Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 23 Um helgina fór fram áhugaverð sýn- ing í Gamla íþróttahúsinu á Hvann- eyri. Þar stóð Samband borgfirskra kvenna fyrir því að gefa fólki kost á að skoða handverk borgfirskra kvenna síðustu hundrað árin. Tilefnið er 100 ára kosningaafmæli kvenna á Ís- landi. Sýningin var opin á laugardag og sunnudag. „Þetta gekk alveg vonum framar. Miklu betur en við þorðum nokk- urn tímann að vona. Líklega komu alls eitthvað á fjórða hundrað manns þessa tvo daga. Það var líka ánægju- legt að á sýninguna kom fólk lengra að en úr sveitum. Sýningargestir voru frá Reykjavík, Akranesi, Borg- arnesi, Selfossi og jafnvel víðar að. Bæði karlar og konur og fólk á öllum aldri,“ segir Valgerður Björnsdótt- ir formaður Sambands borgfirskra kvenna. Á sýningunni mátti skoða afrakstur ýmiss konar saumaskapar og prjóns. Einnig var útskurður kvenna til sýnis og jafn- vel keramik. „Það vant- aði þó dæmi um nokkr- ar handverksaðferðir svo sem vattarsaum, knipl og fleira. Ef við hefðum haft meiri tíma til und- irbúnings þá hefði tekist að útvega slíka muni því þeir eru til. En sýningin núna um helgina spann- aði samt vel alla söguna í þessi hundrað ár. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í þeg- ar hugmyndin að þess- ar sýningu fæddist nú í vor,“ segir Valgerður. Aðspurð upplýs- ir Valgerður að ellefu kvenfélög séu nú starf- andi innan Sambands borgfirskra kvenna en voru 23 talsins þegar þau voru flest bæði í þéttbýli og víða um sveitir. Á sumum stöðum eins og á Akranesi hefur starfsemi kvenfé- laga lagst af á meðan hún blómstr- ar annars staðar svo sem í Borgar- nesi. Samband borgfirskra kvenna var stofnað 1. júlí 1931 og verður því 85 ára á næsta ári. mþh Fjölmargir listamenn af öllum stærðum og gerðum hafa sett upp myndlistarsýningar víðsvegar á Akranesi í tilefni menningarhátíð- arinnar Vökudaga, sem nú stend- ur sem hæst. Ein þeirra, ung Skaga- mær að nafni Aldís Petra Sigurðar- dóttir, opnaði sýningu í Kirkjuhvoli um síðustu helgi, þar sem hún sýn- ir hluta af verkum sínum. „Ég var örugglega enn á leikskóla þegar ég fékk áhuga fyrir myndlist, ég var alltaf að teikna. Svo var ég hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts í mynd- mennt sem barn og þá fékk ég enn meiri áhuga. Ég lærði mikið af þeim og þá var ekki aftur snúið,“ segir Al- dís í samtali við Skessuhorn. Eftir grunnskóla fór Aldís í Fjölbrauta- skóla Vesturlands þar sem hún lærði í tvö ár. „Svo fór ég í myndlist í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og út- skrifaðist þaðan af myndlistabraut. Ég komst reyndar inn í Listaháskóla Íslands áður en ég útskrifaðist úr FB, ákvað bara að prófa að sækja um og komst inn,“ heldur hún áfram. Aldís var í eitt ár í myndlistardeild LHÍ en fann sig ekki í því námi. „Við vor- um ekki mikið að mála en ég lærði samt auðvitað heilmikið á þessu ári þar.“ Hún fór því og lauk stúdents- prófi við FB og þaðan lá leiðin aft- ur í LHÍ en nú í vöruhönnun, þar sem hún er alsæl og segist hafa lært mikið. Erfiðast að vita hvenær á að hætta „Ég fann mig mun betur í því námi. Ég ákvað samt að taka mér ársleyfi í vetur og fer aftur í skól- ann á næsta ári. Nú er ég að vinna á Skökkinni og reyni að nýta tím- ann til að mála mikið og teikna,“ útskýrir Aldís. Hún segir að eitt af markmiðunum með leyfinu hafi verið að koma upp sýningu og sjá hvernig það gengi. Nú hefur sá draumur gengið eftir en sýning- in í Kirkjuhvoli er fyrsta einka- sýning Aldísar. Þar sýnir hún lit- rík abstrakt málverk í margskon- ar útgáfum. Sýning Aldísar er inn- blásin af járnstól sem hún hannaði og gerði sem lokaverkefni við FB. „Ég málaði hann með sérstakri málningu, sem spornar gegn ryði. Ég heillaðist mjög af þessari máln- ingu. Hún er glansandi og kem- ur í fallegum litum, sem bland- ast skemmtilega saman á mjög til- viljanakenndan hátt. Ég er kom- in með ákveðna tækni við að nota þessa málningu,“ segir Aldís. „Það er líka skemmtilegt að myndirn- ar verða aldrei alveg eins,“ bætir hún við. Hún segist ákveða litina á hverri mynd fyrirfram en reyni í hvert sinn að skapa eitthvað alveg nýtt. „Það er mismunandi hvaða tækni ég nota og hvernig ég blanda litina. Það erfiðasta við hverja mynd er að ákveða hvenær á að hætta, hvenær myndin er tilbúin.