Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201526
Mikil og þörf umræða hefur að und-
anförnu farið fram hér á landi um
mikilvægi lesturs og lestrarfærni.
Bókaþjóðin hefur um langan ald-
ur verið sammála um þessi gildi og
fóstrað bókasöfn bæði á heimilum
sínum og til sameiginlegra nota úti
í samfélaginu. Norræna bókasafna-
vikan sem nú er framundan er órækt
vitni um að við erum ekki eyland í
þessum málaflokki. Hún hefst næsta
mánudag 9. nóvember og megin-
inntak hennar er að efla lestrargleði
og breiða út norrænar bókmennt-
ir. Sérstaða vikunnar felst mest í að
norrænu þjóðirnar, á vettvangi Sam-
bands norrænu félaganna, koma sér
saman um texta, sem lesinn er upp
fyrir gesti þátttökusafnanna um öll
Norðurlönd í anda sameiginlegrar
frásagnahefðar og sagnaauðs. Yfir-
skrift vikunnar er vinátta.
Snorrastofa leggst á árar í þessu
mikilsverða verkefni eins og undan-
farin ár og býður til þriggja viðburða
í þeim anda.
Í dagrenningu mánudagsmorg-
uninn 9. nóvember verður yngstu
nemendum í grunnskólanum á
Kleppjárnsreykjum og þeim elstu á
leikskólanum Hnoðrabóli boðið til
sögustundar. Þar les Aldís Eiríks-
dóttir úr sögunni Vöffluhjarta eft-
ir Maria Parr og börnin fá að eiga
næðisstund í bókhlöðunni að lestri
loknum.
Þriðjudagskvöldið 10. nóvember
kl. 20:30 flytur Vilborg Davíðsdótt-
ir rithöfundur erindi um Auði djúp-
úðgu, sem hún nefnir „Einn kven-
maður“ Hún segir frá vinnu sinni
að ritun sögu þessarar merku land-
námskonu en von er á þriðja bindinu
úr smiðju Vilborgar. Hin fyrri heita
Auður og Vígroði. Erindi Vilborgar
er liður í fyrirlestraröð Snorrastofu,
Fyrirlestrar í héraði.
Fimmtudagskvöldið 12. nóvem-
ber er hefðbundið Prjóna-bóka-
kaffi kl. 20 með ívafi vikunnar. Páll
S. Brynjarsson framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
les úr Egils sögu fyrir gesti kvölds-
ins og segir ennfremur frá starfi
Norræna félagsins í Borgarfirði,
sem hann veitir forstöðu um þess-
ar mundir.
Snorrastofa lítur með tilhlökkun
til viðburða Norrænu bókasafnavik-
unnar og hvetur alla til að nýta sér
þá og veita þessu verðuga samstarfs-
verkefni athygli.
-fréttatilkynning
Vísnahorn
Ýmislegt rekur á fjörur
manna á langri leið og
töluvert er það orðið sem
ég hef tínt saman af vís-
um gegnum árin. Sumar
höfundarlausar en aðrar með þeim höfundum
sem ég veit réttasta. En allavega man ég ekkert
hver lýsti vini sínum á þessa leið. Gaman samt
ef einhver vissi:
Hann í kvennaástum er
áfjáðari en hrútur,
af ákavíti í hann fer
átta potta kútur.
Það mun hinsvegar hafa verið Halldór
Helgason sem orti þessa:
Hart fram brokkar hjá´onum
hýreyg lokkagerður,
ástarhnokkinn á´onum
órór nokkuð verður.
Margt hefur verið ort um öl og konur í tím-
ans rás. Stundum yrkja líka konur um ölföng
og jafnvel karla. Ekki þori ég að fullyrða en
gaman ef einhver vissi hver orti þessa:
Undarleg er ævin mín.
Alltaf harðnar glíman.
Mér var boðið brennivín
bara gegnum símann.
Þó tæknin sé nú stöðugt að aukast virðist
ennþá nokkur bið á að hægt sé að símssenda
áfengi svo að gagni megi koma. En hver veit,
það gæti komið að því. Öll eldumst við og
sjáum breytingarnar allt í kring og raunar ólík-
legt að nokkur kynslóð eigi eftir að upplifa aðr-
ar eins breytingar og við sem erum komin á
efri ár núna. Eyjólfur í Sólheimum var á seinni
árum farinn að tapa nokkuð sjón og frá þeim
tímum mun þessi vera:
Ósköp þreytast augun mín,
ellin tekur völdin.
