Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Gleðilega Brákarhátíð! Í tilefni Brákarhátíðar í Borgarnesi er öllum krökkum boðið á Landnáms- og Egilssögusýninguna í Landnámssetrinu laugardaginn 27. júní Opið alla daga kl. 10:00 – 21:00 Brákarbraut 13-15 • www.landnam.is • s. 437 1600 SK ES SU H O R N 2 01 4 LANDNÁMSSETur Íslands Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum í sumar Grensásvegi 46, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 5 Fallegar bækur um útsaum og prjón CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA SÓLVARNARGLER OG HANDRIÐ M ynd: Josefine Unterhauser ispan@ispan.is • ispan.is Hefð hefur skapast fyrir því að út- nefna bæjarlistamann Akraness við hátíðlega athöfn á 17. júní. Í ár er það Gyða L. Jónsdóttir Wells sem er bæjarlistamaður Akraness árið 2015. Gyða er Skagamaður í húð og hár en hún hefur starfað og búið í Englandi um langt skeið, en nýflutt á Akranes aftur. Gyða vinn- ur bæði stóra og litla skúlptúra og málverk í vinnuaðstöðu sinni í Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi, þar sem hún starfar ásamt fleiri listamönnum. Saman kallar hópurinn sig Samsteypuna. Gyða segist fyrst og fremst vera mynd- höggvari, þar sé hún á heimavelli. Gyða átti og rak Tessera De- signs í London á árunum 1980 – 1997. Á þeim tíma hannaði hún flísar fyrir einkahöll Soldánsins af Brunei í London fyrir 11 baðher- bergi auk þess sem hún framleiddi skreytingar á fjölmargar lestar- stöðvar og aðrar opinberar bygg- ingar í London og nágrenni. Það verk Gyðu sem er Skagamönnum mest kunnugt er stór brjóstmynd af Haraldi Böðvarssyni og Ing- unni Sveinsdóttur sem stendur við Vesturgötuna en einnig hefur hún mótað brjóstmyndir af Pétri Otte- sen og Hálfdáni Sveinssyni sem eru varðveittar á Byggðasafninu í Görðum en geta má þess að það var faðir hennar, sr. Jón M. Guð- jónsson sem stofnaði Byggðasafn- ið í Görðum. Gyða stundaði nám við Mynd- listar- og handíðarskólann í Reykjavík, Art Instruction Scho- ol í USA, Sir John Cass College í London, Central School of Art í London, Konunglegu Lista Aka- demiuna í Kaupmannahöfn og Konunglegu Porstulínsverksmiðj- una í Kaupmannahöfn. Hún var um tíma með vinnustofu og sýn- ingarsal í Brautarholti í Reykjavík ásamt fleiri listamönnum og hefur hannað fjölda mynda fyrir bóka- kápur og teikningar í barnabækur. Gyða hefur meðal annars haldið sýningar á verkum sínum í Kaup- mannahöfn, Vínarborg, Birming- ham, í Reykjavík og á Akranesi. Gyða hyggur á stóra listsýningu á Vökudögum á Akranesi nú í haust. ale/mm Gyða L. Jónsdóttir Wells er bæjarlistamaður Akraness árið 2015 Gyða L. Jónsdóttir Wells eftir athöfnina á þjóðhátíðardaginn þar sem hún var útnefnd bæjarlistamaður Akraness 2015.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.