Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 201510 Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á fimmtudagskvöldið, og hér við hliðina, var skrifað undir samning við danska verktaka um byggingu verksmiðju- húss fyrir sólarkílisverksmiðju Sili- cor Materials á Grundartanga. Áður var búið að skrifa undir samninga um kaup á tækjabúnaði í verksmiðjuna, auk þess sem samningar um lóða- og hafnarmál á Grundartanga liggja fyr- ir. Líkur á því að verksmiðjan verði reist aukast þannig stöðugt, en orku- öflun gæti þó verið flöskuháls ef marka má orðaskipti þingmanna. Jón Gunn- arsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar Alþing- is skrifaði á laugardaginn á Facebook- síðu sinni að verksmiðja Silicor þurfi rafmagn. Því sé nú deilt um virkjana- kosti í Neðri-Þjórsá. Færsla hans er svohljóðandi: „Samhengi hlutanna er að þessi verksmiðja þarf rafmagn, þess vegna erum við í baráttu við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri græn um byggingu virkj- ana í Neðri - Þjórsá. Þau vilja koma í veg fyrir þær framkvæmdir. Hér er um að ræða eitt áhugaverðasta verkefni í orkufrekum iðnaði sem rekið hefur á fjörur okkar. Yfir 100 milljarða fjár- festing, mengunarlaus orkufrekur iðn- aður, útflutningsverðmæti sem jafnast á við 2-2,5 makrílvertíðir og 450 vel launuð störf. Um þetta snýst barátta fyrir skynsamlegri nýtingu orkuauð- linda okkar,“ skrifaði Jón. Segir togstreitu um ráðstöfun orkunnar Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi mótmælir þessum ummælum Jóns Gunnarssonar. Bendir hann á að e.t.v. sé ástæða þess að ekki hafi tek- ist að útvega næga raforku sú að tog- streita er milli núverandi stjórnarliða og landshluta um skiptingu raforku milli verkefna í Helguvík annars veg- ar og Grundartanga hins vegar. Það sé hin raunverulega ástæða þess að enn vantar vilyrði fyrir 30 MW raf- orku frá Landsvirkjun til að tryggja nægjanlega orku fyrir Silicor miðað við full afköst verksmiðjunnar. Átelur vinnubrögð við Rammaáætlun „Ég vil benda á að stórkarlalegar til- raunir Jóns Gunnarssonar formanns atvinnuveganefndar til að sniðganga lög um verndun- og orkunýtingar- áætlun (rammaáætlun) hefur tafið alla ákvarðanatöku um Hvammsvirkjun. Ef það hefur áhrif á samninga Lands- virkjunar við Silicor eða á fjárfesta þá er ábyrgðin hans og fylgisveina hans. Það er lítilmótlegt að kenna öðrum um,“ segir Guðbjartur. Hann seg- ir Samfylkinguna hafa lagt áherslu á að fylgja þeim lögum og reglum sem settar hafa verið um virkjanir og nýt- ingu raforku og styður þá tillögu sem Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf- isráðherra lagði fram í október síð- astliðnum um Hvammsvirkjun. Sú virkjun hafi hlotið endanlega um- sögn verkefnisstjórnar rammaáætlun- ar sem mælir með virkjuninni í nýt- ingarflokk. Guðbjartur segir að afgreiðsla þeirrar tillögu hafi tafist í atvinnu- veganefnd og ekki komið til annarr- ar umræðu fyrr en 1. apríl 2015 og þá með breytingartillögu nefndar- innar um að setja fimm nýja virkjun- arkosti í nýtingarflokk til viðbótar við Hvammsvirkjun. „Slík hentistefna at- vinnuveganefndar kastar af borðinu rammaáætluninni, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi í maí 2011 og átti að vera leið til varanlegra sátta varðandi umfjöllun og ákvarðana- töku um nýtingu og vernd orkuauð- linda, og tefur málið. Ég hef frá upp- hafi fylgst með og fagnað því að und- irbúningsvinnu við framkvæmdir við verksmiðju Silicor miðar vel áfram og vonandi tekst að hrinda verkefninu í framkvæmd í samræmi við fyrirliggj- andi áætlanir,“ segir Guðbjartur. Togstreita um Thorsil eða Silicor Guðbjartur segir að þeir sem standa að Silicor verkefninu hafi lagt mikla áherslu á umhverfisþáttinn og um- hverfisvæna framleiðslu. Jafnframt var lögð áhersla á að fjárfestar vildu fjárfesta í fyrirtæki sem nýtti græna orku og legðu áherslu á að fylgja öll- um reglum og umhverfislögum á Ís- landi og nyti aðeins þeirra almennu ívilnanasamninga sem Alþingi sam- þykkti. „Á kynningarfundum um Silicor verkefnið og í viðtölum hef- ur komið fram að ON (Orka náttúr- unnar) getur þegar útvegað 35 MW orku til verkefnisins og Landsvirkun a.m.k. 15 MW. Þá vantar 30 MW miðað við full afköst verksmiðjunnar og engin ástæða til að ætla að þau fá- ist ekki. Þegar lagt var af stað í verk- efnið lágu ekki fyrir neinar ákvarðan- ir um virkjanir í Neðri-Þjórsá og ljóst hefur verið lengi að Landsvirkjun mun ekki ganga frá bindandi samn- ingum um raforkusölu við fyrirtæki á næstu vikum.