Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 20156
VR félagar sam-
þykktu kjara-
samninga
SV-LAND: Kjarasamning-
ar VR og atvinnurekenda voru
samþykktir með miklum meiri-
hluta atkvæða í atkvæðagreiðslu
meðal félagsmanna sem lauk á
hádegi í gær, mánudag. Skrifað
var undir samningana þann 29.
maí en atkvæðagreiðsla um þá
hófst 10. júní. Greidd voru at-
kvæði um tvo samninga. Fyrri
samningurinn er milli VR og
Samtaka atvinnulífsins: „Já“
sögðu 3.786 eða 73,9% en „nei“
sögðu 1.216 eða 23,8%. Alls
tóku 118 eða 2,3% ekki afstöðu
til samningsins. Á kjörskrá voru
27.371 og kosningaþátttaka var
því 18,71%. Hinn samningur-
inn er milli VR og Félags at-
vinnurekenda: „Já“ sögðu 155
eða 72,4% en „nei“ sögðu 57
eða 26,6%. Á kjörskrá voru
818 og kosningaþátttaka var
því 26,16%. Þátttaka í atkvæða-
greiðslu um kjarasamninginn
er meiri í ár en hún hefur ver-
ið undanfarinn áratug, hæst var
hún 15,5% árið 2011 en innan
við 10% árið 2004.
-mþh
Aflatölur fyrir
Vesturland
13. - 19. júní
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes 15 bátar.
Heildarlöndun: 20.060 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 8.189 kg
í fjórum löndunum.
Arnarstapi 8 bátar.
Heildarlöndun: 11.390 kg.
Mestur afli: Sælaug MB: 1.552
kg í tveimur löndunum.
Grundarfjörður 37 bátar.
Heildarlöndun: 177.490 kg.
Mestur afli: Grundfirðingur
SH: 47.527 kg í einni löndun.
Ólafsvík 40 bátar.
Heildarlöndun: 110.597 kg.
Mestur afli: Gunnar Bjarnason
SH: 16.202 kg í tveimur lönd-
unum.
Rif 37 bátar.
Heildarlöndun: 238.685 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
107.551 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur 31 bátur.
Heildarlöndun: 107.734 kg.
Mestur afli: Sunna Rós SH:
11.098 kg í fimm löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Tjaldur SH – RIF:
58.980 kg. 13. júní
2. Tjaldur SH – RIF:
48.571 kg. 18. júní
3. Grundfirðingur SH – GRU:
47.527 kg. 14. júní
4. Rifsnes SH – RIF:
44.129 kg. 16. júní
5. Bergur VE – GRU:
38.149 kg. 16. júní
mþh
Allir samþykktu
samninga
SGS og SA
LANDIÐ: Yfirgnæfandi
meirihluti samþykkti kjara-
samninga Starfsgreinasam-
bandsins (SGS) og Sam-
taka atvinnulífsins á hin-
um almenna vinnumark-
aði. Starfsgreinasambandið
fór með umboð 15 aðildar-
félaga í viðræðunum og hélt
utan um sameiginlega raf-
ræna atkvæðagreiðslu um
samningana. Í heildina var
kjörsókn rúmlega 25%, já
sögðu 79,95% en nei sögðu
18,43%. Auðir seðlar voru
1,62%. Á kjörskrá voru
9.589 manns. Niðurstöðurn-
ar voru alls staðar afgerandi.
Samningarnir á almennum
vinnumarkaði sem undirrit-
aðir voru 29. maí síðastlið-
inn eru því samþykktir hjá
eftirfarandi félögum: AFLi
Starfsgreinafélagi, Öldunni
stéttarfélagi, Bárunni stétt-
arfélagi, Drífandi stéttar-
félagi, Einingu – Iðju, Fram-
sýn stéttarfélagi, Samstöðu
stéttarfélagi, Verkalýðs-
félagi Akraness, Verkalýðs-
félagi Grindavíkur, Verka-
lýðs- og sjómannafélagi Bol-
ungarvíkur, Verkalýðs- og
sjómannafélagi Sandgerðis,
Verkalýðsfélagi Snæfellinga,
Verkalýðsfélagi Suðurlands,
Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
og Verkalýðsfélagi Þórs-
hafnar. Kjarasamningurinn
var einnig samþykktur hjá
þeim fjórum aðildarfélög-
um sem veittu SGS ekki um-
boð en eru innan sambands-
ins. Flóabandalagið (Efling,
Hlíf, og Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og
nágrennis) samþykkti samn-
inginn með 78,9% greiddra
atkvæða og Stéttarfélag Vest-
urlands samþykkti samning-
inn með 87,24% greiddra at-
kvæða.
-mþh
Í tilefni þess að hundrað ár voru á
föstudaginn liðin frá því að konur
fengu kosningarétt mættu kenn-
arar í leikskólanum Klettaborg
í Borgarnesi í gömlum og nýj-
um kvennahlaupsbolum til vinnu.
Vildu þær með þessu móti minna
á daginn, en ekki var gefið frí í
leikskólum í Borgarbyggð þenn-
an dag.
mm/ Ljósm. borgarbyggd.is
Um liðna helgi fór fram opið sjóst-
angveiðimót Sjóstangveiðifélags
Snæfellsnes í Ólafsvík. Alls tóku sex
bátar þátt í mótinu og voru kepp-
endur 24 talsins víða að af landinu.
Heildarafli var með ágætum eða
um níu tonn. Aflahæsti karlmaður-
inn var Sigurjón Már Birgisson frá
Sjóskip á Akranesi með 793 kíló.
Aflahæsti heimamaðurinn varð
Sigurjón Helgi Hjelm með 561
kíló. Aflahæsta konan varð Björg
Guðlaugsdóttir frá Sjósnæ í Snæ-
fellsbæ með 343 kíló. Aflahæsti
báturinn varð Ella Kata SH með
2.479 kíló. Þar um borð var Helgi
Már Bjarnason skipstjóri.
af/mþh
Mættu í litskrúðugum
kvennahlaupsbolum
Sjóstang-
veiðimót í
Ólafsvík
Gunnar Jónsson kvikmyndaleikari sem síðast gerði garðinn frægan í kvikmynd-
inni Fúsi er félagi í Sjósnæ í Snæfellsbæ. Hann fékk stærstu ýsuna á mótinu.
Ljósm. af.