Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 201522
Hvað finnst þér skemmtilegast
við að æfa fótbolta?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Matthías Leó Sigurðsson
„Að vera í leik“
Gestur Ólafur Elíasson
„Að spila“
Arnþór Máni Björgvinsson
„Að spila“
Víðir Elís Arnarsson
„Að skjóta“
Jón Árni Gylfason
„Að sóla“
Norðurálsmótið í knattspyrnu fyrir
7. flokk karla fór fram á Akranesi um
síðustu helgi, dagana 19. - 21. júní.
Mótið er stærsti árlegi íþróttavið-
burður á Vesturlandi og þátttakend-
ur í ár voru um 1.450 talsins, sem er
talsverð aukning frá því í fyrra. Því
má áætla að um 4.000 gestir hafi sótt
Akranes heim um helgina. Dagskráin
hófst á föstudaginn með skrúðgöngu
keppenda frá Stillholti í Akraneshöll-
ina þar sem mótið var formlega sett
á hádegi. Klukkustund síðar voru svo
fyrstu leikir leiknir. Mótinu lauk svo
með pylsugrilli fyrir keppendur, for-
eldra og liðsstjóra við Akranesvöll-
inn í hádeginu á sunnudag.
„Mótið gekk frábærlega í alla
staði. Veðrið átti náttúrulega stór-
an þátt í því og auðvitað sá mikli
fjöldi fólks sem lagðist á eitt og gerði
það af verkum að framkvæmd móts-
ins fór fram úr okkar björtustu von-
um og allir fóru glaðir heim,“ sagði
Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari yngri
flokka knattspyrnufélags ÍA, í sam-
tali við Skessuhorn.
Keppnisfyrirkomulag mótsins í ár
var með örlítið breyttu sniði frá því
sem verið hefur. „Við breyttum fyr-
irkomulagi mótsins, í kjölfar stækk-
unarinnar, á þá leið að aðeins voru
skráð úrslit á föstudegi til að styrk-
leikaraða liðum fyrir keppni laugar-
dags og sunnudags. Það eru skiptar
skoðanir á þessu. En ég held að allir
hafi getað séð það þegar fyrstu leik-
ir laugardagsins hófust að ekki neitt
hafi verið tekið af strákunum með
þessu fyrirkomulagi. Þeir telja úrslit-
in og berjast af krafti fyrir hverjum
sigri,“ segir Jón Þór. Að lokum vill
hann koma á framfæri kærum þökk-
um til allra sem komu að mótinu
með einum eða öðrum hætti sem og
til allra bæjarbúa Akraness fyrir að-
stoðina.
kgk/ Ljósm. arg, kgk og kfia.is
Gríðarlega vel heppnað
Norðurálsmót í blíðskaparveðri
Keppendur fylktu liði frá Stillholti í Akraneshöllina þar sem mótið var formlega sett.
Leikmenn Leiknis fullir eftirvæntingar.
Alls tóku 176 lið frá 30 félögum þátt í mótinu. Fjöldi þátttakenda var um 1450 talsins.
Framarar og Fylkismenn fylgja fánaberum sínum í Akraneshöllina. Ljósm. arg.
Skallagrímur sendi þrjú lið til keppni í ár.
Ljósm. arg.
Ekki fór á milli mála hvar leikmenn Fjölnis var að
finna í skrúðgöngunni á leið í Akraneshöllina.
Markvörður Fram horfir á eftir boltanum rúlla yfir marklínu sína á meðan
Eyjapeyjar fagna.
Markskot í þann mund að ríða af.
Sóknarmaður Fylkis að sleppa í gegnum vörnina.
Liðsfundur hjá Fylkismönnum fyrir síðasta leik
föstudagsins.
Þessi Haukastrákur var glaður í bragði.
Ljósm. fengin af facebook-síðu ÍA.
100 ára afmælis kosningaréttar kvenna var minnst
á Norðurálsmótinu eins og víðar. Í tilefni þess léku
Skagastúlkur meðal annars við Eyjapeyja.
Ljósm. fengin af facebook-síðu ÍA.