Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 26
Dovelyn og Hein giftu sig í Hollandi síðasta sumar. Mamma Dovelyn, til vinstri, og Nora, frænka hennar sem býr á Íslandi, eru hér með brúðhjónunum. Hér er fjölskyldan, frá vinstri Selma, Edgar, Hein, Dovelyn, Stefano, Dalila og tveir frændur, þeir Kaspar og Sacha. eiginlega að gera. Mér leið hörmu- lega og var viss um að hann myndi reka mig. Hann horfði hins vegar á mig með föðurlegum vonbrigðasvip og sagði að ég yrði að passa að þetta gerðist ekki aftur. Að vissu leyti er hann táknmynd fyrir allt það góða fólk sem ég vann með. Svo man ég eftir henni Guðbjörgu sem kenndi mér svo margt um lífið og hvernig ég ætti að vera sterk.“ Dovelyn fékk svo inngöngu í einn af bestu háskólum Filippseyja og hún nýtti tímann á Íslandi til að safna sér peningum fyrir náminu og uppihaldinu. Eftir að hún lauk því námi kom hún aftur til Íslands til að safna sér peningum. Hún fékk vinnu í þvottahúsinu Fönn. „Þar var ég í hálft ár að pressa jakkaföt. Ég var best í því,“ segir hún hlæjandi. Dovelyn leið vel í vinnunni hjá Fönn og minnist sérstaklega sam- starfskonu sinnar Rósu. „Hún var yndisleg eldri kona en okkur kom mjög vel saman. Við unnum vinnuna okkar hratt og vel og höfð- um þá tíma til að spjalla. Ég man ekki alveg hvernig við gerðum það því hún talaði enga ensku og ég litla sem enga íslensku. En þetta virkaði einhvern veginn.“ Diplómatadraumur Eftir hálft ár í þvottahúsinu fór Dovelyn aftur til Filippseyja. Þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum sem er Bandaríkjamaður af filippseyskum uppruna. Þau f lutt- ust árið 1999 saman til Bandaríkj- anna þar sem Dovelyn bjó að mestu leyti til 2017. Hún fékk inngöngu í Georgetown-háskóla í Washington DC þaðan sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í utanríkisþjónustu. Ástæða námsvalsins var engin til- viljun og á sér skemmtilega sögu. „Mig langaði alltaf að verða dipló- mati og Georgetown er besti háskól- inn til að undirbúa sig fyrir slíkt. Við mamma unnum meðal annars við þrif á heimili Doris Briem. Hún var 94 ára og hafði átt mjög merkilega ævi en hún var gift Helga P. Briem sem vann lengi hjá íslensku utan- ríkisþjónustunni. Hún sagði mér sögur af lífshlaupi sínu og sýndi mér myndir. Svo sagði hún mér að ég ætti annaðhvort að giftast dipló- mata eins og hún hefði gert eða gerast sjálf diplómati. Þannig að vegna þess að ég vann við að þrífa hjá þessari konu á Íslandi ákvað ég að gerast diplómati.“ Sá draumur átti þó ekki eftir að rætast því eftir að Dovelyn lauk náminu í Georgetown fór hún að vinna fyrir hugveitu á sviði fólks- flutninga. Hugmyndin var að vinna þar meðan hún biði eftir banda- rískum ríkisborgararétti. „Ég varð hins vegar alveg heilluð af þessari vinnu og þessum mál- efnum. Þetta var eitthvað sem snerti mig og mína lífsreynslu með áþreifanlegum hætti. Ég fæ borgað fyrir að rannsaka eigin ævi sem er mjög áhugavert. Sjónarhorn mitt er svolítið öðruvísi vegna bakgrunns míns. Það eru fáir að rannsaka þessa hluti sem hafa unnið í verksmiðjum og sem húshjálp. Mér finnst þessi reynsla mín frá Íslandi gefa mér mikla dýpt og innsæi sem ég ann- ars hefði ekki. Ég er enn að vinna að þessum málum öllum þessum árum seinna.“ Jóga og útivist Dovelyn kynntist núverandi eigin- manni sínum, Hein de Haas, á ráð- stefnu í Genf. Hann er prófessor í félagsfræði við Háskólann í Amster- dam og hefur stundað rannsóknir á sviði fólksflutninga. Hann f lutti meðal annars aðalfyrirlesturinn á Þjóðarspeglinum þar sem hann ræddi um erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Dovelyn f lutti til Amsterdam árið 2017 þar sem þau Hein búa nú. Með þeim búa tveir synir Dovelyn af fyrra hjónabandi. Edgar, sem er 19 ára, stundar hagfræðinám við Háskól- ann í Amsterdam og Stefano, sem er 16 ára, er í menntaskóla. Hein á tvær dætur af fyrra hjónabandi, hina 17 ára gömlu Selmu og 12 ára gömlu Dalilu. „Við störfum bæði á sviði fólks- flutninga, hann í akademíunni en ég við stefnumótun. Við deilum ástríðu og í rauninni gremju yfir því hvernig við getum breytt umræð- unni um fólksflutninga og innflytj- endur. Hann er líka djasspíanisti og mikill áhugamaður um jóga og úti- vist. Hann dró mig í jóga og göngu- ferðir. