmagn, skólp, heitt og kalt vatn og síma. Auk þess verða endurnýjuð inntök í öll húsin við götuna. Kostnaðar- áætlun í verkið hljóðaði upp á 85,9 milljónir króna. Tvö tilboð bár- ust. Þróttur ehf. bauð 123 milljónir króna en Borgarverk ehf. 95 millj- ónir, sem er 10,6% yfir áætlaðan kostnað. Verklok eru 15. október í haust. Að sögn Óskars Sigvaldason- ar framkvæmdastjóra Borgarverks er mikið að gera hjá fyrirtækinu á öllum sviðum þess. Þar eru nú 58 starfsmenn og eru starfsstöðvar í Borgarnesi og á Selfossi en verkefni út um allt land. „Við erum t.d. með þrjá yfirlagningarflokka að störf- um; á Austurlandi, í Kjálkafirði á Barðaströnd en þriðji flokkurinn er nú að byrja verkefni á Snæfells- nesi. Þá er Borgarverk með vega- gerð í gangi í Hvítársíðu, en það er jafnframt stærsta einstaka verkefni í vegagerð á Vesturlandi á þessu ári,“ sagði Óskar. mm Borgarverk átti lægsta boð í endurnýjun Kveldúlfsgötu Óskar Sigvaldason er framkvæmdastjóri Borgarverks. Fréttablaðið birti á föstudaginn niðurstöðu könnunar sem gerð var dagana 15. og 16. júní síðastliðinn á fylgi stjórnmálaflokka. Í henni mælast Píratar langstærsti flokkur- inn á landsvísu yrði kosið til þings í dag. Flokkurinn fengi 37,5% fylgi og 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæð- isflokkurinn mælist næststærstur, fær 29,5% fylgi og 20 þingmenn, einum færri en þeir hafa nú. Aðr- ir flokkar eru ekki að ríða feitum hesti frá þessari könnun. Björt framtíð mælist með 3,3% fylgi og fengi ekki mann á þing. Samfylk- ing fær 11,1% fylgi, Framsóknar- flokkur mælist nú með 8,5% fylgi og VG með 7,3%. Ríkisstjórnin er því fallin. Skipting þingsæta í Norðvest- urkjördæmi, samkvæmt könnun- inni, yrði sú að Sjálfstæðisflokkur fengi þrjá þingmenn, manni fleiri en nú, Framsóknarflokkur fengi einn, þremur færri en nú, Píratar fengju tvo, en Samfylking og VG einn mann hvor flokkur, eins og þeir hafa nú. Framsóknarflokkur- inn í Norðvesturkjördæmi miss- ir því tvo þingmenn til Pírata og einn til Sjálfstæðisflokks. mm/ Heimild og grafík: Frétta- blaðið. Píratar nálgast það að fylla hálfan þingsalinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.