Þótt ég hafi sálarsýn
sé ég illa á kvöldin.
Margir þekkja enn Staupastein í Hvalfirði
sem eitt sinn var þekktur áningarstaður ferða-
manna. Eftir að bifreiðarnar urðu hinn almenni
fararmáti breytti nokkuð um svip og stöðu þó
allir könnuðust við nafnið og staðinn. Þar um
kvað Eiríkur Einarsson frá Réttarholti:
Minning tengd við Staupastein
stendur meðal rekka,
báran stök er aldrei ein.
Ekkert til að drekka.
Hér var beisli úr kjafti kippt,
kysst og faðmað stundum,
að vörum glasi var þá lyft
og varpað beini að hundum.
Allt er þetta orðið breytt
áfram bílar renna,
aldrei stansað, einskis neytt
en allir staðinn kenna.
Ekkert man ég hvar eftirfarandi heimspeki
rak á fjörur mínar. Hef þó grun um að hér séu á
ferð þýðingar á ljóðum eftir Piet Hein en enga
hugmynd um þýðandann:
Með hálfu glotti er hugsun mín
í hring um þennan grun á sveimi
að lífið sé tvö lokuð skrín
sem lykla hvort að öðru geymi.
Að öllum líkindum er eftirfarandi úr sömu
smiðju ættað:
Að skilja eitthvað – er að sjá
hve skelfing lítið – skilja má.
Þó nokkuð sé umliðið má ætla að þó nokkr-
ir muni enn það fyrirkomulag á póstþjón-
ustunni í sveitum að nota mjólkurbílinn því
hann var að fara þetta hvort sem var. Póstur-
inn var hvort sem var sjaldan annað en Tím-
inn eða Ísafold og svo Kaupfélagsreikningarnir
og hvorugt breytti heimsmyndinni verulega þó
afhending drægist um nokkra daga. Einhvern
tímann lenti póstur sem átti að fara til Þor-
steins Jónassonar á Oddsstöðum í Hrútafirði
óvart til Ólafs Gunnarssonar á Borgum. Þegar
blaðið kom svo til síns upphaflega ákvörðunar-
staðar hafði verið skrifað á það:
Pósthúsfólki fipaðist,
fráleitt þó til baga.
Blaðið kom að Borgum fyrst
og beið hér nokkra daga.
Þorsteinn var sjálfur prýðilegur hagyrðingur
og sendi miða til baka:
Leit ég stöku, lund varð glöð,
léttust mínar sorgir.
Vildi óska að öll mín blöð
ættu leið um Borgir.
Meðan Höskuldur Eyjólfsson á Hofsstöð-
um var ungur maður var hann að minnsta kosti
einn vetur í skólanum í Hjarðarholti í Döl-
um. Faðir hans, Eyjólfur Gíslason, sendi hon-
um bréf með þessari utanáskrift en bara með
gamla laginu, ef einhver var á leiðinni hvort
sem var:
Eyjólfssonur eigi blað.
Einhver honum færi það.
Höskuldur það hafa skal,
Hjarðarholti í Laxárdal.
Jólasiðir mannanna eru nokkuð breytilegir
og ekki alltaf á vísan að róa hvað kemur ein-
staklingunum í jólaskap. Um þá gagnmerku
geit sem Garðbæingar hafa á undanförnum
árum getað treyst á að boðaði þeim komu
jólanna með bruna sínum kvað Sigurlín Her-
mannsdóttir:
Í Garðabæ var geit með hornabogum,
og gríðarflottum ljósum skreytt hún var.
Fyrr en varði stóð í ljósum logum;
nú loksins geta jólin byrjað þar.
Í framhaldi af því kom svo þessi frá gömlu
aurasálinni okkar Borgfirðinga Kristjáni Birni
Snorrasyni:
Framtíðin er furðulega spunnin,
fer um mann og annan. Hvað þá Svía.
Eldgeitin frá Ikea er brunnin,
og ekki ljóst hvort getum fengið nýja!
Við ýmis tækifæri eru höfð uppi gamanmál,
oft í ljóðum og oftast nær meinlaus. Stundum
eru líka sömu höfundarnir að verki ár eftir ár.
