Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.11.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201522 „Við stöndum frammi fyrir tíma- mótum. Augljóst er að það er miklu meiri áhugi nú á að nýta þang og þara í Breiðafirði heldur en verið hefur. Nú þurfum við að fara varlega. Hing- að til hafa menn verið að nýta þarann. Það er komin ákveðin reynsla á það. Hins vegar hefur þangið minna verið nýtt. Nú er hins vegar talað um stór- fellda þangvinnslu og það af þremur aðilum. Ég hef áhyggjur ef menn ætla sér að fara af stað og moka upp þara og þangi án þess að neinar mæling- ar verði gerðar á undan, né að sýnd verði viðleitni til þess að nýtingin verði sjálfbær,“ segir doktor Jón Einar Jónsson í Stykkishólmi. Hann hefur veitt Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi forstöðu síðan 2007 og hefur mikla reynslu af rannsóknum á lífríki Breiðafjarðar. Rætt er við hann um þang og þara, rannsóknir á æðar- fugli og sitthvað fleira. Undirstaða vistkerfanna Jón Einar segir að samkvæmt því sem komið hefur fram í fjölmiðlum stefni nú í að eitt fyrirtæki hyggist koma upp vinnslu með þang og þara sem hráefni í Stykkishólmi og annað á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Síðan hafi Þörungavinnslan á Reykhólum lýst áformum um vilja til stækkunar. „Í Stykkishólmi hefur verið nefnt að vinna úr 50 þúsund tonnum af þara á ári. Hingað til hefur Þörungavinnsl- an á Reykhólum tekið 8 til 12 þúsund tonn árlega. Við erum því að tala um nálega fimmföldun í sókn frá því sem nú er, bara ef við lítum til áformanna í Stykkishólmi. Við þetta bætast svo þau áform sem eru uppi um vinnslu á Miðhrauni en ég hef ekki séð hvaða tölur eru nefndar þar.“ Hann bendir á að þang og þari séu undirstöður lífríkisins á grunnslóð- inni. „Þetta er óumdeilanlegt. Þýð- ing hvors tveggja er geysimikilvæg fyrir vistkerfið í Breiðafirði. Þarinn er til að mynda uppeldissvæði fyrir smá- fisk. Nóg er að nefna hrognkelsin í því samhengi. Í klóþangi lifa marflær sem ungar æðarfuglsins nærast á. Það er þekkt úr rannsóknum að aðrar teg- undir af þangi eru ekki búsvæði fyrir æðarkollur með unga. Þetta eru bara tvö dæmi.“ Brýn þörf á frekari rannsóknum Jón segir að ólíku sé saman að jafna, þangi annars vegar og svo þaranum. Það er einkum þarinn sem nýttur hef- ur verið til þessa. „Þarinn nær að vaxa að nýju á nokkrum árum. Þá er hægt að slá hann aftur. Það vantar frekari rannsóknir, kanna þarf betur hvaða áhrif þetta hefur á lífríkið og hver viðbrögð þangsins og þarans eru við svona slætti. Ég er til dæmis ekki viss um að þangið bregðist eins við slætti og þarinn. Þangið er uppi í fjöru en þarinn er neðan stórstraumsfjöru. Þetta eru tvö mismunandi búsvæði, annað í fjöru en hitt á grunnsævi.“ Að sögn Jóns er í raun sáralítið vit- að um hvaða áhrif þara- og þang- sláttur hefur á lífríkið og vistkerfin í fjörum og á grunnsævi hér við land. „Það eru þó til rannsóknir frá Noregi og Kanada því þar eru þessi mál líka í brennidepli. Umræðan um þau hefur verið lífleg í báðum þessum löndum. Þar er um að ræða svipuð umhverfis- skilyrði og hér og sömu tegundir sem menn hafa haft áhuga á að nýta í at- vinnuskyni.