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði farin að stunda jóga og komin í gönguskó. Snemma í okkar sam- bandi gengum við til dæmis síð- ustu 300 kílómetra Jakobsvegarins saman.“ Reynsla Dovelyn af vinnu í verk- smiðjum á Íslandi nýtist henni í starfi sínu í dag. Hún starfar bæði með alþjóðlegri stofnun á sviði félagssögu auk þess að veita ríkis- stjórnum og alþjóðastofnunum ráðgjöf um stefnumótun á sviði fólksflutninga. „Ég nýtti til dæmis reynslu mína af störfum í verk- smiðju á Íslandi þegar ég var í vett- vangsskoðun í verksmiðju í Jórd- aníu. Ég gat strax fundið á mér að það var eitthvað að þarna í þessari verksmiðju.“ Vel tekið á Íslandi Að mati Dovelyn var það íslenska samfélag sem tók á móti henni um miðjan tíunda áratuginn að mestu leyti fordómalaust. Henni hafi að jafnaði verið vel tekið þó að það tæki langan tíma að kynnast Íslend- ingum það vel að þeir byðu henni heim til sín. „En þegar þeir höfðu boðið þér heim til sín varstu orðinn vinur þeirra. Þetta er það Ísland sem ég þekki. Reynslan var samt ekki öll góð. Ég man að þegar ég kom hingað prófaði ég að vinna á veitingastað. Ég entist í fjóra daga og vann stans- laust allan tímann. Eini tíminn sem ég gat aðeins slakað á var þegar ég þóttist þurfa að fara á klósettið. En ef ég hugsa um tímann hjá Ora og Fönn og samstarfsfólkið og vinina sem ég eignaðist þar þá náðum við einhverri tengingu sem ég hef ekki fundið annars staðar. Ég hef unnið í Washington DC og á mörgum frá- bærum stöðum en aldrei fundið svona tengingu.“ Dovelyn segir að f lutningur vinnuaf ls milli landa og heims- hluta geti skilað miklum ávinningi. „Ég tala af eigin reynslu. Ef mamma hefði ekki komið hingað veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag. Við pabbi bjuggum í fátækrahverfi í Maníla og hann var illa haldinn af berklum. Ákvörðun mömmu að f lytja til Íslands og fara að vinna í verksmiðju bjargaði okkur frá miklum erfiðleikum. Hún starfaði áður sem kennari á Filippseyjum en fór að vinna hjá Álafossi á Íslandi og seinna í frystihúsi. Ég fékk tækifæri sem ég hefði ekki annars fengið í líf- inu. En ég veit það vel, bæði af eigin reynslu og sem fræðimaður á þessu sviði, að þetta er ekki alltaf svona.“ Stolt af mömmu Fjölsk ylda Dovely n á Íslandi hefur  náð að aðlagast íslensku samfélagi vel sem  að mati henn- ar  er  lykilatriði þegar  kemur að erlendu vinnuafli. „Ég horfi á aðra kynslóð Filippseyinga á Íslandi og þeir eru orðnir Íslendingar að öllu leyti. Þeir tala fullkomna íslensku, stunda háskólanám og gengur vel í samfélaginu.“ Pabbi Dovelyn jafnaði sig af berklunum og f lutti til Íslands ári á eftir dóttur sinni. Hann fékk vinnu sem klæðskeri á saumastofu 66°Norður en hann hafði starfað sem slíkur á Filippseyjum. Eftir að hann fór á eftirlaun f luttist hann aftur til Filippseyja þar sem hann lést árið 2015. Móðir Dovelyn býr enn þá hluta ársins á Íslandi. „Hún er nú hætt að vinna og býr á Íslandi frá maí til desember en hinn hlutann á Filippseyjum. Henni leiddist íslenski veturinn. Ég á enn þá mikið af ættingjum sem búa á Íslandi og raunar búa f lestir ætt- ingjar mömmu hérna enn. Mamma hélt að hún gæti f lutt aftur heim til Filippseyja. Þegar hún var komin þangað áttaði hún sig á því að ætt- ingjarnir og vinirnir voru á Íslandi. Fyrir hana er Ísland orðið annað heimili. Ég er stolt af henni og öllum þeim fórnum sem hún færði fyrir okkur og ég veit að hún er líka stolt af mér.“ EN EF ÉG HUGSA UM TÍM- ANN HJÁ ORA OG FÖNN OG SAMSTARFSFÓLKIÐ OG VININA SEM ÉG EIGNAÐIST ÞAR ÞÁ NÁÐUM VIÐ EIN- HVERRI TENGINGU SEM ÉG HEF EKKI FUNDIÐ ANNARS STAÐAR. ÉG ÞURFTI Í RAUNINNI AÐ KYNNAST MÖMMU UPP Á NÝTT. ÞAÐ TÓK SINN TÍMA EN ÉG GET Í DAG VERIÐ ÞAKKLÁT FYRIR AÐ VIÐ EIGUM MJÖG FALLEGT SAMBAND 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -2 E 6 4 2 4 3 3 -2 D 2 8 2 4 3 3 -2 B E C 2 4 3 3 -2 A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.