“ Guðbjartur bætir við að við upphaf Silicor verkefnisins höfðu ýmsir áhyggjur af að verkefnið myndi gjalda afstöðu ákveðinna ráð- herra og þingmanna, vegna þess að lögð væri ofuráhersla á uppbyggingu í Helguvík. „Nú er komin upp tog- streita á milli Thorsil verkefnisins í Helguvík og Silicor varðandi orku frá Landsvirkjun. Rétt er að skoða um- mæli Jóns Gunnarssonar í þessu sam- hengi.“ Að endingu segir Guðbjart- ur að landsmenn eigi að vinna saman að því að ljúka þessu verkefni í þeim anda sem fyrirtækið hefur sjálft lagt áherslu á, þ.e. í samræmi við lög og reglur hér á landi og í sátt við um- hverfið. mþh/mm Síðastliðinn fimmtudag var unnið að því í Stykkishólmshöfn að skipa upp farmi af rörum sem eiga að fara í virkjun sem verið er að reisa í Svelgsá í Helgafellssveit á Snæfell- nesi. Flutningaskipið Sunna kom með þessi rör frá Póllandi. Virkjun- arframkvæmdir við Svelgsá munu nú komnar á fullt skrið en stað- ið hefur til að hefja þær allar götur síðan 2008. Virkjunin er umdeild og framkvæmdin var á sínum tíma kærð. Haustið 2012 kvað Skipulags- stofnun upp þann úrskurð að allt að 800 kílóvatta virkjun í Svelgsá í Helgafellssveit væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bæj- aryfirvöld í Stykkishólmi hafa látið í ljós þungar áhyggjur vegna virkj- unarframkvæmdanna vegna ótta við að þær skaði vatnsból Stykk- ishólmsbúa sem eru í grennd við virkjunina. mþh Rörum skipað upp til virkjunar í Svelgsá Rörunum skipað upp í Stykkishólmi á fimmtudaginn. Frekar rólegt er yfir fiskveiðum stærri fiskiskipa á Vesturlandi þessa dagana. Áhafnir margra eru farnar í sumarfrí og hléið nýtt til að senda skipin í slipp. Í lok síðustu viku stóðu tvö fiskiskip af Snæfellsnesi hlið við hlið í slippnum í Reykjavík. Þetta voru Örvar SH sem gerður er út af Hraðfrystistöð Hellissands í Rifi og Hringur SH sem er gerður út af GRun í Grundarfirði. Tjaldur SH sem er í eigu KG fiskverkunar í Rifi lá einnig við bryggju í Reykja- víkurhöfn og beið þess að verða tekinn upp. Öll þessi skip öfluðu afar vel í vetur. Flotinn verður svo væntanlega tilbúinn í ný átök í lok sumars þegar nýtt kvótaár rennur í garð með nýjum ævintýrum bæði fyrir skip og áhafnir. mþh Vinnu- þjarkar í sumarfríi Tjaldur SH þar sem hann beið við bryggju eftir því að komast upp. Hringur SH og Örvar SH hlið við hlið í slippnum í Reykjavík. Togstreita komin upp á yfirborðið um ráðstöfun orku Landsvirkjunar Horft yfir Hvalfjörð, úr Kjósinni, á iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Nú virðist vera að koma upp á yfirborðið togstreita um hvert orka Landsvirkjunar verði seld. Ljósm. mm. Silicor Materials og danska stór- fyrirtækið MT Højgaard skrifuðu á föstudag undir samning um bygg- ingu 12,1 hektara verksmiðjuhúss fyrir nýja sólarkísilverksmiðju Sili- cor á Grundartanga. Samnings- upphæðin nemur rétt tæplega 30 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í frétt danska fyrirtækisins að áformað sé að byggingarfram- kvæmdir hefjist snemma næsta árs. Framleiðsla á síðan að hefjast í verk- smiðjunni 2018. Þar mun Silicor framleiða 16.000 tonn af sólarkísil á ári. Fyrr í vor skrifaði Silicor Materi- als undir samning við þýska stórfyr- irtækið SMS Siemag um smíði vél- búnaðar í verksmiðjuna. Sá samning- ur hljóðaði upp á tæplega 70 milljarða íslenskra króna. Þá er búið að skrifa undir samning um lóða- og hafnar- mál á Grundartanga. Samningurinn við MT Højgaard er skilyrtur því að takist að ljúka fjármögnun uppbygg- ingar Silicor á Íslandi, en þess jafn- framt getið að nú þegar búið sé að ljúka samningum um byggingu verk- smiðjuhúss og tækjakaup, verði þess ekki langt að bíða að hægt verði að ljúka fjármögnun að fullu. mm Skrifað undir 30 milljarða samning um byggingu verksmiðjuhúss Silicor

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.