Fréttablaðið - 06.11.2019, Qupperneq 12
Það er mjög gefandi
að sjá leikmenn sem
ég hef fylgst með síðan þeir
voru ungir pjakkar vera
komna í landsliðið.
Tryggðu þér áskrift
Í KVÖLD
KL. 19:05
ATH! Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Golf
6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
BANDÝ Íslenska karlalandsliðið í
bandý leikur um næstu helgi sína
fyrstu heimaleiki í undirbúningi
sínum fyrir undankeppni HM sem
haldin verður í Danmörku í janúar.
Leikið verður við Bandaríkjamenn
í íþróttahúsinu í Digranesi laugar-
daginn 9. nóvember klukkan 19.00
og sunnudaginn 10. nóvember
klukkan 15.00. Frítt er inn á leikina.
Bandý er mjög ung íþrótt hér á
landi en Atli Þór Hannesson, leik-
maður íslenska landsliðsins og
meðlimur í bandýnefnd ÍSÍ, segir
að í þessum leikjum muni leikmenn
spila sem koma upp úr yngriflokk-
astarfi sem starfrækt er hér heima.
Á Íslandi heldur HK úti bandý-
deild fyrir krakka frá 10 ára aldri af
báðum kynjum upp í meistaraflokk
auk þess sem nokkur lið víðsvegar
á landinu spila bandý, þar á meðal
Ungmennafélagið Samherjar á
Hrafnagili. Fyrir áhugasama býður
bandýdeild HK áhugasömum að
prófa íþróttina endurgjaldslaust á
mánudagskvöldum í Digranesi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
höfum á að skipa leikmönnum í
landsliði Íslands í bandý sem hafa
alist upp í yngrif lokkastarfi á
íslenskri grund. Þess utan erum við
með leikreynda leikmenn sem leika
hér heima og svo hálfatvinnumenn
sem spila í Svíþjóð. Það er mjög
gefandi að sjá leikmenn sem ég hef
fylgst með síðan þeir voru ungir
pjakkar vera komna í landsliðið,“
segir Atli í samtali við Fréttablaðið.
„Það er mjög sterkt fyrir okkur
að vera með tengsl við Svíþjóð sem
er ein sterkasta þjóð heims í bandý
og er sigursælasta þjóðin á heims-
meistaramótinu í greininni. Finn-
land er reyndar ríkjandi meistari,
en auk þessara þjóða standa Sviss
og Tékkland fremst í bandý á heims-
vísu. Íþróttin er sífellt að vaxa hér
heima og liðum sem æfa skipulega
og senda öflug lið til leiks í meist-
araflokki fjölgar með hverju árinu,“
segir hann enn fremur.
„Þá eigum við leikmenn sem
spila á hinum Norðurlöndunum.
Okkar skærasta stjarna er Andreas
Stefansson en hann er einn færasti
leikmaður sænsku úrvalsdeildar-
innar. Við erum mjög spennt fyrir
þessum leikjum og teljum okkur
vera með nokkuð sterkt lið og það
verður gaman að miða okkur við
Bandaríkjamennina,“ segir Atli um
komandi verkefni íslenska liðsins.
„Það er í mörg horn að líta fyrir
okkur sem stöndum að þessu en
það er bara skemmtilegt. Við erum
að klára að binda alla lausa enda
og nú getum við farið að einbeita
okkur alfarið að bandýinu á síð-
ustu dögunum fyrir leikina. Von-
andi náum við fram góðri frammi-
stöðu og skemmtilegum leikjum.
Það væri gaman að sjá fólk mæta
í Digranesið um helgina og sjá
afrakstur af mikilli vinnu okkar,“
segir þessi öf lugi bandýmaður.
hjorvaro@frettabladid.is
Eigum kynslóð af uppöldum spilurum
Íslenska liðið hefur á að skipa skemmtilegri blöndu af leikmönnum.
Íslenska karlalandsliðið í bandý leikur tvo æfingaleiki við Bandaríkin um komandi helgi en báðir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu að Digranesi. MYND/IFF
Iðkendum í bandý
hefur fjölgað hægt og
bítandi á Íslandi. Rík
tengsl bandýsamfélags
ins hér heima við Sví
þjóð hafa styrkt þann
grunn sem er til staðar.
Næstu helgi leikur ís
lenska liðið tvo leiki við
Bandaríkin. Þar munu
leikmenn sem koma
upp úr yngriflokka
starfi hérlendis í leika
með liðinu í fyrsta sinn.
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-B
F
3
4
2
4
2
8
-B
D
F
8
2
4
2
8
-B
C
B
C
2
4
2
8
-B
B
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K