Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 25 í nótur af laginu svo það myndi nýt- ast betur við söng við athafnir. Ég veit þó ekki hvort að það hafi ver- ið notað í þeim tilgangi í Finnlandi. Ég átti heima í Svíþjóð í átta ár og var að læra ensku en kann miklu betri sænsku fyrir vikið og eru texta- þýðingar og þýðingar almennt stóra áhugamálið mitt,“ útskýrir Nína. Áætlað er að diskurinn komi út 30. nóvember, sem er fæðingardag- ur föður Nínu. „Hann var mikill söngmaður og spilaði bæði á harm- ónikku, orgel og sög. Hann kenndi okkur systkinum að fleira er músík en það sem kemur úr hefðbundnum hljóðfærum. Til dæmis setti hann mismikið vatn í flöskur og leyfði okkur að heyra hljóminn og gerði flautur úr tvinnakeflunum henn- ar mömmu. Það var líka algengt á sunnudagskvöldum heima að pabbi tæki upp nikkuna og mamma dans- aði við okkur í eldhúsinu,“ rifjar Nína upp. Flest lögin án undirleiks Stærsti hluti laganna á disknum eru sungin án undirleiks. Hljómplatan er að mestu leyti tekin upp í Stúdíó Gott Hljóð í Borgarnesi og syng- ur Nína sjálf flest laganna. Tvö eru þó sungin af dóttur hennar, Stein- unni Ingu. „Ég spila undir á gítar í öðru þeirra. Svo er undirleikur í tveimur öðrum lögum; í Tveim- ur stjörnum spilar svo systurson- ur minn Leifur Jónsson á píanó og í Kveðju spilar Sveinn Arnar Sæ- mundsson á orgel. Það lag er tek- ið upp í Innra - Hólms kirkju.“ Það að platan sé undirleikslaus er kom- ið til af tvennu. „Kannski fyrst og fremst út af því að ég hef ekki efni á að borga tónlistarmönnum það sem þeim ber fyrir sína vinnu. Í öðru lagi þá kem ég mikið fram ein og hef sungið fólk í svefn áratug- um saman. Greyið börnin mín hafa þurft að þola að ég vilji syngja lög- in truflunarlaust frá byrjun til enda og svo megi þau tala við mig,“ segir Nína og hlær. Safnar fyrir útgáfunni með hópfjármögnun Nína stendur sjálf að kostnaði við plötuna. Til að reyna að fjármagna útgáfuna hefur hún farið af stað með söfnun á hópfjármögnunar- vefnum Karolina Fund sem mun standa yfir í nóvember. „En ef ekki skyldi takast að fjármagna plötuna á þann máta, þá verð ég bara að setjast á lærið á mínum banka- stjóra og blikka hann – því platan mun koma út hvað sem tautar og raular!“ Á Karolina Fund eru ýms- ar leiðir til að styrkja Nínu. „Hægt verður að panta einn disk eða panta fimm og fá einn frían. Þá er einnig hægt að panta marga og fá fimm lög sungin og svo framveg- is. Og ef einhver vill gefa diskinn í jólagjöf, þá get ég pakkað honum inn og sent til viðkomandi,“ held- ur Nína áfram. Hún segist gera ráð fyrir að halda tónleika í Gamla vitanum á Breiðinni 30. nóvember næstkomandi til að fylgja diskn- um eftir. „Ég vona að sú tímasetn- ing standist. Vitinn er með ein- stakan hljómburð og það hjálpar til þegar enginn er undirleikurinn. En ég ætla líka að fylgja disknum eftir með því að syngja hér og þar og selja diskinn í leiðinni. Ég mun til dæmis syngja á kaffihúsinu hjá henni Bogu í Búðardal einhvern tímann í desember.“ Aldrei dauður tími Það eru því stórir hlutir framundan hjá söngfuglinum Nínu. Hún ætlar að reyna að fylgja plötunni eftir með því að ferðast og halda tónleika, samhliða vinnunni í frystihúsinu. „Ef ég næði að safna fyrir útgáfu- kostnaði, þá léttir það heilmikið en kostnaður er undir milljón. Ég var svo heppin að fá söngkerfi í fimmtíu ára afmælisgjöf, svo það auðveld- ar mér að koma fram við allar að- stæður. Svo er fjölskyldan að dreifa sér um heiminn, tvíburarnir mínir eru fluttir til Svíþjóðar svo þar eru þrjú barnabörn og þrjú hér heima,“ segir Nína. Hún segir því ekki ólík- legt að ferðir út fyrir landssteinana færist í aukana af þeim sökum. „Svo er kvennakórinn Ymur að æfa fyrir jólatónleikana, fjáraflanir eru líka á dagskrá og við í kórnum ætlum að skella okkur til Ítalíu í júní