Fréttablaðið - 06.11.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Fræðsla Íslandsbanka
islandsbanki.is/vidburdir
Norðurturn, 9. hæð12:00-12:457. nóvember
Barneignir og fjármál
VIÐSKIPTI Verðbréfafyrirtækið
Íslensk verðbréf, sem heldur utan
um fjármögnun á hinu nýstofnaða
flugfélagi Play, fundar þessa dagana
með ýmsum innlendum fjárfestum
í því skyni að af la félaginu um 12
milljónir evra, jafnvirði um 1.700
milljóna króna, í aukið hlutafé.
Jóhann M. Ólafsson, fram
kvæmdastjóri ÍV, segir að hins
vegar sé „búið að tryggja grunn
fjármögnun að uppfylltum vissum
fyrirvörum og skilyrðum, svo sem
endanlegri veitingu f lugrekstrar
leyfis“. Hann vill ekki tjá sig um
heildarupphæðina en segir hana
blöndu af hlutafé og lánsfé.
Samkvæmt heimildum Markað
arins er stærstur hluti fjármögnun
arinnar, eða í kringum 40 milljónir
evra, í formi lánsfjár, með breytirétt
í hlutafé, frá breskum fjárfestingar
sjóði. – thf, hvj / sjá Markaðinn
Freista þess að
afla Play 1.700
milljónir króna
VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir hafa á
undanförnum árum dregið úr eign
sinni í innlendum hlutabréfasjóð
um og á sama tíma hefur almennum
fjárfestum á hlutabréfamarkaði
fækkað. Þannig er minna fjármagn
á hlutabréfamarkaðinum í virkri
stýringu sem gerir það að verkum
að markaðurinn virkar ekki sem
skyldi, að sögn einkafjárfesta og
verðbréfasjóða.
„Það eru mjög fáir virkir fjár
festar að færa sig á milli félaga eftir
því sem möguleikar eða forsendur
breytast. Ef við hugsum dæmið til
enda þá verðum við með kapítalískt
kerfi án kapítalista þar sem emb
ættismenn stýra fyrirtækjunum.
Við þurfum f leiri hluthafa sem
hætta sínu sjálfsaf lafé en kerfið í
dag er þvert á móti að stækka líf
eyris sjóðina enn frekar,“ segir
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar,
í samtali við Markaðinn.
Davíð Rúdólfsson, forstöðu
maður eignastýringar hjá Gildi líf
eyrissjóði, segist ekki hafa miklar
áhyggjur af veltunni. „Heilt yfir
hefur veltan verið ágæt á innlenda
markaðinum og seljanleiki á bréf
um flestra skráðu félaganna verið
vel ásættanlegur. Það er mikilvægt
að hafa góðan seljanleika og skil
virka verðmyndun en ég held að við
stöndum ágætlega að vígi varðandi
hvort tveggja,“ segir Davíð.
„Fáir aðilar og gríðarstór og dreifð
eignasöfn gera það að verkum að líf
eyrissjóðirnir eru ekki sérstaklega
virkir þátttakendur á íslenskum
hlutabréfamarkaði,“ segir Svan
hildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórn
armaður í VÍS.
„Allt sparifé landsmanna sogast
inn í lífeyrissjóðakerfið,“ útskýrir
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
og aðaleigandi Brims. „Þar er allur
sparnaðurinn og það er áhyggjuefni
ef sjóðirnir verða afl í samfélaginu
sem þolir enga skoðun.“
Frjálsari ráðstöfun á séreignar
sparnaði og skattaívilnanir vegna
fjárfestingar í hlutabréfum, eins
og lagt er til í Hvítbókinni um fjár
málakerfið, gætu vegið upp á móti
lítilli virkni á markaðinum. Þá eru
vonir bundnar við það að Ísland
verði gjaldgengt í vísitölur stærsta
vísitölufyrirtækis heims á næsta ári.
Viðmælendur á fjármálamarkaði
telja sumir meiri líkur á afskrán
ingum félaga í Kauphöllinni en
nýskráningum á næsta ári. „Það
hlýtur að vera að fjárfestar, sem fá
ekki þann aðgang að fjármagni sem
hlutabréfamarkaður á að veita þeim
en eru hins vegar með alla upplýs
ingaskylduna, velti fyrir sér hvort
það sé þess virði að hafa fyrirtækin
áfram skráð,“ segir Heiðar.
– þfh / sjá Markaðinn
Allt sparifé sogast inn í kerfið
Fjárfestar hafa áhyggjur af stækkun lífeyrissjóða. Lífeyriskerfið taki til sín megnið af sparnaði hagkerfis-
ins sem dragi úr virkni hlutabréfamarkaðar. Afskráningar taldar líklegri en nýskráningar á næsta ári.
Við þurfum fleiri
hluthafa sem hætta
sínu sjálfsaflafé en kerfið er í
dag þvert á móti að stækka
lífeyrissjóðina enn frekar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar
Yfir 600 unglingar taka þátt í hæfileikakeppninni Skrekk sem fer fram í Borgarleikhúsinu. Sýna ungmennina frumsamin atriði fyrir hönd skóla sinna. Spreyta þau sig í leik-
list, söng, dansi, hljóðfæraleik og annarri sviðsvinnu. Annað undanrásakvöldið af þremur fór fram í gær en úrslit lágu ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI +PLÚS
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
8
-B
0
6
4
2
4
2
8
-A
F
2
8
2
4
2
8
-A
D
E
C
2
4
2
8
-A
C
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K