Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 19 Myndlistarmaðurinn Bjarni Þór og eiginkona hans Ásta Alfreðsdóttir stóðu fyrir skemmtilegri uppákomu á Írskum dögum í sumar. Þau buðu gestum og gangandi að koma og mála myndir á vegginn á galleríi Bjarna Þórs við Kirkjubraut 1 á Akranesi og kölluðu verkefnið „Ævintýravegg- inn“. Verkið byrjaði þó fyrr. „Við byrjuðum aðeins í fyrra. Veggurinn var orðinn mjög ljótur, mosavaxinn og sprunginn og þá datt okkur í hug að láta mála hann með þessum hætti,“ segir Bjarni Þór. Á þessu ári fengu þau svo styrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands til styrktar verkefninu. Í framhaldinu auglýstu þau viðburð- inn; að börn og fullorðnir gætu kom- ið og málað vegginn á Írskum dög- um. Hugmyndin féll í góðan jarðveg og á annað hundrað manns mættu til að mála og skoða. Þau söfnaðu einnig saman hópi af listrænu fólki, sem þau fengu til að koma og mála á vegginn í kringum Írska daga. Hóp- urinn kallar sig „Veggjakrotarana hans Bjarna“ og samanstendur af Tinnu Rós Þorsteinsdóttur, Jónasi Sigurgeirssyni, Veru Líndal Guðna- dóttur, Elínu Dögg Baldvinsdótt- ur og Brynjari Mar Guðmundssyni. Síðastliðinn mánudag buðu hjónin hópnum í hálfgerða uppskeruhátíð, í tilefni af menningarhátíðinni Vöku- daga. Blaðamaður Skessuhorns sett- ist niður með veggjakroturunum og spjallaði við þau um ævintýravegg- inn. Þarf að fínpússa „Ég opnaði galleríið vorið 2013 á þessum stað og hef síðan þá haft mikið að gera. Ég hef reglulega haft opna vinnustofu, sýningar og er til dæmis alltaf með sýningu á ísskúlp- túrum á Þorláksmessu, í samvinnu við Eyþór Kristjánsson meistara- kokk,“ segir Bjarni. „Ég er búinn að mála í margar myndlistasýningar, núna síðast tvær í Reykjavík á þessu ári enda hef ég breiðan kúnnahóp og marga fastagesti úr Reykjavík,“ bæt- ir hann við. Málverk Bjarna Þórs hafa farið út um allan heim, til dæm- is til margra landa Evrópu, Ísrael og Indónesíu. Hann tekur sjálfur þátt í öllum menningarviðburðum og upp- ákomum um list á Akranesi og þótti hjónunum því tilvalið að ná hópnum saman á Vökudögum. Hugmynd- in var að halda áfram með verkið en vegna veðurs þurfti það að bíða betri tíma. „Svona myndir eru oft mikið „chaos“ til að byrja með. Maður þarf að sætta litina og svona, það er það sem við þurfum að gera núna - að fínpússa verkið. Það þarf að tengja þetta, veggurinn þarf að verða flott heild,“ segir Bjarni. „Það eru samt margir búnir að stoppa hérna fyrir utan og skoða,“ segir Ásta. Byrjaði allt hjá Bjarna Veggjakrotararnir hafa allir ein- hvern bakgrunn í myndlist. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa byrj- að snemma að teikna og mála. Flest þeirra hafa lært í myndlistarskólum og voru einnig nemendur hjá Bjarna Þór. „Eins og margir var ég hjá Bjarna Þór í skóla. Ég ákvað í 1. bekk að ég ætlaði að verða listamaður. Þetta byrjaði allt hjá Bjarna. Ég fór aldrei, hjá honum kviknaði áhuginn almennilega og ég er hér enn,“ segir Brynjar Mar. „Ég var svona að bíða eftir að þau kæmu fram og nú eru þau að gera það,“ bætir Bjarni Þór við. Öll tóku þau vel í að skreyta vegg- inn, þó að sumum hafi þótt erfitt að standa uppi í stiga fyrir framan fjölda fólks og mála. „Ég vildi vera með og fá