Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 15 Fjallkonur settu svip á þjóðhátíðardaginn Á Akranesi var Brynja Valdimarsdóttir í hlutverki fjall- konunnar og var sannast sagna stórglæsileg. Flutti hún ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Ljósm. akranes.is Í Snæfellsbæ var Kolbrún Halla Guðjónsdóttir fjallkona þetta árið. Ljósm. þa. Í hlutverki fjallkonunnar á Reykhólum var Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kapla- skjóli í Fremri-Gufudal. Hún flutti tvö ljóð sem standa héraðsfólki nærri. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir. Í Grundarfirði var Una Ýr Jörunds- dóttir kennari við FSN í hlutverki fjallkonunnar. Ljósm. tfk. Í Hvalfjarðarsveit var hátíðar- dagskrá í Heiðarskóla. Brynhildur Stefánsdóttir á Ytri Hólmi var fjall- konan að þessu sinni. 17. júní hér og þar um Vesturland Skrúðganga í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Kaffiborðum var komið fyrir í Skallagrímsgarði í Borgarnesi í tilefni hátíðarhaldanna. Ljósm. hlh. Fjölmenni var við hátíðarhöldin í tilefni dagsins á Akratorgi. Það var Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menn- ingar- og safnanefndar sem setti dagskrána og Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarræðuna. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri útnefndi Gyðu L Jónsdóttur Wells bæjarlistamann Akraness 2015, nemendur úr dans- stúdíoi Írisar sýndu dans og flutt var tónlistaratriði unga fólksins undir stjórn Heiðrúnar Hámundadóttur og Samúels Þorsteinssonar. Áður en formleg dagskrá hófst á torginu var farið í skrúðgöngu. Ljósm. ale. Frá 17. júní á Hvanneyri. Þessar ungu dömur skemmtu sér vel í Skjólbeltunum. Ljósm. Bryndís Geirsdóttir. Nýstúdentinn Vignir Snær Stefánsson flutti ræðu í Snæfellsbæ. Ljósm. þa. Á Hvanneyri var farið í skrúðgöngu frá Sverrisvelli og í Skjólbeltin, þar sem grillað var og farið í leiki. Ljósm. Borgar Páll Bragason. Kvenfélagið Katla og Hótel Bjarkalundur stóðu að þjóðhátíð í Reykhólahreppi 2015. Þar var meðal annars dagskrá fyrir börnin, svo sem hoppukastalar og andlitsmálun. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir. Á Akranesi var fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins. Meðal annars var boðið upp á andlitsmálun fyrir börnin á Safnasvæðinu. Hér er Hafdís Rós Skarphéðinsdóttir að fá íslenska fánann á kinnarnar. Ljósm. ale. Frá 17. júní í Búðardal. Þar var gott veður, skátar og Lions stóðu fyrir skemmtun. Hér er marserað um göturnar í skrúðgöngu. Ljósm. bae. Í Snæfellsbæ var ýmislegt gert í tilefni dagsins. Meðal annars Landsbankahlaup, andlitsmálun og skrúðganga. Á Þor- grímspalli voru svo ýmis skemmtiatriði, ávarp fjallkonu og helgistund. Þessar stúlkur voru meðal þeirra sem voru með atriði á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. þa. Mikið fjör var á þjóðhátíðardaginn í Grundarfirði. Hér má sjá unga fólkið spreyta sig í fótbolta á sápubornum plastvelli. Ljósm. tfk. Börnin voru í hátíðarskapi í Búðardal. Ljósm. bae.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.