Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 201518 Hárasíður hippalýður - húsum ríður alla tíð Vísnahorn Jæja gott fólk nú er víst að koma eitthvað sem má kalla sumar. Hvernig sem það kemur nú til með að þróast. Vonum bara það besta og reynum að vera viðbúin hinu. Dularfull vanþrif og dauðsföll í ám hafa ver- ið að gera okkur rollukörlum lífið leitt að und- anförnu og óljóst hvernig þeim málum reiðir af en ýmsir hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Jóhann í Miðhúsum missti eitt sinn lamb sem hann sá eftir og kvaddi með þessum orðum: Drottins ráð þó reynist holl raunum er ég sleginn. Guð mun ætla að gera hann Koll að gelding hinumegin. Annað sinn er Jóhann missti lambhrút varð honum að orði: Missti ég lambhrút laglegan, lamar reiðarslagið, ég læt allan andskotann inn í Kaupfélagið. Það hefur orðið að hefð að Reykdælingar fari ríðandi til kirkju á 17. júní og jafnvel fara þá á hestbak menn sem alla jafnan láta ekki sjá sig klofríðandi á slíkum fararskjótum. Eitthvert fyrsta sinn sem þessi siður var við hafður stóð Sigfús Jónsson og las auglýsingu um atburð- inn. Þá varð honum að orði en tekið skal fram að þetta var fyrir daga hins margumrædda bisk- upsmáls: Nýjungagirnin er náttúruleg. -Nú verður hópreið í messu. Ég býst við að presturinn bruni sinn veg ef biskupinn fréttir af þessu. Aðrir stunda sportreiðar af meiri alúð og yf- irvegun. Markús Jónsson á Borgareyrum orti svo um hestamenn: Tigna margir tölt og skeið með tæran blæ í fangi. Aðrir laumast ævileið á yfirgangi. Eitthvert vorið hafði Þorvaldur í Brekkukoti lent í því að fá nokkuð af löngu dauðum fóstr- um úr ám sínum og var frekar óhress með sem von var. Þá hittir hann Sigfús Jónsson á förnum vegi og taka þeir tal saman og segir Valdi hon- um fréttirnar í grandaleysi með þessum orð- um: ,,Það er einhver andskotinn sem ýldir lömb í rollum“ Sigfús var ekki lengi að sjá eða heyra að þarna var komin hálf vísa og svaraði samstundis: ,,Og nú má kaupa nafni minn í niður- suðudollum.“ Reyndar hef ég nú engar fréttir af því að slík- ur varningur hafi verið niðursoðinn enda hef- ur væntanlega verið hugsað meira um að botna hratt en velta sér uppúr staðreyndum og rök- fræði. Jóhann Magnússon á Mælifellsá orti hinsvegar þessa vorvísu: Vekur blómin vorsins dís vinarrómi hlýjum, upp í ljóma röðull rís raddir óma’ í skýjum. Ekki veit ég um hvern Jói orti þessa en vænt- anlega hefur sá eitthvað verið búinn að leggja drög að upphitun á væntanlegum vistarverum sínum handan grafar: Betur sá að sínu bjó sem á fæst af dyggðum. Vel upphitað hafði þó hann á neðri byggðum. Hálfdán Kristjánsson á Sauðárkróki mun hafa verið þekktari fyrir annarskonar kveðskap en vorvísur en þær voru þó til og ekki síðri en annarra: Eygló fögur opnar brá, árdags létt er sporið, gylltum tindatoppum á tánum dansar vorið. Eins og Íslendingar vita allra manna best erum við mestir og bestir í öllu. Miðað við fólksfjölda ef ekki vill betur. Við erum líka sam- kvæmt fornum fræðum betur ættuð en aðrar þjóðir og náskyld bresku konungsfjöskyldunni sem er sko ekkert slor. Elísabet frænka okkar hefur væntanlega verið krýnd til embættis um líkt leyti og Jónas frá Grjótheimi skapaði þessa vísu: Öðrum júní á að sýna yfirburða vegsemd fína. Elísabetu aðra krýna til æðstu valda - frænku mína. Það kemur stundum upp að fólki þykja kjör sín ekki svo góð sem æskilegt væri. Stundum hefur fólkið rétt fyrir sér og stundum ekki eins rétt. Jón Ólafson ritstjóri, bróðir Páls Ólafsson- ar orti út af fólksflutningum vestur um haf: Vel má lifa á landi hér, lát það framtíð skilja, ef að þjóðin þar til ber þrek og hyggni og vilja. Stundum er veðrið eitthvað að stríða okk- ur en það er nú að verða svo