Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 5 Tíu umferðar- óhöpp VESTURLAND: Tíu um- ferðaróhöpp urðu í umferð- inni á Vesturlandi í liðinni viku, samkvæmt dagbók lög- reglunnar. Meðal þeirra má nefna að jepplingur fór útaf og valt í glærahálku á mal- arvegi í Reykholtsdal. Öku- maðurinn hlaut minniháttar meiðsli en fimm ára sonur hans sem var farþegi í bíln- um, slapp ómeiddur. Vatn hafði frosið í hjólförun- um á þessum vegarkafla og var hálkan því mjög lúmsk. Annað óhapp varð í umferð- inni í Borgarnesi. Ökumað- ur hafði að eigin sögn litið af veginum eitt andartak til að setja símann sinn í hleðslu, með þeim afleiðingum að hann ók á umferðarskilti við gangbraut á gatnamót- um Borgarbrautar og Böðv- arsgötu. Enginn meiddist í þessu óhappi, hvorki gang- andi né akandi. Í þriðja óhappinu í umferðinni vék ökumaður flutningabíls með eftirvagn, sem var ekið skammt ofan Grundarfjarð- ar, full vel fyrir bifreið sem hann var að mæta og við það valt aftanívagninn á hlið- ina. Farmurinn á vagnin- um var meðal annast tvö kör af tómum glerflöskum sem höfðu brotnað og dreifst út um allan veg og var mikið af glerbrotum á löngum kafla á veginum. Nokkurn tíma tók að hreinsa vettvanginn og var fengin götusópur frá Grundarfjarðarbæ til verks- ins. Við Flókadalsá í Borgar- firði missti ökumaður jeppa stjórn á bifreið sinni í hálku, rétt áður en hann ók inn á brúna. Bifreiðin fór í gegn- um vegrið og girðingu en hélst á hjólunum. Ökumað- urinn var í bílbelti og sak- aði ekki. Litlu mátti muna að bifreiðin færi útaf veg- inum á mun hættulegri stað og hefði hún þá trúlega olt- ið, að sögn lögreglu. –mm Alþýðusamband Íslands kynnti í lið- inni viku hagspá haustsins um horf- ur í íslensku efnahagslífi. Þar er bent á að órói hafi einkennt vinnumark- aðinn og að hið opinbera megi ekki sýna af sér lausung í rekstri eins og vísbendingar eru um sem leiða mun til of mikillar þenslu. „Það eru ágæt- ar horfur í íslensku efnahagslífi. Sam- kvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ má gera ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Hagvöxturinn verður drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einkaneysla og fjárfestingar vaxa mik- ið og gangi spáin eftir fara fjárfesting- ar yfir 20% af landsframleiðslu á spá- tímanum. Sjö árum eftir hrun fjár- málakerfisins erum við því um margt í góðri stöðu en áhyggjuefnin eru gam- alkunn; versnandi verðbólguhorfur og háir vextir. Skýringarnar eru líka gamalkunnar; lausung i hagstjórn og spenna á vinnumarkaði,“ segir í kynn- ingu hagspár ASÍ. „Við núverandi aðstæður í hagkerf- inu er mikilvægt að að ríki og sveitar- félög sýni aðhald í rekstri. Sú er ekki raunin. Taka þarf fjármál beggja að- ila fastari tökum. Það er ekki nóg að fjármálaráðherra leggi fram halla- laust frumvarp til fjárlaga. Tekjur rík- issjóðs vaxa mikið í uppsveiflu og því mikilvægt að ríkissjóður skili veruleg- um afgangi. Með því temprar ríkið hagsveifluna, vinnur gegn þenslunni og dregur úr þörf Seðlabankans á að hækka vexti. Á þetta benti peninga- stefnunefnd Seðlabankans við síðustu vaxtaákvörðun eða eins og segir í yf- irlýsingu nefndarinnar frá 30. sept- ember: „Að teknu tilliti til hagsveiflu felur vænt afkoma ríkissjóðs í ár og frumvarp til fjárlaga 2016 hins vegar í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum sem að óbreyttu kallar á meira pen- ingalegt aðhald en ella.“ Við þessum varnaðarorðum þurfa Alþingi og fjár- málaráðherra að bregðast. Þá hefur ósamstaða, órói og átök einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að fjármálaráðherra og fram- haldsskólakennarar höfnuðu þeirri launastefnu sem samið var um á al- mennum vinnumarkaði í árslok 2013. Síðan þá hefur hver hópur á vinnu- markaði farið fram og reynt að rétta sinn hlut óháð því hvaða áhrif slíkt hefði á aðra hópa eða hagkerfið. Mik- ilvægt er að það takist að rjúfa þenn- an vítahring, jafna stöðu ólíkra hópa á vinnumarkaði og vinna að því að launahækkanir samræmist efnahags- legum stöðugleika til lengri tíma. Spá hagdeildar byggir á þeirri forsendu að það takist. Takist það ekki munu verð- bólguhorfur verða mun lakari en hér er spáð.“ mm Hagdeild ASÍ segir hið opinbera verða að gæta meira aðhalds Þetta er Neyðarkall til þín! Nú stendur yfir fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu en sjálfboðaliðar björgunarsveita bjóða hann til sölu á 2.000 krónur. Taktu vel á móti okkur!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.