“ Hann lýsir eftir því að farið verði í frekari rannsóknir. „Við erum nú með ágætt verkefni þar sem stundaðar eru rannsóknir á hörpuskelinni í sam- vinnu atvinnulífs og vísindamanna. Ég sé fyrir mér að svipað megi gera með þangið og þarann. Þar yrði þá yrði reynt að meta betur hve mikið er af þessum sjávargróðri í Breiðafirði. Við vitum ekki nægilega mikið um vöxt, aðgengi og áfram má telja. Svo væri mjög fróðlegt að fylgjast með hvernig lífríkinu reiðir af í ákveðn- um þang- og þarareitum bæði fyrir og eftir slátt. Það er heilmikið dýralíf sem byggir tilveru sína á þessum sjáv- arplöntum. Hversu hratt og hvernig snýr það aftur þegar gróðurinn hef- ur verið fjarlægður? Allt svona hlýt- ur að vera eitthvað sem við þurfum að vita áður en farið er af stað í stórfellda nýtingu.“ Sjófuglar áttu ágætt sumar Eins fram kom í upphafi þá veitir Jón Einar forstöðu Rannsóknasetri Há- skóla Íslands í Stykkishólmi. Þar eru meðal annars stundaðar rannsóknir á fuglum í Breiðafirði. Sjálfur er Jón Einar með doktorsgráðu frá Louisi- ana State University í Bandaríkjun- um þar sem hann rannsakaði vistfræði og atferli snjógæsa. Jón Einar segir að í sumar hafi rofað til í afkomu ritu, kríu og lunda á og við Breiðafjörð eft- ir mörg mögur ár. „Þessar tegundir fengu þokkalegt sumar. Í fuglataln- ingum okkar núna sáum við rituunga í hreiðrum. Lundinn var að bera síli og það komu fleygir kríuungar. Það er svo spurning hvað eitt svona stakt ár gerir í nýliðun stofnanna. Síðast- liðið sumar var sjórinn aðeins kald- ari en undangengin sumur. Makrílinn kom seint. Þetta er það sem var öðru- vísi samanborið við síðustu sumur. Í kjölfarið gerist svo það að við sjáum að sjófuglategundir í og við Breiða- fjörð ná að hjarna við.“ Jón Einar segist ekki geta svarað því með vissu hvort makríllinn taki fæðu frá sjófuglunum. „Sjómennirnir eru margir hverjir hrifnir af þeirri kenn- ingu og ég held að það sé alveg vit í henni. Það hlýtur að hafa áhrif þegar svona flökkutegundir koma í stórum stíl inn í vistkerfin.“ Rýrt sumar hjá æðarfugli Spjallið berst að æðarfuglinum. Líf- fræðingar Rannsóknasetursins hafa stundað töluverðar rannsóknir á hon- um undanfarin ár. „Æðarfuglinn byrj- aði seint að verpa í vor. Þar var svona viku til upp undir hálfum mánuði seinna en í meðalári. Það voru ekki margir æðarungar sem komust á legg. Þeir voru 0,4 á hverja æðarkollu og litlir lengi framan af. Við vorum að sjá litla unga í lok júlí þegar þeir áttu að vera orðnir þriðjungur til helming- ur af stærð fullorðinna fugla stærð.“ Var þetta vegna þess að vorið var kalt? „Ætli það hafi ekki frekar verið vetur- inn sem var mjög erfiður. Allur þessi lægðagangur síðasta vetur hlýtur að hafa gert fullorðna fuglinum erfitt fyrir varðandi köfun og fæðuöflun. Sjórinn lék á reiðiskjálfi frá nóvem- ber og fram eftir vorinu með einum 40 kröppum lægðum sem gengu yfir á nokkrum mánuðum.“ Fara víða um á veturna Auk þess að fylgjast með því hvern- ig æðarfuglarnir þrifust voru stund- aðar fuglamerkingar. „Við merkt- um 198 æðarkollur með sérstökum litmerkjum til að greina á milli hvar þær höfðu hreiður sín. Svo fengu 30 til 40 æðarkollur svokallaðan dæg- urrita. Það er rafeindatæki sem fest var við þær og skráir sjálfkrafa ýmis gögn svo sem hvert fuglarnir fara. Þessi tæki þurfum við að enduheimta næsta vor.“ Nú í sumar voru 21 svona tæki endurheimt af æðarfuglum sem fengu þau sumarið 2014. Jón Einar segir að af gögnum úr þeim megi lesa að fuglarnir fari víða á veturna. „Svo virðist sem vetrarstöðvar æðarfugls sem dvelst á sumrin við innanverðan Breiðafjörð nái frá Reykjanesi í suðri vestur á firði í norðri. Þar má tala um allt vestur í Arnarfjörð og Dýrafjörð. Fuglarnir virðast dvelja sunnan Snæ- fellsness hluta úr vetri og síðan einnig norðanmegin.