fyrirsjáanlegt með aukinni tækni að það má heita farinn all- ur spenningur úr því. Veðurspárnar voru öllu ótryggari á fyrstu árum veðurstofunnar og um það leyti orti Jóhann í Miðhúsum: Víst er þessi veðurspá af visku og þekking sprottin. Þó vill til þau takist á Theresía og drottinn. Við mörg verk verður að sæta veðurfari og þar á meðal bæði heyþurrkun og húsamálun. Á hinu svokallaða bítlatímabili kom Valgeir Run- ólfsson rafvirki til vinnu sinnar og sá nokkra síðhærða starfsmenn Þ&E vera að mála húsþak hinum megin götunnar. Þá fæddist þessi: Ekki er tíðarandinn blíður, eintómt stríð og þrælaníð. Hárasíður hippalýður húsum ríður alla tíð. Eins og gengur hjá stóru fyrirtæki þarf margs með til rekstrarins og ekki alltaf hægt að gera allt í einu. Valgeir þurfti eitthvert sinn að ganga eftir efni til raflagna en Hallgrímur Magnússon sem var verkstjóri yfir stálskipasmíðinni hafði nóg af þeim varningi sem undir hann heyrði: Um Hunt-Weber rofa hef ég margt hugsað í vikutíma og gengið eftir þeim geysihart gegnum kallkerfi og síma. Árangursvott þó enginn sér en alltaf er keypt inn stálið. Þessvegna hef ég hugsað mér að Hallgrímur gangi í málið. Siglufjarðarskarð var ekki talið með skemmti- legustu ökuleiðum meðan það var aðalleiðin til stórstaðarins. Stefán Ásmundsson á Hofsósi fór þar eitt sinn yfir í rútu en bílstjóri var Svavar Einarsson frá Ási í Hegranesi: Rútan hjarði á götu greið, gnísti, marði, barði, Svavar harða sótti leið, á Siglufjarðarskarði. Það er gamall og góður siður að biðja fyr- ir kveðju til kunningjanna þegar einhver er á ferðinni. Stundum fylgir hugur máli og stund- um ekki. Meistari Þórbergur bað svo fyrir kveðju til Arndísar sem ég veit reyndar ekkert meira um: Ef þú hittir Arndísi undir himins þaki, þá skaltu frá Þórbergi þegja eins og klaki. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Í síðasta tölublaði voru fyrir mis- tök birtir kolrangir myndatextar með æviágripi Bjargar Hermanns- dóttur úr Svefneyjum, í efnisflokki sem nefndist „Þær settu svip á sam- tíð sína.“ Myndirnar sem um ræð- ir voru tvær. Á þeirri fyrri má sjá Björgu um tvítugt. Á þeirri síðari er Björg með barnabörnum sínum Björgu Ágústsdóttur (sitjandi) og Steinþóru Ágústsdóttur. Skessu- horn biðst velvirðingar á þessum mistökum. kgk Leiðrétting vegna mynda- texta í síðasta blaði Síðastliðinn föstudag, 19. júní, voru 60 ár liðin frá því að skóla- hald hófst á Bifröst í Norðurárdal, en þangað var Samvinnuskólinn fluttur sem stofnaður hafði verið árið 1918 í Reykjavík. Af þessu til- efni og vegna þess að afmælið bar upp á 100 ára afmæli kosningarétt- ar kvenna, bauð Háskólinn á Bif- röst öllum konum á Bifröst í síð- degisboð í Kringlu. Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti skólastjóri skólans og gegndi því embætti frá stofnun til árs- ins 1955. Jónas skilgreindi skól- ann sem foringjaskóla og mótaði hann eftir fyrirmynd Ruskin Col- lege í Oxford þar sem Jónas hafði sjálfur verið við nám. Síðan þá hafa tíu manns gegnt stöðu rektors en sá ellefti, Vilhjálmur Egilsson tók við stöðu rektors sumarið 2013. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst í Norðurárdal í Borgar- firði og voru þetta mikil tímamót í sögu skólans. Sr. Guðmundur Sveinsson tók við sem skólastjóri af Jónasi, sem lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Jafnframt var skól- inn endurmótaður og endurskipu- lagður frá grunni sem heimavistar- skóli. Í dag hefur risið myndarlegt háskólaþorp á Bifröst og eru íbúar þess um 400 talsins. mm Sextíu ár frá því skólahald hófst á Bifröst Jónas frá Hriflu útskrifar nemanda. Bifröst þegar skólahald hófst á staðnum fyrir 60 árum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.