Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 17 Menningarverðlaun Akraneskaup- staðar voru afhent síðastliðið föstu- dagskvöld við fjölmenna athöfn samhliða opnun ljósmyndasýning- ar Vitans, félags áhugaljósmynd- ara á Akranesi. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin voru afhent og eins og jafnan áður var óskað eftir tilnefningum frá íbúum á Akranesi. Verðlaunin eru veitt árlega einstak- lingi eða hópi sem þótt hefur skara framúr í menningarlífi á Akranesi og þetta ár komu þau í hlut Vitans, félags áhugaljósmyndara. Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menningar- og safnanefndar gat þess við afhendingu verðlaunanna að Vitinn hefði sannarlega stað- ið undir því að skara framúr á sviði menningar og kvað félagið hafa sýnt frumkvæði í menningarmálum í þau fimm ár sem félagið hefur ver- ið starfandi. Félagsmenn í Vitanum eru yfir 70 talsins og er tilgangur félagsins að auka ljósmyndaáhuga almennings og efla áhugamálið. Félagið hefur staðið fyrir kynningum, námskeið- um og ljósmyndaferðum og var meðal annars með fræðslu í grunn- skólum á Akranesi, sem endaði með ljósmyndasýningu. Þá hafa félagar Vitans tekið myndir af öllum hús- um á Akranesi og voru myndirnar afhentar Ljósmyndasafni Akraness til varðveislu. Félagið hefur gefið út tvær ljósmyndabækur og félags- skapurinn hefur haldið vel sótt- ar ljósmyndasýningar á Vökudög- um, Írskum dögum og í Akranes- vita. Meðlimir félagsins hafa einn- ig eflst til þess að sýna ljósmynd- ir sínar víðar, bæði á samsýningum og einkasýningum og hafa keppt í ljósmyndasamkeppnum með góð- um árangri. Gunnar Viðarsson for- maður félagsins tók við verðlaun- unum fyrir hönd félagsmanna. Hann sagði Vitafólk stolt og ánægt með viðurkenninguna. „Fyrir hönd félaga Vitans langar mig að þakka Akraneskaupstað fyrir að hafa sýnt okkur þann heiður að veita okkur þessi verðlaun. Þetta kom verulega á óvart,“ sagði Gunnar í samtali við Skessuhorn. grþ 1222. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn • 7. nóvember kl. 10.30. Frj• álsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 9. nóvember kl. 20.00. Bjö• rt framtíð í Vitakaffi Stillholti 16-18, mánudaginn 9. nóvember kl. 20.00. Samf• ylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 7. nóvember kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarstjórnarfundur Reykjavík Grundartangi Akranes Borganes Vélstjóri Faxaflóahafnir sf. óska að ráða til starfa vélstjóra frá og með 1. mars 2016 með starfsstöð í Reykjavík. Starfið felst aðal- lega í vélstjórn á dráttarbátum Faxaflóahafna sf. en einnig í afgreiðslu rafmagns, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: Hafi full vélstjórnaréttindi - VF 1• Hafi sótt námskeið í Slysavarnarskóla sjómanna• Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku• Hafi góða tölvukunnáttu• Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi og sinna starfsmenn Faxaflóahafna sf. verkefnum á þeim stöðum. Unnið er alla virka daga 07:00 - 17:00. Umsóknir sendist Faxaflóahöfnum sf., Tryggvagötu 17, 121 Reykjavík, merkt VÉLSTJÓRI fyrir 1. desember nk. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnarvernd þá er óskað eftir að umsækjandi geti lagt fram sakavottorð. Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður í síma 525-8900. SK ESSU H O R N 2015 Fingurnir titra á lyklaborðinu, þetta er svo auðvelt og svo freist- andi. Það er hægt að vinna svo mik- ið með þetta efni. Nýstárleg túlk- un Eyglóar húsnæðismálaráðherra á prósentureikningi vekur hræðslu mína. Eftir þungan yfirlestur á því sem ráðherrann lét út úr sér varð ég engu nær og virkir í athugasemdum samfélagsmiðlanna breyttust í dóm- harða stærðfræðinga. Nú á að fara byggja vandað, hagkvæmt og hratt. Hef heyrt talað um gámabyggð en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, það væri nú flott. Verðtryggð gámaíbúð það hljómar vel, nema að verðtryggingin er eins og tím- inn; köld og djúp. Einnig las ég að það ætti að vera meiri sveigjanleiki í skipulagsferlinu sem þýðir aðeins eitt. Það munu rísa upp hús eins og það hafi verið skotið úr haglabyssu á byggingarsvæðinu, fórnarlömb sköpunargáfu húsreisandans og undirskriftagleði byggingafulltrú- ans. En er það bara ég eða var ekki byggt fullt af ljótum sveppahúsum, sem kosta reyndar brjálæðislega mikið sökum póstnúmers, á fyrsta áratug þessarar aldar? Man það ekki, hef lélegt skammtímaminni og kann ekki prósentureikning jafn vel eins og ráðherrann. Annað sparnaðarráð Eyglóar er að geymslur og bílskúrar séu ekki grunnþörf. Að ímynda sér íbúð án geymslu eða hús án bílskúrs er eins og að reyna að æfa sig í að hætta að anda. Ekki hægt. Þarna er um frumeðli mannsins að ræða, það sem hefur fylgt okkur síðan við ákváðum að standa á tveimur fót- um. Veiði og söfnun, fengurinn var geymdur í hellinum heima sem og draslið sem við fundum. Hvað ger- um við við það sem við kaupum í dag? Jú við geymum það og hend- um því stundum en þá er það líklega búið að fara eina ferð á haugana en tekið aftur í sátt sökum ómetanlegs gildis. Í pistli sínum um geymslur hnykkir hún því út með að drasl- ið í geymslunni hafi ekki verið 1,8 milljónar króna virði, sem áætlað- ur byggingarkostnaður geymslu í Reykjavík, sumt af draslinu sem við eigum er ekki hægt að meta til fjár. Bara svo ég nefni dæmi um sjálfan mig, þá á ég eldgamla MacIntosh dollu, þú veist þessi með tindátan- um og hefðarfrúnni. Hvers vegna ég geymi hana veit enginn, en það á enginn að spyrja hvers vegna ég geymi hana. Með kveðju, Axel Freyr - Borgarfirði Eitt prósent leiðin PIstill Vitinn hlaut menningarverðlaun Akraneskaupstaðar Vitafélagar tóku á móti verðlaununum. F.v. Jónas H Ottósson, Þorvaldur Sveinsson, Einar Viðarsson, Guðmundur Bjarki Hall- dórsson og Sverrir Þór Guðmundsson. Ljósm. grþ. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Gunnar Viðarsson formaður Vitans og Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menningar- og safnanefndar. Ljósm. gh. CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.