“ Hann ítrekar þó að þessi skemmti- lega vitneskja byggist enn á frum- niðurstöðum úr rannsóknargögnum. „Við eigum eftir að greina þau betur. Samt er þarna að koma fram áhuga- verð þekking sem við höfum ekki vit- að áður. Það eina sem hefur verið nokkuð víst er að æðarfuglinn er stað- bundinn við Ísland allt árið. Hann er ekki farfugl í ferðum til nágrannaland- anna. Fuglar frá Austur Grænlandi hafa hins vegar komið inn í íslensku lögsöguna. Svo eru Norðmenn að fara að birta niðurstöður sem benda til að æðarfugl á Svalbarða leiti suður á bóginn á veturna og séu þá jafnvel út af Austfjörðum hér við land.“ Æðarfuglinn er íhaldssamur Æðarkollurnar eru síðan mjög fast- heldnar á hreiðurstaði sína. „Þær koma alltaf á sama stað til að verpa og eiga hreiður. Þær eru mjög íhalds- samar í þeim efnum og liggja á sömu eyju eða hólma. Af þessum 21 sem við náðum aftur merkjum af, þá var fjórðungur þeirra í nákvæmlega sama hreiðri og árið á undan. Hinar höfðu fært sig um 10 til 20 metra og voru svo tvær sem færðu sig um hundrað metra frá hreiðurstæði ársins á undan.“ Jón Einar segir að ljóst sé að skyldar koll- ur verpi gjarnan í nálægð hver við aðra. „Ungarnir frá fyrri árum koma heim í varpið til mömmu og eiga þar sín hreiður. Við erum sjálfsagt með mæðgur og frænkur á svipuðum varpslóðum. Þegar þær færa hreiðrin þá gera þær það líka saman. Þær halda hópinn .“ Starfsmenn Rannsóknasetursins hafa auk þessa meðal annars stundað rannsóknir á eiginleikum æðardúns í samvinnu við erlenda kollega. Niður- staðna úr því rannsóknarverkefni er að vænta á næsta ári. mþh Dr. Jón Einar Jónsson dýravistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi: Varar við að farið verði of geyst í að auka nýtingu á þangi og þara Dr. Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Ljósm. Jón Örn Guðbjartsson. Hér vinnu Jón Einar ásamt Árna Ásgeirssyni við rannsóknir á æðarfugli í eyjum Breiðafjarðar. Breiðfirsk æðarkolla sem verið er að rannsaka. Nordisk biblioteksvecka Vänskap i Norden Nordisk biblioteksuge Venskab i Norden Nordisk bibliotekuke Vennskap i Norden Pohjoismainen kirjastoviikko Ystävyys Pohjolassa Norræn bókasafnavika Vinátta á Norðurlöndum Norðurlendsk bókasavnsvika Vinalag í Norðurlondum Davviriikkalaš girjerájusvahkku Ustitvuohta Davvin Nunat Avannarliit atuagaateqarfiisa sapaatip-akunnerat Avannaani Ikinngutigiinneq 9/11 – 15/11 2015 www.bibliotek.org Sa ra L un db er g, S ve ri ge Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 • bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is Norræn bókasafnavika 9. – 15. nóvember Mánudaginn 9. nóvember kl. 18:00 Upplestur í ljósaskiptunum, Guðjón Brjánsson forstjóri HVE les úr Egils sögu Tónlistaratriði, Kvennakórinn Ymur Kaffi, djús og kleinur í boði Norræna félagsins á Akranesi Fimmtudaginn 12. nóvember er sögustund fyrir börn kl. 16.30. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnin sín Þema vikunnar er vinátta á Norðurlöndunum Bókasafn Akraness og Norræna félagið á Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 5 Nordisk biblioteksveckaVänskap i Norden Nordisk biblioteksugeVenskab i Norden Nordisk bibliotekukeVennskap i Norden Pohjoismainen kirjastoviikkoYstävyys Pohjolassa Norræn bókasafnavikaVinátta á Norðurlöndum Norðurlendsk bókasavnsvikaVinalag í Norðurlondum Davviriikkalaš girjerájusvahkkuUstitvuohta Davvin Nunat Avannarliit atuagaateqarfiisasapaatip-akunneratAvannaani Ikinngutigiinneq 9/11 – 15/11 2015 www.bibliotek.org Sa ra L un db er g, S ve ri ge

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.