Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201516 í nokkur sumur, barþjónn á Hótel Borgarnesi, tók vaktir á sambýlinu og vann á börum og veitingastöð- um í Reykjavík. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór í læknisfræðina var að selja baðinnréttingar,“ seg- ir Kristín. „Ég held samt að starfs- ferill minn hafi náð hátindi sínum þegar ég lék Paddington bangsa fyrir Búnaðarbankann sáluga,“ bæt- ir hún við létt í bragði. Kristín er fjölskyldumann- eskja, maður hennar er Jens Garð- ar Helgason. „Hann á þrjú börn af fyrra hjónabandi; Heklu, Thor og Vögg og ég er mjög heppin að hafa fengið að vera hluti af þeirra lífi. Þau búa á Eskifirði og við „fljúg- umst mikið á,“ segir hún og að- spurð bætir hún því við að hún reikni með að flytja heim aftur. Hvenær það verður sé hins vegar óráðið. „Ég er íslensk í gegn, fyr- ir utan örlítið færeyskt brot og fæ reglulega heimþrá. Það jafnast ekk- ert á við Ísland og sérstaklega ekki landsbyggðina,“ segir Kristín. „Í dag eru bara þrír heila- og tauga- skurðlæknar á Landspítalanum. Ég kem heim þegar ég verð kom- in með meiri reynslu og mín verður óskað heima,“ bætir hún við. Alls ekki eins og í sjónvarpinu Þegar blaðamaður spyr í fáfræði sinni hvort hendur hennar séu tryggðar og hvort einhver líkindi séu með starfi hennar og skurð- lækna sem birtast á sjónvarpsskjám, til dæmis McDreamy í Gray‘s Anat- omy, þvertekur hún fyrir það. „Mitt starf sem heila- og taugaskurðlækn- ir felst fyrst og fremst í aðgerðum á höfði; að fjarlægja heilaæxli, leggja inn ventil fyrir vatnshöfuð, að taka á móti sjúklingum sem hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðáverkum og framkvæma bráðaaðgerðir vegna heilablæðinga. Einnig fjarlægjum við æxli og blæðingar við mænu og taugarætur,“ útskýrir Kristín. „Svar- ið við spurningunni er sem sagt nei. Ég held ég hafi aldrei náð að klára heilan svona „læknaþátt“ vegna þess að ég fæ svo mikinn kjánahroll. Ég vissi reyndar ekki hver McDreamy var þegar þú spurðir mig, en eftir að hafa gúgglað hann sé ég að ég er töluvert huggulegri en hann. Með minna skegg og líklega miklu fyndnari,“ segir hún „og hendurnar á mér eru ekki tryggðar en kannski fer að koma tími til að huga að því. Ég gæti kannski spurt Jennifer Lo- pez hjá hvaða tryggingafélagi hún tryggði á sér afturendann!“ Á sínar dökku hliðar einnig Því er oft fleygt fram að vísinda- menn viti mjög lítið um heilann en Kristín vill ekki meina að svo sé. „Við vitum í raun mjög mikið um heilann en það er alltaf eitthvað nýtt að koma fram og þekkingin eykst stöðugt því stór hópur vís- indamanna um heim allan fæst við rannsóknir á taugakerfinu,“ segir Kristín en bætir því við að enginn heili sé eins, ekki einu sinni útlits- lega. „Það er mikilvægt að „nota“ heilann, æfa hann eins og vöðva. Maður getur til dæmis séð rýrnun á heila hjá eldra fólki og fólki sem neytir of mikils áfengis,“ útskýr- ir hún. En hversu heillandi sem lesend- um kann að þykja starf hennar er það að sjálfsögðu ekki stöðugur dans á rósum, langt því frá. Oft vill böggull fylgja skammrifi og burt- séð frá því að unnið sé undir miklu álagi segir hún að sérstaklega geti einn hluti starfsins tekið verulega á. „Það er erfiðast að bera aðstand- endum sjúklinga slæmar fréttir, til dæmis ef einhver lifir ekki af slys eða alvarlega heilablæðingu. Verst af öllu er þegar sjúklingurinn er barn,“ segir hún. Velgengnin kemur með dugnaði og sjálfstrausti Kristín er fjórða íslenska konan sem lýkur námi í heila- og tauga- skurðlækningum. Undir lok við- talsins lítur hún aftur til bernsku sinnar og veltir því fyrir sér hvers vegna lítil stelpa úr Borgarnesi hafi orðið heilaskurðlæknir. „Í uppeldi mínu fékk ég enga hvatningu til að læra en að sama skapi voru held- ur engar kröfur gerðar til mín um nám, engin pressa. Líklega hefði það átt að virka þveröfugt á mann- eskju eins og mig,“ segir hún. „En í staðinn fékk ég frá móður minni ást, gleði, dugnað, frelsi og sjálfs- traust. Mér var kennt að vera dug- leg, mæta í vinnuna, standa með sjálfri mér og bera ábyrgð. Ég fékk frelsi til að gera mistök og læra af þeim,“ bætir hún við. Þegar kom að námi leggur Krist- ín Lilja áherslu á að verkvitið hafi komið henni í gegnum skólann. „Ef maður er duglegur að vinna, mætir og er ekki með neitt væl, þá gengur vel. Öll vinna sem ég hef einhvern