Fréttablaðið - 06.11.2019, Side 16

Fréttablaðið - 06.11.2019, Side 16
Jafnvel þótt flug- félagið fljúgi sex flugvélum hefur það ekki áhrif á stóru myndina fyrir Icelandair. Sveinn Þórarinsson, hlutabréfa- greinandi hjá Landsbankanum Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Gervigreind mun hafa gríðar-legar breytingar á atvinnu-lífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþró- unar á Google Assistant. „Í gervi- greind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjón- ustu,“ segir hann. Fæst f y rirtæk i í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleið- ingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun f ly t ja er indi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórn- endur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekst- ur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „f ljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppi- nautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúm- lega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubíl- stjórar þyrftu ekki að óttast tækni- breytingar enda væri of f lókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af til- tekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskipta- vinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að við- skiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nef nir að net- verslunin Amazon haf i opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslu- kerfi. „Þeir og f leiri eru að vinna að þessu,“ seg ir Guðmundur. helgivifill@frettabladid.is Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu Guðmundur segir að gervigreind geri fyrirtæki betri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV), sem heldur utan um fjármögnun á hinu nýstofnaða flugfélagi Play, fundar þessa dagana með ýmsum innlendum fjárfestum í því skyni að afla félag- inu um 12 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljónir króna, í aukið hlutafé, samkvæmt heimildum. Jóhann M. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri ÍV, segir í samtali við Markaðinn að hins vegar sé „búið að tryggja grunnfjármögnun að upp- fylltum vissum fyrirvörum og skil- yrðum, svo sem endanlegri veitingu f lugrekstrarleyfis.“ Hann vill ekki tjá sig um hver heildarupphæð fjár- mögnunarinnar er en segir að hún sé blanda af hlutafé og lánsfé. „Play hefur gert samning við Íslensk verðbréf um að halda utan um f jármögnun á félaginu frá innlendum og erlendum aðilum. Íslensk verðbréf tóku þetta verk- efni að sér því við teljum þetta mjög vel útfærðan og áhugaverðan fjár- festingarkost og fundum strax fyrir miklum áhuga,“ segir Jóhann. „Eins og kom fram í kynningunni telja stjórnendur Play mjög mikil- vægt að félagið hefji rekstur með sterka lausafjárstöðu. Íslensk verð- bréf munu áfram vinna með aðilum að bæta við fjármögnunina svo að félagið hafi enn sterkari lausafjár- stöðu frá upphafi.“ Samkvæmt heimildum Markað- arins er stærstur hluti fjármögnun- arinnar, eða í kringum 40 milljónir evra, í formi lánsfjár, með breytirétt í hlutafé, frá hinum breska fjárfest- ingarsjóði sem Arnar Már Magnús- son, nýr framkvæmdastjóri Play, upplýsti að kæmi að fjármögnun félagsins á blaðamannafundi sem Play stóð fyrir í gærmorgun. Þá gat Jóhann ekki tjáð sig um breska fjárfestingarsjóðinn sem eigi að koma að fjármögnun félagsins en upphafleg áform gerðu ráð fyrir að Avianta Capital Capital, sem er að fullu í eigu Aislinn Whittley-Ryan en er stýrt af eiginmanni hennar, Simon, myndi leggja félaginu til um 40 milljónir evra í formi hlutafjár og eignast við það 75 prósenta hlut. Ekki eru bundnar vonir við að íslenskir lífeyrissjóðir muni leggja félaginu til fjármagn heldur er fyrst og fremst verið að horfa til fjárfest- ingarsjóða og einkafjárfesta um að þeir komi að viðbótar fjármögnun- inni með því að leggja félaginu til hlutafé. Aðspurður vildi Jóhann ekki tjá sig um hversu stóran eign- arhlut 12 milljónir evra myndu tryggja þeim í f lugfélaginu en sam- kvæmt heimildum Markaðarins er lagt upp með að það geti skilað innlendum f járfestum samtals helmingshlut á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play. „Við viljum vera fjármagnaðir þannig að við séum með nægt fé til