Eitthvert sinn bar þó svo við að skipt var um
gamanvísnahöfund norður í landi með þeim
afleiðingum að ryskingar urðu nokkrar og lít-
ilsháttar flaut af blóði. Hjalti Gíslason kvað þá
við þann hinn afdankaða gamanvísnahöfund:
Það er gott á góðri stund
að gleðjast laus við trega
en Þorbjörn missti meðvitund
meira en venjulega.
Heilann í´ðér þarf að þvo
það getur varla dregist
og láta þig aftur yrkja svo
ekki verði slegist.
Þó að slóðir þræddir yst
þrátt í óðum brýnum
enginn blóði ataðist
út af ljóðum þínum.
Jæja ætli það sé ekki rétt að ljúka þessu með
vísu Bjarna frá Gröf:
Þótt líkaminn sé lúka af mold
og líka brenni í víti sálin
mér finnst gott að hafa hold,
það hressir upp á kvennamálin.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Heilann í´ðér þarf að þvo - það getur varla dregist
Vilborg Davíðsdóttir flytur erindi um
Auði djúpúðgu sem hún nefnir „Einn
kvenmaður.“
Snorrastofa tekur þátt í
Norrænu bókasafnavikunni
Mæðgurnar Svava og Katrín Huld
í Blómasetrinu í Borgarnesi hófu
nýverið leik, sem þær kalla Vetr-
ar-Kærleik. Með honum vilja þær
hvetja samfélagið í Borgarbyggð
til að veita jákvæðni aukna athygli.
„Við ætlum að gefa einum Borg-
firðingi rós, hverja helgi í vetur,“
sagði Katrín Huld í samtali við
Skessuhorn. Hún segist hafa fengið
hugmyndina síðasta vor en fundist
þetta passa betur við á veturna því
fólk þurfi þá meira á því að halda
að minna sig og alla í nærsamfélag-
inu á ljósið í tilverunni. „Við ætl-
um að gera okkar til að minna á það
jákvæða og góða í skammdeginu.
Þannig ákváðum við að hafa Vetr-
ar-Kærleikinn í gangi í allan vet-
ur, trúlega fram að sumardeginum
fyrsta. Það er prýðilegt markmið
finnst okkar,“ segir Kata.
Leikurinn fer þannig fram að til-
nefningar geta farið í gegnum Fa-
cebooksíðu Blómasetursins í einka-
skilaboðum. „Það er einnig hægt
að koma til okkar í Blómasetrið -
Kaffi Kyrrð og tilnefna einhvern
sem á rós vikunnar skilið. Við opn-
um klukkan 11 á morgnana í vet-
ur. Símanúmerið okkar er síðan
437-1878 og auðvitað er hægt að
hringja í okkur og láta vita um til-
nefningar. Við birtum svo á síð-
unni okkar þá sem fá hina vikulegu
rós Vetrar-kærleiksins og ætlum að
senda til birtingar í Skessuhorni
líka. Verum góð við hvort annað og
sýnum kærleik í verki,“ segir Kata.
Rúnar Gíslason er handhafi
fyrstu rósarinnar í Vetrar-Kær-
leiknum. „Rúnar fær hana fyrir,
eins og segir í tilnefningunni; já-
kvæðni og dugnað. Hann hefur líka
látið sér hagsmuni annarra varða og
haft dug í sér að kynna sér málefni
sveitarfélagsins. Þar er hann mikil
fyrirmynd í þátttöku.“
Guðrún Daníelsdóttir fékk svo
aðra rósina, sem afhent var um síð-
ustu helgi, fyrir að vera jákvæð,
hvetjandi, brosmild og að lífga upp
á tilveruna.
mm
Vikulega verður valinn einstaklingur
í Vetrar-Kærleiknum
Gunna Dan fékk rós vikunnar um síðustu helgi í Vetrar-Kær-
leiknum. Rósina fær hún fyrir hvað hún er, eins og segir í
tilnefningunni: „Rosalega jákvæð, hvetjandi, brosmild og
lífgar upp tilveruna hvar sem hún er.“
Rúnar Gíslason fékk fyrstu rósina í Vetrar-Kærleiknum. Hér er
hann ásamt Kötu í Blómasetrinu.