tímann unnið hefur gagnast mér síðar meir á lífsleiðinni. Krakkar verða að læra að vinda tusku ef þeir eiga að komast áfram í lífinu,“ segir Kristín Lilja að lokum. kgk Fjölmenningarhátíð á vegum Fé- lags nýrra Íslendinga var hald- in í Hjálmakletti í Borgarnesi á sunnudaginn. „Það gekk vel og vel var mætt af gestum. Við hefð- um þó viljað fá fólk frá fleiri lönd- um til að kynna lönd sín og þjóð- ir. Í ár voru engir frá Afríku, eng- ir frá Mið- og Suður Ameríku og ekki frá Norðurlöndunum. En þau sem voru að kynna gerðu það vel. Þetta voru alls fulltrúar frá hátt í 20 löndum víðs vegar um heim. Breski sendiherrann Stuart Gill var heiðursgestur ásamt eing- inkonu. Hann kom og hélt ræðu. Páll Óskar ætlaði að koma en for- fallaðist vegna flensu. Síðan var skoskur sekkjapípuleikari sem lék á hljóðfæri sitt fyrir gesti og gang- andi,“ segir Guðrún Vala Elísdótt- ir mannfræðingur, náms- og starfs- ráðgjafi á Símenntunarmiðstöð Vesturlands og áhugamanneskja um fjölmenningu á Íslandi. Hátíðin er haldin með styrk frá Menningarráði Vesturlandi. „Þetta er ekki nein fjárgróðahá- tíð. Allir sem koma og kynna fá kostnað endurgreiddan en fólk gefur vinnu sína. Þessi hátíð er orðin árlegur viðburður á Vestur- landi og hefur undanfarin ár ver- ið haldin til skiptis á Akranesi og í Borgarnesi.“ mþh Fjölmenningarhátíð í Borgarnesi Meðal atriða við hátíðarhöldin í Hjálmakletti var að stíga búlgarska þjóðdansa við þarlenda tónlist. „Ég byrjaði í sérnáminu heima á Íslandi árið 2009 og fékk stöðu hér árið 2011. Nú bíð ég eftir sér- fræðistimpli frá sænskum yfirvöld- um,“ segir Borgnesingurinn Krist- ín Lilja Eyglóardóttir í samtali við Skessuhorn, en hún lauk nýver- ið sérhæfingu í heila- og tauga- skurðlækningum frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, eftir grunnnám í Ungverjalandi. „Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1999 fór ég í nám í læknisfræði til Ungverjalands árið eftir. Ég var með þeim fyrstu sem fóru þangað frá Íslandi og í nokk- urri óvissu um hvað tæki við. Hún reyndist óþörf enda skólinn frá- bær. Frá FVA kom ég vel undirbú- in og kann ég kennurum við þá stofnun bestu þakkir fyrir,“ seg- ir Kristín Lilja í samtali við blaða- mann Skessuhorns. Aðspurð um ástæður þess að hún ákvað að læra til læknis segir Kristín Lilja að forvitnin ein hafi þar haft mest að segja. „Mig lang- aði bara að kunna læknisfræði en var ekkert viss um að ég myndi vilja starfa sem hefðbundinn lækn- ir. Ég tók pásu í nokkra mánuði á síðari hluta námsins til að læra Kung-Fu í Shaolin klaustri í Kína en útskrifaðist svo árið 2007. Und- ir lokin vann ég meðfram námi á heilsugæslustöðvum víðs vegar um Ísland.“ Að grunnnámi loknu er komið að sérhæfingunni og segist Kristín hafa prófað ýmislegt áður en hún ákvað að sérhæfa sig í heila- og taugaskurðlækningum. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna ná- kvæmnisvinnu með höndunum og vissi að ég myndi á endanum velja einhvers konar skurðlækning- ar. Eftir að hafa prófað nær allar mögulegar skurðdeildir sá ég ljós- ið á heila- og taugaskurðdeildinni á Landspítalanum í Reykjavík. Þar eru þrír snillingar sem kynntu mig fyrir faginu og smásjánni, sem er hrein unun að vinna undir. Ég var þar í eitt ár áður en ég fór út í sér- nám,“ segir hún. Fær reglulega heimþrá Kristín er Borgnesingur að upp- runa og kom víða við í leik og starfi áður en hún hélt til náms á erlendri grundu. „Ég sleit öll- um mínum barnsskóm í Borgar- nesi og á virkilega góðar minning- ar frá æsku minni á Vesturlandinu. Meðfram skóla vann ég hér og þar eins og hægt var, held ég hafi verið nokkuð dugleg og og ég tók alla þá vinnu sem mér bauðst,“ segir hún. Störfin sem Kristín tók sér fyrir hendur voru eins fjölbreytt og þau eru mörg. „Ég byrjaði í unglinga- vinnunni sem krakki, vann á kassa í verslun Jóns og Stefáns sem þá hét og við veitingar hjá Golfklúbbi Borgarness. Ég var aðstoðarkokk- ur á Hótel Búðum á Snæfellsnesi Sá ljósið á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans Rætt við Kristínu Lilju Eyglóardóttur heilaskurðlækni úr Borgarnesi Kristín Lilja Eyglóardóttir fyrir framan Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg. Á skurðstofunni í fullum skrúða. „Ég og Jens minn.“ Kristín ásamt manni sínum Jens Garðari Helgasyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.