Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 10

Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 10
BANDARÍKIN Æðstu ráðamenn í ríkisstjórn Bandaríkjanna hugðust segja af sér til að mótmæla hegðun og framgöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í nýrri bók sem skrifuð er af nafnlausum höfundi sem ku vera núverandi eða fyrrverandi innan- búðarmaður í Hvíta húsinu. Höfundurinn er sá sami og skrif- aði nafnlausa grein í The New York Times í fyrra sem olli nokkru fjaðra- foki vestanhafs. Var þar farið yfir hvernig hópur ráðamanna í innsta hring hefði tekið sig saman með það að markmiði að koma í veg fyrir að tilfinningar forsetans sköðuðu hags- muni Bandaríkjanna. Bókin heitir Viðvörun, eða A Warning, og kemur út þann 19. nóv- ember. Dagblaðið The Washington Post er komið með eintak og voru nokkrar blaðsíður úr bókinni opin- beraðar í þætti Rachel Maddow á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Stephanie Grisham, upplýsinga- fulltrúi Hvíta hússins, segir bókina lygar. „Alvöru höfundar hafa sam- band við þá sem þeir skrifa um til að fá staðreyndir á hreint. Þessi ein- staklingur er í felum, sem gerir það ómögulegt,“ segir í bréfi Grisham til fjölmiðla. „Þessi heigull setti ekki nafn sitt á bókina því hann veit að bókin er ekkert nema lygar.“ Í bókinni segir að hópurinn, sem kennir sig við stöðugleika, hafi alvarlega íhugað að segja af sér á sama tíma til að mótmæla hegðun Trumps sem forseta og „koma í veg fyrir að hjólin rúlli undan bílnum“ eins það er orðað í bókinni. Hóp- urinn hafi svo hætt við þar sem aðgerðin gæti grafið undan stöðug- leika í landinu. Viðurkennir höf- undurinn að hópurinn hafi aldrei náð að hafa nein áhrif á forsetann. Meðal þess sem kemur fram er að þegar verið var að ræða mikilvæg mál, jafnvel upp á líf og dauða, væri forsetinn aldrei búinn að undirbúa sig. Aðstoðarmenn forsetans hefðu bent ráðherrunum á að fá Trump aldrei löng minnisblöð í hendur því „hann mun aldrei lesa þau“. Það hafi leitt til þess að öll mál eru sett upp í glærusýningar. „Það var helst PowerPoint því hann vill læra með myndum,“ segir höfundurinn um Trump. Síðar hafi komið beiðnir um að stytta glæru- sýningarnar og bæta við myndum því forsetinn ætti erfitt með að halda athygli. Allir sem gæfu skýrslu væru svo beðnir um að koma aldrei með meira en þrjá meginpunkta, hvort sem það væri um yfirlit fjár- mála eða stöðu hernaðarmála. Í raun snerist upplýsingagjöf til forsetans um að mæta á fund og endurtaka sama hlutinn aftur og aftur þangað til hann næði því sem þyrfti að gera. Í eitt skipti hafi Trump svo fengið ítarlegt minnis- blað áþekkt þeim sem forverar hans fengu í hendur. „Hvað í andskot- anum er þetta?“ mun Trump hafa spurt. „Þetta eru bara orð. Fullt af orðum. Þau segja mér ekki neitt.“ Er forsetanum lýst sem „tólf ára barni í f lugturni sem ýti handahófskennt á takka“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna sendi bréf til útgefanda bókar- innar á mánudaginn með beiðni um upplýsingar um nafn höfundarins þar sem möguleiki væri á að verið væri að brjóta samningsbundinn trúnað. arib@frettabladid.is Ráðherrar ætluðu að ganga út ÁSTRALÍA Yfirvöld í Ástralíu segja engin fordæmi fyrir þeim fjölda skógarelda sem geisa nú í Nýja Suður-Wales. Í gær loguðu meira en 90 skógareldar í fylkinu. Þar af eru 17 eldar metnir mjög alvarlegir. Margir eldanna geisa á þurrka- svæðum þar sem hitinn fer upp í 35 gráður. Kröftugar vindhviður sjá svo um að dreifa eldinum. Fregnir hafa borist af fólki sem fast er á heimilum sínum á eld- svæðum. Hafa yfirvöld hvatt fólk sem er lokað inni á svæðum vegna eldanna til að byrgja sig af í stað þess að reyna að f lýja, það sé of seint. „Við höfum aldrei séð svona mikla elda á mörgum stöðum á sama tíma,“ sagði Shane Fitz- simmons, slökkviliðsstjóri á svæð- inu, við fjölmiðla í gær. „Við erum að feta ótroðnar slóðir.