Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Síða 16

Skessuhorn - 18.11.2015, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 201516 „Þetta skiptir máli og sýnir að gæði og fjölbreytni ferðaþjónust- unnar á Vesturlandi hafa aukist. Gæði þjónustunnar, fjölbreytt af- þreying, valkostir í gistingu og heilsársopnun skipta máli. Gott orðspor er besta markaðssetning- in. Þau fyrirtæki sem hafa sérstöðu og standa sig þurfa ekki einu sinni að auglýsa sig. Orðspor þeirra spyrst út,“ segir Rósa Björk Hall- dórsdóttir um tilnefningu Lonely Planet-ferðahandbókaútgáfunn- ar á Vesturlandi sem annað áhuga- verðasta landssvæði heimsins að sækja heim á næsta ári. Rósa þekk- ir mjög vel til ferðaþjónustunnar á Vesturlandi eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Vesturslands á árunum 2010 – 2015. Ekki er á neinn hallað þó sagt sé að Rósa Björk eigi stóran hlut í því að byggja upp Markaðs- stofu Vesturlands þar sem unn- ið hefur verið ötullega að því að koma Vesturlandi á alþjóðakortið í ferðamálum. Rósa lét af störfum hjá Markaðsstofunni í mars síðast- liðinn en hefur þó örugglega ekki hætt að starfa innan ferðaþjón- ustunnar. Hún er með mörg járn í eldinum. Við hittum hana í lið- inni viku og byrjuðum á að ræða um Lonely Planet-tilnefninguna og ferðaþjónustu á Vesturlandi. Áralöng vinna ber ávöxt „Ég hef þá trú að þessi tilnefning muni skila ávinningi fyrir ferða- þjónustuna á Vesturlandi. Viður- kenningar eru alltaf af hinu góða. Lonely Planet-bækurnar eru biblíur ferðamannsins. Það er auð- vitað til mikið af ferðahandbókum en þessar eru vinsælastar um heim allan. Það sem hefur einkennt gerð þeirra er að fólk á vegum út- gáfunnar fer til ákveðinna svæða eða landa og heimsækir fyrirtæki meðal annars. Blaðamenn tilkynna ekki komu sína alla jafnan held- ur athuga hvers þeir verða vísari án þess að nokkuð beri á og skrifa síðan hreinskilningslega út frá sinni reynslu. Þetta hafa þótt trú- verðug vinnubrögð í augum ferða- fólks,“ segir Rósa. Sjálf þekkir hún vel til Lonely Planet vegna þess að starfsfólk Markaðsstofunnar hef- ur lengi verið í góðu sambandi við blaðamenn sem starfa á vegum ferðabókaútgáfunnar. Rósa útskýr- ir þetta nánar. „Ég skipulagði oft ferðir fyrir blaðamenn frá Lonely Planet þegar þeir voru að koma og heimsækja Vesturland eða var þeim innan handar. Ég lagði áherslu á að vera í virku sambandi við blaða- menn Lonely Planet og aðra fjöl- miðlamenn sem skiptu máli, að láta þá vita af því jákvæða sem var að gerast í landshlutanum, hvort sem það voru spennandi nýjungar hjá fyrirtækjum sem hér voru fyr- ir, ný afþreying, áhugaverðir gisti- staðir eða veitingarekstur.“ Leita þess sem gefur sérstöðu Þróunin hefur verið hröð innan ferðaþjónustunnar á Vesturlandi á undanförnum árum þar sem nýj- ungar eins og ísgöngin í Langjökli hafa komið fram á sjónarsviðið. „Áður en Ísgöngin komu þá voru ekki mjög margir stórir seglar eða afþreyingarfyrirtæki sem voru að draga fólk inn á Vesturland þó vissulega væri náttúran falleg. Helst voru það Sæferðir í Stykk- ishólmi, Láki Tours á Grundar- firði, Landnámssetrið í Borgarnesi og Reykholt að sjálfsögðu. Í svona handbókum verður að vera eitt- hvað óvenjulegt og spennandi sem vekur athygli ferðamanna. Það er ekki nóg að vera bara með fallega náttúru, hún er víða á Íslandi. Sér- staklega á þetta við yfir vetrartím- ann þegar þjónustan er almennt minni og aðgengi að svæðum er erfiðara. Ferðaþjónustuaðilar, eins og þeir sem eru með ferðir í Vatns- hellirinn á Snæfellsnesi og nú Ís- göngin í Langjökli, eiga hrós skil- ið fyrir að halda opnu allt árið um kring og oft við erfiðar aðstæður. Útgefendur ferðahandbóka eru alltaf að leita að einhverju sérstöku en þá skiptir máli að þjónustan sé til staðar allt árið.“ Landvarsla og leiðsögn Eins og kom fram í upphafi við- talsins þá lét Rósa Björk af störf- um sem framkvæmdastjóri Mark- aðsstofu Vesturlands í mars síðast- liðnum. Hún flutti þó ekki á brott og býr enn á Vesturlandi, nánar tiltekið í Hvalfjarðarsveit. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvað Rósa gerði eftir að störfum henn- ar lauk á Markaðsstofunni. „Ég dreif mig á landvarðanámskeið. Á Markaðsstofunni hafði ég í nokk- ur ár verið í krefjandi starfi en með mikilli inniveru. Útivistaráhuginn hafði á sínum tíma dregið mig inn í ferðaþjónustugreinina. Nú fannst mér ég hafa varið nógu miklum tíma sem innipúki á Markaðs- stofunni. Því réði ég mig til starfa sem landvörður við þjóðgarðinn á Þingvöllum þegar ég hafði lokið landvarðanámskeiðinu. Mig lang- aði til að eiga sumar þar sem ég væri í útivinnu. Þjóðgarðar eru líka eitt af mínum hjartans málum. Við eigum ekki nema þrjá slíka hér á landi. Ég þekki ágætlega til Snæ- fellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Ég hef reyndar setið sem varaformaður stjórnar Vatna- jökulsþjóðgarðs í fimm ár en er nýhætt. Mig langaði til að kynna mér þjóðgarðinn á Þingvöllum. Það var mjög gaman á Þingvöllum í sumar. Fjölbreytt störf og næg útivera,“ segir Rósa Björk. Auk þess að sinna landvörslu á Þingvöllum hefur hún nokkrum sinnum farið sem leiðsögumað- ur í Ísgöngin í Langjökli. „Þau eru mjög spennandi. Þegar ég tek á móti gestum þar þá nýt ég þess sérstaklega að fara með fólk inn í jökullinn sem kannski hefur aldrei upplifað ís, snjó og hvað þá jök- ul. Það er líka svo gaman að fræða fólkið um jökla og segja þeim hversu mikilvægir þeir eru til að mynda sem vatnsforðabúr. Þeir eru ekki síður mikilvægir en regnskóg- arnir fyrir vistkerfi heimsins. Fólk verður líka meðvitaðra um að jökl- arnir eru að hopa og allt þetta leið- ir hugann að hlýnun jarðar, um- hverfismálum og gerir fólkið með- vitaðra um þau. Þetta er líka flott verkefni því sjálf göngin skilja ekki eftir sig mikil inngrip í náttúrunni. Á endanum munu þau hverfa án þess að skilja nein spor eftir sig í umhverfinu.“ Nýtt umhverfisverkefni Þessi síðustu orð endurspegla áhuga Rósu á umhverfismálum. „Nú í haust minnkaði ég við mig vinnu á Þingvöllum niður í 40% starf, meðal annars til að geta helgað meira af tíma mínum í nýtt verkefni sem ég vinn með. Ég fékk styrk frá Atvinnusjóði kvenna í vor, en með þeim stuðningi gat ég þreifað fyrir mér með umrætt verkefni. Það snýr að því að finna vistvæn en jafnframt hagkvæm efni sem gætu hugsanlega leyst af hólmi einnota umbúðir sem eru alla jafnan úr plasti. Ég kom sam- an þverfaglegum rýnihópi sem ég kalla saman til skrafs og ráðagerða. Hér erum við þó ekki að finna upp hjólið, það er verið að vinna svip- uð verkefni erlendis. En til þess að halda fótsporunum í lágmarki vilj- um við framleiða umbúðir úr okk- ar nærumhverfi, efnivið sem kem- ur frá náttúrunni hér á Íslandi, eða falla til í ræktun eða framleiðslu- ferli matvæla svo sem í landbúnaði og sjávarútvegi.“ Rósa segir að hluti verkefnis- ins sé kominn af stað en sá hluti er í samvinnu við garðyrkjubænd- ur. Einnig mun hún skoða bet- ur samstarf við kjötiðnað og sjáv- arútveg en allar þessar matvæla- framleiðslugreinar nota mikið af umbúðum. Um leið falli til hrá- efni í matvælaframleiðslunni sem nota mætti í umbúðir fyrir vör- urnar. „Sellulósi eða trefjaefni er í dag ónýtt hliðarafurð við ræktun á paprikum og tómötum en þess- ar plöntur eru einærar. Frá þess- ari hliðarafurð er hægt að búa til pappamassa sem síðan má búa til umbúðir úr og nota til að pakka inn grænmetinu. Sveppum er hægt að pakka í umbúðir unnar úr sveppamassa unnum úr sveppa- þráðum. Rækjum mætti pakka í umbúðir sem eru unnar úr rækju- skel. Það er líka hægt að vinna um- búðir úr þara. Allt eru þetta vist- vænar lausnir og framleiðsla á svona umbúðum gæti skapað ný störf. Íslendingar þurfa að kanna þessa möguleika. Það er aukin vit- undarvakning meðal neytenda að sniðganga plast og plastumbúð- ir og þessu munu framleiðendur þurfa að bregðast við í framtíðinni. Plastið mengar og er hættulegt líf- ríkinu bæði í sjó og á landi en líf- efnin og lífmassinn sem við gætum nýtt er skaðlaust og brotnar niður í náttúrunni. Mannlíf og listir á norðurslóðum Rósa hefur komið víðar við á árinu sem er að líða. Rétt fyrir jólin í fyrra var henni boðið af samtökum ferðaþjónustu í Suður-Grænlandi að koma þangað og halda erindi. Sú ferð myndaði mikilvæg tengsl sem gætu opnað nýja möguleika. „Á árinu hef ég svo setið í stýri- hópi með fólki frá Suður-Græn- Rósa Björk Halldórsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands: Sinnir landvörslu, leiðsögn, umhverfismálum og mannlífi norðurslóða Rósa Björk Halldórsdóttir hefur í nægu að snúast þótt hún hafi kvatt Markaðsstofu Vesturlands fyrr á árinu. Rósa með Maria Shishigina-Palsson vinkonu sinni, en Maria er frá Jakútíu í Síberíu. Þær eru klæddar í þjóðbúninga frá Jakútíu, nánar tiltekið brúðarklæði. Myndin var tekin í síðasta mánuði þegar sýningin Frumbyggjalist heimskautasvæðanna stóð yfir í Reykjavík. Útivist hefur lengi verið eitt af áhugamálum Rósu. Hér er hún í ferð heima í Hval- fjarðarsveit ásamt hundi sínum Latínó.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.