að takast á við allar þær áskoranir sem á vegi okkar verða,“ segir Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í samtali við Markaðinn. Hann gat ekki farið nánar út í fjármögnun eða eignarhald félagsins. Greint verði frá því síðar. Arnar segir að búið sé að ganga frá samningum við leigusala fyrir fyrsta áfangann en félagið mun hefja rekstur með tvær Airbus A320 vélar. Spurður hvort kyrrsetning Isavia á f lugvél WOW air hafi verið hindrun í ferlinu við að útvega leiguvélar svarar Arnar neitandi. Ekki áhyggjuefni fyrir Icelandair Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir að sex flugvélar verði í rekstri Play næsta sumar og tíu f lugvélar innan þriggja ára. Sveinn Þórarins- son, hlutabréfagreinandi hjá Lands- bankanum, segir að þrátt fyrir kyrr- setningu Boeing 737 MAX flugvéla sé töluvert framboð af f lugvélum til leigu ef viðskiptaáætlunin er raun- hæf í augum leigufélagsins. „Stór flugfélög eru ekki í miklum vaxtarhraða um þessar mundir á sama tíma og nokkur flugfélög hafa lagt upp laupana. Það er einungis lítils háttar vöxtur í umsvifum flug- félaga á heimsvísu. Það liggur í augum uppi að leigu- salar horfa til þess að stjórnendur Play eru reyndir enda er um nýtt f lugfélag að ræða. Þeir horfa vænt- anlega einnig til bankaábyrgða, lausafjár og viðskiptaáætlunarinn- ar. Það má leiða líkur, eðlilega, að því að kjörin sem nýstofnuðu flug- félagi bjóðist séu hærri en hjá f lug- félögum með lengri rekstrarsögu. Flugrekstur er enda áhættu- samur. Það er ekki á vísan að róa, jafnvel þótt stjórnendateymið státi af góðri reynslu og reksturinn sé ágætlega fjármagnaður. Við vonum þó svo sannarlega að þetta gangi vel hjá þeim,“ segir Sveinn. Að hans sögn þarf Icelandair Group ekki að hafa miklar áhyggj- ur af nýja keppinautnum að svo stöddu. „Play er hvorki komið með f lugrekstrarleyfi né hefur hafið sölu á f lugmiðum. Jafnvel þótt f lug- félagið f ljúgi sex f lugvélum hefur það ekki áhrif á stóru myndina fyrir Icelandair. Það á í alþjóðlegri samkeppni og því skiptir ekki sköpum hvort eitt eða tvö f lug- félag til eða frá f ljúgi til Íslands. Þetta kannski breytist þó ef félagið nær að stækka enn þá meira.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að 23 f lugfélög f lugu til landsins í sumar. Rétt eins og Icelandair og WOW air áður, þá f lýgur Play á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. „Það er nauðsynlegt viðskiptamódel til að leggja grunn að alvöru f lugfélagi á Íslandi. Það eru ekki aðrir mögu- leikar í stöðunni,“ segir Sveinn. Snorri Jakobsson, forstöðu- maður greiningardeildar Capacent, segir að Icelandair hafi verið meðal vanmetnustu félaga á markaði fyrir mikla og verðskuldaða hækkun á gengi félagsins. „Margir óvissu- þættir og ytri breytur hafa áhrif á rekstur Icelandair og er samkeppni ein þeirra. Aukin samkeppni hefur áhrif á rekstur og verðmat til lækk- unar. Væntanlega eru þó áhrifin lítils háttar en Icelandair býr nú þegar við umtalsverða samkeppni,“ segir hann. Freista þess að afla 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. Vilja hefja rekstur með sterka lausafjárstöðu en búið er að tryggja félaginu grunnfjármögnun sem er að stærstum hluta í formi lánsfjár. Áform Play í hnotskurn Áform flugfélagsins Play voru kynnt á blaðamannafundi sem félagið stóð fyrir í gær. Play, sem mun skarta rauðum einkennislit, áformar að hefja flug á tveimur Airbus A320 flug- vélum til sex áfangastaða í Evr- ópu í vetur. Fjórum flugvélum af sömu tegund verður síðan bætt við í vor og verður þá hafið flug til fjögurra stórborga í Norður- Ameríku. Bókunarsíða Play er komin í loftið en félagið á enn eftir að útvega flugrekstrarleyfi og handbækur samþykktar hjá Sam- göngustofu. Það er hins vegar á lokametrunum að sögn stofn- enda Play. Arnar Már Magnússon, for- stjóri Play, tók fram á fundinum að íslenskir samningar yrðu gerðir við flug áhafnir en hann sagði jafnframt að félagið væri opið fyrir því að fá starfsfólk að utan. Arnar M. Magnússon, Þóroddur A. Þóroddsson, Bogi Guðmundsson og Sveinn Ingi Steinþórsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 8 -E 6 B 4 2 4 2 8 -E 5 7 8 2 4 2 8 -E 4 3 C 2 4 2 8 -E 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.