“ Í gærmorgun geisuðu 96 eldar í fylkinu. Þá var ekki búið að ná tökum á 57 eldum og 17 voru metn- ir mjög alvarlegir. Frá því að byrjaði að vora í september hefur slökkvi- lið tekist á við mörg hund ruð skógarelda í Ástralíu, f lesta í Nýja Suður-Wales. Tveir létust á heimili sínu í eldunum í október. Í síðustu viku brann tvö þúsund hektara griðasvæði fyrir kóalabirni, er ótt- ast að mörg hundruð þeirra hafi orðið eldinum að bráð. – ab Fordæmalaus fjöldi skógarelda Gervihnattarmynd af eldum við Yuraygir-þjóðgarðinn í Nýja Suður- Wales. NORDICPHOTOS/GETTY Demókratar á bandaríska þinginu og innanbúðarmenn í Hvíta húsinu sækja nú hart að Donald Trump Bandaríkjaforseta. NORDICPHOTOS/GETTY Hópur æðstu ráða- manna í Bandaríkj- unum ætlaði að segja af sér til að mótmæla framgöngu Trumps Bandaríkjaforseta. Ítar- legar lýsingar á hegðun forsetans er að finna í nýrri bók. Hvíta húsið segir bókina lygar. ANNMARKAR VIÐ KAUP RÍKISINS Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkraþjálfara, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélags Íslands. Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30 á hótel Reykjavík Natura DAGSKRÁ 13.30 - 13.40 Setning málþings Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna 13.40 - 14.10 Starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu – ný skýrsla KPMG Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi 14.10 - 14.25 Lögin um opinber innkaup og þjónusta í almannaþágu sem ekki er af efnahagslegum toga Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður 14.25 - 14.40 Samningagerð við Sjúkratryggingar Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 14.40 - 14.55 Hvað á ríkið að kaupa? Þarfagreining og forgangsröðun Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur 14.55 - 15.10 Félag sjúkraþjálfara og SÍ – saga, reynsla og staða Haraldur Sæmundsson, formaður samninga- nefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 15.10 - 15.25 Tannlæknafélag Íslands – samstaða og samvinna Elín Sigurgeirsdóttir, fv. formaður Tannlæknafélags Íslands Að framsögum loknum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Málþingið verður haldið á hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 12. nóvember nk. kl. 13.30-16.00. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Pétur Magnússon Kristján Guðmundsson Elín SigurgeirsdóttirHaraldur Sæmundsson Eybjörg HauksdóttirSvanbjörn Thoroddsen Dögg Pálsdóttir Andrés Magnússon ENGLAND Breska lögreglan hefur gefið upp nöfn þeirra 39 einstaklinga sem fundust látnir í vöruflutningabíl í Essex á Englandi þann 23. október. Meðal látinna eru tíu ungmenni, þar af tveir fimmtán ára gamlir drengir. BBC greinir frá. Rúmar tvær vikur hefur tekið að bera kennsl á hin látnu. Aðstoðar- lögreglustjórinn í Essex, Tim Smith, sagði lögregluna hafa unnið hörðum höndum að því að bera á þau kennsl. „Við teljum það mikilvægan þátt í rannsókn málsins að veita áhyggju- fullum fjölskyldum fórnarlambanna svör. Það hefur verið í forgangi hjá okkur að bera kennsl á hin látnu,“ segir Tim. Fingraför, DNA-sýni, tannlækna- skýrslur og sérkenni líkt og húðflúr og ör voru notuð til að bera kennsl á fórnarlömbin. Fólkið var allt frá Víetnam og í leit að betra lífi á Englandi. Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My sendi föður sínum smáskilaboð nóttina áður en fólkið fannst þar sem hún sagði honum að hún næði ekki andanum og að „ferðin hefði mistekist“. Fjöldamargir hafa verið hand- teknir í tengslum við málið. Einn á Englandi, annar á Írlandi og ellefu í Víetnam. Tveggja írskra manna er enn leitað. –bdj Tveir fimmtán ára drengir meðal látinna Meðal látinna eru tíu ungmenni, þar af tveir fimmtán ára gamlir drengir. 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -2 4 8 4 2 4 3 3 -2 3 4 8 2 4 3 3 -2 2 0 C 2 4 3 3 -2 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.