Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 201512
Laxveiðin fer víðast hvar ágætlega
af stað. Enginn lax er þó kominn
á land í Haukadalsá í Dölum, en
vafalaust mun fljótt úr því rætast.
Áin er mjög vatnsmikil þessa dag-
ana eins og reyndar fleiri ár um
vestanvert landið. Mikill snjór er í
fjöllum og því má búast við miklu
vatni næstu daga í ánum. En á öðr-
um stöðum gengur betur. „Við
fengum 43 laxa og misstum mjög
marga, það eru greinilega kröftug-
ar göngur í Þverána,“ sagði Stjáni
Ben sem var að leiðsegja veiði-
mönnum í Þverá í fyrradag og það
var fiskur á í hverju kasti. „Fisk-
urinn tók grannt, mjög grannt,“
sagði Stjáni ennfremur.
Norðurá í Borgarfirði hefur
gefið um 90 laxa og vatnið er að
minnka í ánni þessa dagana eftir
mikil flóð. Fyrsti laxinn er kominn
á land í Reykjadalsá og laxar hafa
veiðst í Flókadalsá. Veiðin er haf-
in í Straumfjarðará og nokkrir lax-
ar hafa komið á land. „Það eru lax-
ar að stökkva neðarlega í ánni og
sumir vel vænir,“ sagði Ástþór Jó-
hannsson um stöðuna í Straum-
fjarðaránni. Rólega hefur gengið
í Straumunum vegna mikils vatns
og Grímsá var að opna í gærmorg-
un.
gb
Kröftugar göngur í Þverá en
víða er mikið vatn í ánum
„Það er fátt skemmtilegra en veiðin og útiveran,“ sagði Jógvan Hansen söngvari
þegar við hittum hann við Langá á Mýrum þegar áin var opnuð um helgina. „Ég
er búinn að opna Langá í nokkur ár með góðum veiðimönnum,“ sagði söngvarinn
geðþekki.
Sigurjón Gunnlaugsson með fallegan fisk úr Langá. Honum var landað á 20 mín-
útum og sleppt aftur í ána. Ekki virðist vera komið mikið af fiski í ána en Langá er
vatnsmikil þessa dagana eins og margar fleiri.
„Þetta var meiriháttar gaman, fisk-
urinn var skemmtilegur og hann
tók fluguna Green but,“ sagði Árni
Kvaran sem veiddi fyrsta laxinn í
Laxá í Leirársveit þegar opnað var
fyrir veiðar að morgni þjóðhátíð-
ardagsins. Og skömmu seinna fékk
veiðifélagi hans, Sigþór Hregg-
viðsson, lax númer tvö, en fiskana
veiddu þeir báðir í Laxfossinum.
Það var greinilega eitthvað af fiski
komið í ána og þeir misstu tvo aðra.
„Vatnið er mikið í ánni,“ sagði Árni
skömmu eftir að hann landaði lax-
inum. „Þetta byrjar vel,“ sagði Ólaf-
ur Johnson við Laxfossinn, annar
af leigutökum árinnar, um leið og
hann skipti um flugu og kastaði fyr-
ir laxinn, sem nóg virtist af á þessum
fyrsta veiðidegi. gb
Árni Kvaran með fyrsta laxinn úr Laxá þetta sumarið.
Fjör við opnun
Laxár í Leirársveit
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarna-
son, leikmaður Pescara á Ítalíu,
kom í óvænta heimsókn á Ólafsvík-
urvöll í gærmorgun og heilsaði upp
á krakkana sem þar voru á knatt-
spyrnunámskeiði undir dyggri leið-
sögn Ejub Purisevic. Þetta lagð-
ist vel í mannskapinn og Birkir gaf
sér góðan tíma í myndatökur, spjall
og áritanir. Þetta var skemmtileg
tilbreyting í blíðviðrinu í Ólafsvík
þennan morguninn. tfk
Landsliðsmaður heimsótti
verðandi knattspyrnustjörnur
Menningarnefnd Snæfellsbæjar
hefur undanfarin ár staðið að út-
nefningu á Listamanni Snæfells-
bæjar. Að þessu sinni var ákveð-
ið að breyta út af vananum og út-
nefna þess í stað Snæfellsbæing árs-
ins. Bæjarbúum gafst tækifæri á að
taka þátt í valinu og gert var grein
fyrir niðurstöðu þeirra við hátíðar-
höld bæjarins í tilefni af þjóðhátíð-
ardeginum 17. júní.
Í ár varð það Alda Dís Arnar-
dóttir sem var valin Snæfellsbæing-
ur ársins og er hún vel að þeim titli
komin. Þar er á ferð ung og stór-
efnileg söngkona og lagasmiður
sem sigraði á í vor hæfileikakeppn-
ina Ísland Got Talent. Alda Dís gat
því miður ekki verið viðstödd há-
tíðarhöldin en móðir hennar Sirrý
Gunnarsdóttir tók við viðurkenn-
ingunni fyrir hennar hönd og flutti
viðstöddum þakkarorð frá dóttur
sinni. þa
Alda Dís er Snæfellsbæingur ársins
Sirrý Gunnarsdóttir, móðir Öldu Dísar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd dóttur
sinnar.
Skipasmíðastöðin Skipavík í
Stykkishólmi hefur keypt fram-
leiðslurétt- og hönnun á svoköll-
uðum Spútnik hraðfiskibátum
sem áður voru smíðaðir á Akra-
nesi. „Við ætlum að prófa að fara
út í framleiðslu á trefjaplasts-
bátum. Það er nýtt hjá okkur.
Þetta er kannski mest hugsað til
að hafa meira að gera á veturna.
Við erum með húsnæði sem hent-
ar fyrir svona smíði og ættum að
geta hafið framleiðslu fljótlega.
Við höfum tryggt okkur menn til
þess sem hafa sérþekkingu á plast-
bátasmíði,“ segir Sigurjón Jóns-
son stjórnarformaður Skipavíkur í
samtali við Skessuhorn.
Spútnik bátarnir voru áður
smíðaðir í húsakynnum skipa-
smíðastöðvarinnar Þorgeirs &
Ellerts á Akranesi í samvinnu við
framleiðslufyrirtækið Spútnik
báta. Enginn bátur hefur þó ver-
ið smíðaður í tæp tíu ár. Einn hálf-
smíðaður bátur og mótin sem not-
uð voru við smíðarnar hafa staðið
árum saman undir vegg fyrir utan
hús Þorgeirs & Ellerts á Grenj-
um á Akranesi. „Við hættum al-
veg að hugsa um þetta þegar við
byrjuðum að framleiða plötufrysta
í húsi Þorgeirs & Ellerts. Áhersl-
urnar breyttust og það fór hrein-
lega ekkert saman að smíða plast-
báta og plötufrysta í sama húsi.
Smíði Spútnik bátanna lagðist því
af,“ segir Ingólfur Árnason fram-
kvæmdastjóri Skagans og Þorgeirs
& Ellerts.
mþh
Hálfsmíðaður Spútnik bátur og mótin til að smíða slíkan plastbát eru nú komin
í Stykkishólm þar sem Skipavík hefur keypt bæði hönnun bátanna og réttinn til
framleiðslu á þeim.
Skipavík í Stykkishólmi
hefur smíði plastbáta