á næsta ári. Þannig að það er aldrei dauður tími,“ segir Nína að endingu. grþ Úrslitin í spurningakeppninni Bókaormar Brekkubæjarskóla fór fram á sal skólans föstudaginn 30. október og er þetta í þriðja sinn sem keppnin er haldin. Þetta er spurningakeppni úr sautján bókum sem nemendur í 4. – 7.bekk lesa og er um útsláttarkeppni að ræða. Að þessu sinni var það lið 4. bekkjar sem keppti á móti liði 7. S. Þetta er í fyrsta sinn sem 4. bekkur kemst í úrslit en á leiðinni þangað tókst lið- inu að sigra bæði lið úr 7. bekk og 5. bekk og náði 50 stigum í einni viðureigninni. Í sjálfum úrslitunum mætti liðið ofjarli sínum því 7. S vann og náði 64 stigum sem er það mesta sem lið hefur fengið í þessari keppni. Þess má geta að í fyrra vann sama lið en þá voru krakkarnir í 6. bekk. Í liði 4. bekkjar voru Haukur L. Sigurðsson, Íris P. Jónsdóttir og Margrét B. Pálmadóttir. Í liði 7.S voru Arnheiður A. Hallvarðsdótt- ir, Salka Brynjarsdóttir og Þóra K. Ríkharðsdóttir. Auk þessa sáu þeir Bjartur Ólafsson og Benóní Jón- asson um að leika orð sem tengd- ust bókunum sem spurt var úr. Að baki þessum krökkum stóðu svo all- ir bekkarfélagarnir því leita má til þeirra um aðstoð í flestum spurn- ingum keppninnar. Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að lesa og að tileinka sér það sem þeir lesa. Nú hafa sveitarfélög um land allt undirritað samning við Menta- málaráðuneytið um að stuðla að eflingu læsis meðal barna og ung- linga. Ekki er meiningin að skól- arnir komi einir að því viðfangsefni heldur eru foreldrar og þeir sem að börnunum standa minntir á mikil- vægi síns hlutverks. Kennarar, foreldrar, ömmur og afar, lesum fyrir börnin og lát- um þau lesa fyrir okkur. Upplifum með þeim ævintýrið sem felst í því að ná tökum á lestrinum. Upplif- um með þeim ævintýrið sem felst í góðri bók. Hallbera Jóhannesdóttir Bókasafni Brekkubæjarskóla Ljósm. Kristinn Pétursson. Bókaormar í Brekkubæjarskóla Skagakonan Jónína Björg Magn- úsdóttir hefur haft mörg járn í eldinum undanfarin ár. Hún er mikill söngfugl og hefur til að mynda gert garðinn frægan með Stúkunum undanfarin ár og syng- ur í kvennakórnum Ym. Nýverið skaust Nína, eins og hún er jafn- an kölluð, upp á stjörnuhimin- inn þegar hún tók virkan þátt í kjarabaráttunni á vinnumarkaðn- um á þessu ári og samdi texta við lag Baggalúts, Mamma þarf að djamma. Nína söng lagið sjálf og er textinn ádeila á eigendur HB Granda, eftir að starfsfólk Granda fékk íspinna í laun fyrir vel unn- in störf í stað hærri launa. Lagið fékk góða spilun á öldum ljósvak- ans og í framhaldinu gaf Nína út lag í samvinnu við Bubba Mort- hens. Nú hefur Nína ákveðið að nýta meðbyrinn og hefur tekið upp sína fyrstu hljómplötu. Plat- an mun heita „Sungið fyrir svefn- inn – með mínu nefi“ og kemur út í lok mánaðarins. Lög sem eru henni kær Nína segir að á geislaplötunni verði lög sem eru henni kær af ýmsum ástæðum. „Mörg þeirra hef ég notað til að syngja fólk í svefn með, þegar ég hef verið að passa eða svæfa eigin börn. En þarna eru einnig lög sem voru mikið sungin fyrir mig af eldri systrum mínum. Ég er svo heppin að vera yngst af níu systkinum og fékk tónlistarflóruna frá þeim,“ seg- ir Nína. Alls verða á hljómplötunni 27 þekkt íslensk dægurlög og á Nína textann af tveimur lögunum. „Það eru textaþýðingar frá mér af lag- inu Tvær stjörnur eftir Megas og af Kveðju eftir Bubba. Finnskur vinur minn, Stefan Mannsén, frá Närpes sem er vinabær Akraness, bað mig um að þýða lagið og Björg Bjarna- dóttir vinkona mín setti textann inn Gefur út sína fyrstu hljómplötu fyrir jólin Nína gerir ráð fyrir að halda tónleika í vitanum á Akranesi 30. nóvember. Hér er hún að taka lagið með Stúkunum í vitanum. Nína syngur lög sem henni eru kær á nýju hljómplötunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.