Fréttablaðið - 06.11.2019, Síða 6
SÆMUNDUR
Megas tekur lagið | Magga Stína les upp
Tilboð á barnum og stemning í anda skáldsins
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir
Meistaraverk Megasar, BJÖRN OG SVEINN, er loksins fáanlegt
aftur. Bókin sem bókmenntaelítan hafnaði árið 1994 á meira erindi en
nokkru sinni, á MeToo-tímum. Marglaga Íslandssaga sögð af hugrekki
og með mergjuðu tungutaki sem á sér engan sinn líka.
Fögnum
með Megas
i
Skáldsagan BJÖRN OG SVEINN rekur ferðalag feðga tveggja
um nætur líf og undirheima Reykjavíkur og fýsnir þeirra grimmar.
Þótt þeir séu á ferð í nálægum samtíma, liggja rætur þeirra þó djúpt
í íslenskri fortíð og sagnasjóði, þar sem eru feðgarnir Axlar-Björn og
Sveinn skotti á 16. og 17. öld. Aukheldur telja þeir til frændsemi við öllu
frægari kumpána losta og glæpa, ekki síst þann Don Juan sem helst á
óperu Mozarts, Don Giovanni, líf sitt að þakka.
Útgáfuhóf í Ægisgarði, Eyjarslóð 5 í Reykjavík
fimmtudaginn 7. nóvember kl. 17.00
ORKUMÁL Risavaxið ylræktarver
Paradise Farm sem nú er verið
að kanna hvort risið geti í Ölfusi
myndi fullbyggt þurfa 150 mega-
vött af raforku. Það samsvarar
hámarksaf köstum Blönduvirkj-
unar.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda og
einn aðstandenda Paradise Farms,
segir ýmsa raforkusala koma til
greina. „Menn eru talsvert áhuga-
samir,“ svarar Gunnar um viðbrögð
raforkusala til þessa.
„Það er til talsverð orka inni á
kerfinu en það er bara spurning
hvar er hægt að nota hana,“ bætir
Gunnar við og útskýrir að ýmis
tæknileg atriði þurfi að leysa varð-
andi f lutning á raforku fyrir starf-
semi Paradise Farms og að það
muni kosti miklar fjárfestingar.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær standa erlendir fjárfestar
að Paradise Farm. Ætlunin er að
byrja starfsemina á tíu hekturum
undir glerþaki og stækka síðan á
endanum upp í fimmtíu hektara –
eða 500 þúsund fermetra. Rækta á
ýmiss konar grænmeti og ávexti
með áherslu á útf lutning.
Gefur augaleið að umsvifin yrðu
gríðarleg. Aðspurður um ljósmeng-
un segir Gunnar að reynt yrði að
draga úr henni eins og mögulegt
sé með tjöldum fyrir ofan ljósin.
Ekki myndi stafa önnur mengun
frá starfseminni.
„Í nýjum stöðvum er hringrásar-
kerfi þannig að það er alltaf verið
að nýta sama áburðarvatnið og
ekki verið að setja það út í nátt-
úruna,“ segir Gunnar. Talsvert
afrennsli af volgu vatni mætti nýta
í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir
að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo
þurfum við að vinna í að breyta
kolsýrunni sem kemur úr Hellis-
heiðarvirkjun í kolefni sem við
gætum notað við ræktunina og
gert virkjunina umhverfisvænni í
leiðinni.“
Að sögn Gunnars var hann ekki
mjög trúaður á verkefnið í byrjun.
„En eftir því sem maður skoðar
þetta meira er þetta alltaf að verða
fýsilegra.
Fyrst þetta er hægt í landlausu
landi eins og Hollandi þar sem
menn reisa svona garðyrkjustöðvar
án þess að blikna, hvers vegna ætti
það þá ekki að vera mögulegt hér?“
gar@frettabladid.is
Risagróðurhús þyrfti
orku Blönduvirkjunar
Paradise Farm þarf raforku sem samsvarar hámarksafli Blönduvirkjunar ef
áform um 500 þúsund fermetra gróðurhús verða að veruleika. Talsmaður
segir að leggja þyrfti í miklar fjárfestingar til að flytja raforkuna að stöðinni.
Ylrækt hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Myndin er úr gróðurhúsi Lambhaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Menn eru talsvert
áhugasamir.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda
BANDARÍKIN Rúmlega tveir þriðju
Bandaríkjamanna telja sig ekki
betur stadda fjárhagslega í dag en
áður en Donald Trump varð forseti
Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í
niðurstöðum nýrrar könnunar dag-
blaðsins Financial Times og Peter G.
Peterson-stofnunarinnar.
Alls segja 31 prósent Bandaríkja-
manna sig vera verr stadda fjár-
hagslega í dag en þegar Trump varð
forseti í byrjun árs 2017. Þá segja 33
prósent stöðuna vera eins. Svo segja
35 prósent að staðan sé betri.
Niðurstaðan vekur efasemdir um
að efnahagsstaða Bandaríkjanna
verði vatn á myllu Trumps í forseta-
kosningunum á næsta ári. Í hugum
hins almenna borgara vega persónu-
leg fjármál þyngra en framkoma for-
setans. Margir kjósendur Vestanhafs
fá fréttir helst í gegnum staðarmiðla,
þar sem misdjúpt er fjallað um emb-
ættisfærslur forsetans. Samkvæmt
nýrri könnun PEW treysta Banda-
ríkjamenn frekar staðarmiðlum en
stærri fjölmiðlum.
Fram til þessa hefur verið talið
að Trump ætti góðan möguleika
á endurkjöri. Staða hans er sterk á
samfélagsmiðlum og efnahagurinn
er á góðri siglingu, verg landsfram-
leiðsla jókst um 1,9 prósent á þriðja
fjórðungi þessa árs.
„Besti efnahagur í sögu Bandaríkj-
anna!“ sagði Trump í tísti. Þetta tíst,
og fleiri ummæli í þá veru, benda til
að sterkur efnahagur verði grund-
vallarstefið í komandi kosninga-
baráttu.
Djúp gjá er á milli Demókrata
og Repúblikana í könnuninni.
Segja talsvert fleiri Demókratar en
Repúblikanar að efnahagur þeirra sé
eins í dag og áður en Trump tók við.
Eru Demókratar talsvert líklegri til
að lýsa stöðunni sem versnandi og
öfugt.
Financial Times hefur eftir Larry
Sabato, forstöðumanni stjórnmála-
fræðistofnunar Virginíuháskóla, að
það sé helst stríð eða stór uppákoma
sem trompi efnahaginn í kosning-
um. „Í þessu tilfelli er það persóna
Donalds Trump sem trompar efna-
haginn,“ segir Sabato.
Niðurstöður könnunarinnar
benda til að það séu helst lág laun
sem trufli kjósendur. Sögðu 36 pró-
sent að tekjur þeirra væru helsta
vandamálið, 19 prósent sögðu það
skuldir. 39 prósent sögðu að tekjur
þeirra hefðu batnað. Eru það helst
háskólamenntaðir karlmenn sem
eru jákvæðir um efnahag sinn undir
stjórn Trumps.
arib@frettabladid.is
Setur strik í reikninginn hjá Trump
Efasemdir eru um að góð efnahagsstaða verði vatn á myllu
Trumps í forsetakosningunum á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY +PLÚS
6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-D
C
D
4
2
4
2
8
-D
B
9
8
2
4
2
8
-D
A
5
C
2
4
2
8
-D
9
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K