Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 21 Styrkumsóknir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála á árinu 2016. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is SKE SS U H O R N 2 01 5 Framleiðendur af snæfellskum mat héldu heimamarkað í Sjávarsafninu í Ólafsvík um helgina. Sem dæmi um afurðir úr héraði mátti þar finna sel- spik, kartöflur, gulrótarköku, egg, hákarlalýsi, birkireykta lúðu, kýr- hakk, kálfakjöt, kýrhamborgara, reykta nautatungu, hjónabands- sælu, harðfisk, hákarl, sæhvannar- pestó, birkireyktan rauðmaga, síld og margt fleira. Var markaðurinn prýðilega sóttur af gestum. Kristinn Kristinsson sjávarlíffræð- ingur sem starfar hjá Rannsóknasetr- inu Vör var einn þeirra sem þátt tóku í markaðinum. Hann sagði í samtali við fréttaritara að gestir hafi skipt hundruðum og bætti við að mjög góð sala hafi verið hjá þeim sem kynntu vörur sínar. Það var Svæðisgarður- inn Snæfellsness sem stóð fyrir þess- ari kynningu sem tókst með afbrigð- um vel, að sögn aðstandenda. Var ekki annað að sjá á gestum að þeim líkaði vel það sem boðið var upp á en auk heimafólks voru fjölmargir er- lendir ferðamenn sem smökkuðu á þeim mat sem í boði var. af Kynntu leyndardóma snæfellskrar matargerðar Gestir voru áhugasamir um snæfellska matarmenningu. Guðrún Gísladóttir kynnti matvæli sín og gaf gestum að smakka og þarna má m.a. sjá franska ferðamenn og ís- lenskan fararstjóra. Ljósm. af. Þessir ungu drengir skoðuðu fiskana sem voru til sýnis og fræddi Kristin Kristinsson sjávarlífsfræðingur drengina um fiskana. Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn var að sjálfsögðu mættur og seldi fismeti. Á myndinni er einn gestanna að bragða á selspiki. Keli vert í Langaholti bauð til mik- illar bjúgnahátíðar á laugardagskvöldinu og hafði meðal annars vin sinn Guðna Má Henn- ingsson sér til halds og trausts. Maturinn á boðstólnum var vissulega óvenjulegur en hluti af matarmenn- ingu svæðisins. Ljósm. hs. Menntaskóli Borgarfjarðar og Nemendagarðar MB leita eftir tilboðum í leigu á tveimur íbúðum að Brákabraut í Borgarnesi sumarið 2016. Leigutímabilið hefst 1. júní 2016 og lýkur 13. ágúst 2016. Íbúðirnar myndu henta ferðaþjónustuaðilum til áframleigu. Um er að ræða tvær bjartar og rúmgóðar íbúðir á jarðhæð við Brákarbraut 8. Íbúðirnar leigjast með húsgögnum. Tilboðið skal sendast til Nemendagarða MB, Borgarbraut 54, 310 Borgarnesi í síðasta lagi 27. nóvember 2015. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Helgu Karlsdóttur í síma 4337700. SK ES SU H O R N 2 01 5 Íbúðir til leigu næsta sumar íslensk hönnun . íslensk framleiðsla Ármúli 17a . Reykjavík . sími: 588 9933 . fax: 588 9940 | Miðás 9 . Egilsstaðir . sími: 470 1600 . fax: 471 1074 | www.brunas.is * Flytjandi ytur vöruna á þá stöð sem næst er viðskiptavini FRÍR FLUTNINGUR Hvert á land sem er* Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.