“ Aldís segir þessa tækni heilla sig, meðal annars vegna þess að hún sér eitthvað nýtt á hverju málverki í hvert sinn sem hún sér myndina. „Það er mjög misjafnt hvað fólk sér út úr myndunum. Svo finnst mér heillandi hvað ein lítil mistök eða eitt lítið smáatriði geta kom- ið skemmtilega á óvart. Ein mynd getur verið falleg bara út af einu smáatriði,“ segir hún. Fegurð í ljótleikanum Aldís, sem er fædd og uppalin á Akranesi, segir ekki vera mik- ið af listamönnum í fjölskyld- unni. „Reyndar hafa pabbi minn og bróðir teiknað mjög mikið, en kannski helst bara á meðan þeir eru í símanum,“ segir hún bros- andi. „Svo er afi minn mjög list- rænn. Hann tekur mikið af mynd- um og er duglegur að finna eitt- hvað nýtt. Svo er hann að búa til skartgripi úr hreindýrahornum, pússar járn og fleira. Hann segir að ég hafi þetta frá honum,“ segir Aldís og hlær. Ljósmyndaáhugann hefur hún sannarlega, líkt og afi hennar. „Ég byrjaði að taka mynd- ir þegar ég var í fjölbraut og tók ljósmynda áfanga þar. Ég heillaðist alveg af því og eignaðist í kjölfarið fína Canon vél sem ég nota mik- ið,“ segir hún. Aldís segist aðallega taka nærmyndir, mest í slippn- um á Akranesi. „Myndirnar verða svolítið abstrakt. Ég hef gaman af því að fólk fatti ekki alveg hvað er á myndinni. Þannig er hægt að sjá einhverja fegurð í því sem dags- daglega þykir kannski ekki fal- legt,“ útskýrir hún. Er mjög litaglöð Aldís segist mikið vinna í abstrakt og grafískum formum. „Ég vinn sumar myndirnar í tölvu og prenta þær svo út. Svo teikna ég líka alls kyns munstur. Myndirnar mínar eiga það samt allar sameiginlegt að vera litríkar, ég er mjög litaglöð.“ Aldís er þó ekki einungis í mynd- listinni. Hún gerir einnig skúlptúra, einna helst úr járni. „Pínu í stíl við stólinn minn. En ég hef prófað ým- islegt svo sem gifs og leir. En teikn- ingarnar, málverkin og skúlptúr- arnir heilla mig mest.“ Hún segir að draumurinn sé svo að halda ljós- myndasýningu í framtíðinni. „Ég vinn áfram með ljósmyndirnar og teikna inn á þær. Mig langar að fara dýpra í það og eftir það að halda teiknisýningu. Bæði ljósmyndirn- ar og teikningarnar eru mjög ólík- ar þessum myndum sem ég er með hér. Draumurinn er að koma mér á framfæri og að fólk geti farið að panta hjá mér myndir,“ segir mynd- listakonan unga að lokum. Sýning Aldísar verður opin fram á föstudag í Kirkjuhvoli á milli klukkan 16 og 18. grþ „Mynd getur verið falleg bara út af einu smáatriði“ - Rætt við Aldísi Petru Sigurðardóttur, unga myndlistakonu á Akranesi Aldís Petra við eina af myndunum sem eru til sýnis og sölu í Kirkjuhvoli í þessari viku. Stóllinn frægi sem var lokaverkefni Aldísar í FB. Hún heillaðist af áferð málningar- innar og notar nú sömu málningu til að mála myndir. Vel sótt sýning á handverki kvenna Ástríður Sigurðardóttir við rokkinn. Að baki henni frá vinstri eru Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélaga- sambands Íslands, Halldóra Engilbertsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og Valgerður Björnsdóttir formaður Sambands borgfirskra kvenna. Þrír ættliðir borgfirskra kvenna. Frá vinstri, María Jóna Einarsdóttir, dóttir hennar Sesselja Hreggviðsdóttir og Guðrún Grímsdóttir móðir Maríu og amma Sesselju. Einn fjölmargra muna sem voru augnayndi á sýningunni. Veggteppi saumað á Staðarfelli árið 1943 af Kristínu Pétursdóttur frá Skeljabrekku. Margar konur skoðuðu muni sýningarinnar af miklum áhuga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.