útrás fyrir sköpunargleðina en ég hélt fyrst að það ætti að mála ann- an vegg,“ segir Jónas sem ætlaði að hætta við þegar hann komst að því að veggurinn umræddi væri í miðbæn- um. „Það var engin miskunn, þarna var umferð og allir að horfa. Bjarni sagði að ég hefði komið út úr skápn- um þarna,“ segir hann og hlær. Þau segja þó að það hafi auðveldað verk- ið að þau sneru bakinu í fjöldann. „Maður fer bara í ákveðið „zone“, er að hlusta á tónlist og er bara í sín- um heimi. Það gæti verið eldgos fyr- ir aftan mig og ég myndi ekki taka eftir því,“ segir Vera. Hún bætir því við að erfiðast hafi verið að mála eftir að Írskum dögum lauk. „Þá var búið að mála svo mikið af írskum fánum á vegginn og sú stemning var svolítið búin að vera. Þá þurfti að mála yfir fánana,“ heldur hún áfram. Veggurinn er lifandi Þau segja að efnið hafi verið gefið al- veg frjálst, fólk hafi mátt mála hvað sem er á vegginn. „Við byrjuðum og leyfðum svo hinum og þessum að koma. Þetta var alveg frjálst og svo má mála yfir það sem fyrir er,“ segja þau. „Já, veggurinn er lifandi, verk- ið verður aldrei búið,“ bætir Bjarni Þór við. Gestir á Írskum dögum tóku svo sannarlega þátt í að skapa verkið AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 5 Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands er að fara af stað skipulagt sérnám í heimilislækningum sem byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna um sérnám í heimilislækningum Hæfnikröfur • • framangreind skilyrði • Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá Laugardaginn 7. nóvember á milli kl. 14:00 og 16:00 Til sýnis og sölu munir úr handavinnustofu. Vöfflur og kaffi verður selt gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur í handavinnu- og ferðasjóð heimilisfólks í Brákarhlíð. Allir velkomnir Hlökkum til að sjá ykkur! Basar og vöfflusala í Brákarhlíð SK ES SU H O R N 2 01 5 Veggjakrotarar gerðu ævintýravegg ásamt bæjarbúum og var fjöldi fólks sem tók sér pens- il í hönd eða fylgdist með listaverk- inu verða til. „Það myndaðist smá örtröð, þarna voru örugglega hátt í hundrað manns á sama tíma - alveg niður í fjögurra eða fimm ára börn,“ segja þau. „Svo þorði maður varla að fara niður, maður var hræddur um að einhver annar myndi klára það sem maður var byrjaður á,“ segir Tinna Rós. Hópurinn mun halda áfram að skapa á Ævintýraveggnum en Bjarni Þór segist þó ekki ætla að bjóða hverjum sem er að mála á vegginn. „En það getur vel verið að við ger- um þetta aftur á einhverjum öðrum vegg. Það er nóg til af veggjum,“ seg- ir hann að endingu. grþ Veggjakrotararnir ásamt Bjarna Þór. Frá vinstri: Vera Líndal, Jónas, Brynjar Mar, Elín Dögg, Bjarni Þór og Tinna Rós. Elín Dögg Baldvinsdóttir byrjaði á verkinu. Börn og fullorðnir tóku þátt í að mála Ævintýravegginn á Írskum Dögum. Glófi ehf. verður með aðfangasölu dagana 5. – 7. nóvember á saumastofu sinni í Ármúla 31 (við hliðina á Innréttingar og tæki) Opnunartíminn er eftirfarandi: Fimmtudagur 5. nóvember frá 16-19 Föstudagur 6. nóvember frá 16-19 Laugardagur 7. nóvember frá 11-15 Til sölu verða: Saumavélar, tölur, rennilásar, ullarefnisbútar, flísefni og tvinnar Hlökkum til að sjá ykkur! SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.