Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 30

Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Hjónin Sólveig Grétarsdóttir og Hörður Þór Harðarson keyptu verslunina í sumar. Sólveig hefur starfað þar frá árinu 2016. „Það er nóg af nýtísku verslunum í Reykjavík en þessi verslun er gimsteinn sem þarf að hlúa að. Við ætlum okkur að vera áfram á Laugaveginum þrátt fyrir að Reykjavíkurborg geri okkur það erfitt,“ segir Sólveig sem fann vel fyrir samdrætti í sölu í sumar þegar bæði Laugavegur og hliðar- götur voru lokaðar. „Rótgrónir viðskiptavinir sögðust ekki treysta sér niður í miðbæ vegna lokunar gatna,“ segir hún og bætir við að núna sé að hefjast skemmtilegur tími með jólainnkaupum. Sólveig bendir á að til þess að hafa blómlegan miðbæ þurfi að vera góðar verslanir og góð aðkoma. „Íslendingar þurfa að vera duglegri að koma í miðbæinn, ekki bara á kvöldin. Það væri svo sorglegt ef gamlar og fallegar versl- anir þyrftu að leggja upp laupana,“ segir hún. Frægir í glugganum Sólveig hefur bryddað upp á þeirri nýjung í búðinni að láta ljósmynda þekkta Íslendinga í herrafatnaði frá Guðsteini og myndirnar hafa verið settar upp í glugga verslunar- innar. „Þetta hefur vakið ómælda ánægju hjá vegfarendum sem staldra við og taka myndir,“ segir hún. „Ég fékk þessa hugmynd haustið 2016 og við fengum Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara í lið með okkur. Í fyrstu mynda- syrpunni voru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Theódór Júlíus- son, Kristinn Jónsson og Samúel Aron. Í þeirri næstu leituðum við til söngvara og það lukkaðist frábærlega. Í þeirri myndasyrpu voru Megas, Ragnar Bjarnason og Emmsjé Gauti. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn hafa staðið fyrir utan gluggann og virt fyrir sér mynd- irnar. Ferðamennirnir hafa komið í búðina og spurst fyrir um þessa menn á myndunum sem er mjög skemmtilegt. Í næstu viku er komið að þriðju myndasyrpunni sem verður ekki síður flott. Þá koma í gluggann rit- höfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigurjón Birgir Sigurðsson, Sjón, og Ragnar Helgi Ólafsson. Það verður spennandi að sjá hvaða við- brögð þeir fá,“ segir Sólveig. Virðing og góð þjónusta Þegar Sólveig er spurð hvers vegna hún vildi eignast þessa gömlu verslun, svarar hún: „Mér þykir vænt um þessa verslun og þykir starfið mjög skemmtilegt. Ég hef alltaf verið miðbæjarkona og fannst tækifæri í að fara í rekstur hér á Laugaveginum. Ég ber mikla virðingu fyrir Verslun Guðsteins sem hefur alltaf lagt áherslu á gæðafatnað fyrir karlmenn og selur hágæða vörur. Ég ætla að halda í gamla stílinn, halda fallegu innréttingunum þótt smávægilegar breytingar hafi verið gerðar. Ég opnaði glugga baka til sem gefur meiri birtu inn í búðina og léttir andrúmsloftið. Einnig máluðum við búðina og ég hef komið inn með persónu- lega muni. Við viljum taka búðina skrefinu lengra en þó hægt og rólega. Ég horfi til fallegu, gömlu eðalherrafataverslananna í London sem eiga mikla sögu og leggja ríka áherslu á persónulega þjónustu. Ég vil að viðskiptavinum þyki þeir vera að koma inn í stofu þar sem er þægilegt og rólegt and- rúmsloft. Kynslóð eftir kynslóð Sólveig hefur frá því hún hóf störf hjá Guðsteini lagt áherslu á að höfða til yngri herra jafnt sem þeirra eldri með breiðari fatalínu. „Við höldum tryggð við okkar fastakúnna og höldum í þau merki sem hér hafa verið lengi en erum að bæta við nýjum merkjum sem höfða til yngri karlmanna. Hér verða áfram hinar gríðarlegu vinsælu Meyer buxur en margir koma í búðina og kaupa þær aftur og aftur. Þeir þurfa ekki lengur að máta heldur biðja bara um ákveðna stærð. Markmið okkar er að þjónusta kynslóð eftir kynslóð. Eldri karlmenn í dag eru með- vitaðir um tísku og vilja vera vel klæddir og smart.“ Jólabúðin Sólveig segir að Verslun Guðsteins sé jólabúðin því þangað leita margar konur að jólagjöfum. „Peysur, náttföt, skyrtur, bindi eða sokkar, allt eru þetta vinsælar gjafir fyrir herra. Við erum með mikið úrval af fallegum og góðum sokkum jafnt fyrir töffara sem lúna fætur. Einnig dýrari gjafir eins og vandaða frakka. Ekki má gleyma sixpensurum og höttum en slíkar vörur hafa alltaf verið vinsælar hjá okkur. Síðan hafa konur komið hingað til að kaupa sér trefla eða peysur fyrir sjálfar sig. Þær eru líka hrifn- ar af þessari vöru. Mikil áhersla er lögð á vandaðan fatnað á hag- stæðu verði frá góðum þýskum, dönskum, ítölskum og enskum framleiðendum,“ segir hún. „Verslun Guðsteins hefur alltaf verið jólaverslun með frábærar jólagjafir fyrir soninn, eiginmann- inn, kærastann eða afann. Við höfum lagt áherslu á að hafa vandaðan herrafatnað fyrir allan aldur.“ Verslunin hefur lengi boðið úrval jakkafata, stakra jakka og annan fatnað frá þýska merkinu Digel en fyrir rúmum tveimur árum fóru þeir að framleiða mjög flotta línu af skóm sem núna er hægt að fá hjá okkur,“ segir Sólveig og bætir við að veitt sé persónuleg þjónusta og afgreiðslufólk aðstoði herrana við val á jakkafötum eða öðru því sem þá vanhagar um. Setur svip á Laugaveginn Verslun Guðsteins Eyjólfs- sonar hefur verið í sama húsinu að Laugavegi 34 frá árinu 1929 en hún var fyrst opnuð árið 1918. Guðsteinn lét sjálfur byggja húsið á Laugavegi en það hefur vakið athygli fyrir glæsileika. Utan á húsinu er mynd sem margir kann- ast við en þar er sýnt hvernig binda á bindishnút. Myndin er orðin eitt af einkennum verslunarinnar og ferðamenn stoppa gjarnan við hana og taka myndir. Í vinnslu er endurgerð á heima- síðu Guðsteins og netverslun sem Sólveig vonast til að geta opnað eftir áramótin. Þá getur hún þjón ustað allt landið á einfaldan hátt og einnig þá sem eiga erfitt með gang og leggja ekki í að fara á Laugaveginn. Þórir Svan Árnason er hér til vinstri með þeim Herði og Sólveigu. Þórir hefur lengi unnið í versluninni og þekkir föstu kúnnana vel og veit hvað þeir vilja. Þórir mun standa vaktina áfram með nýjum eigendum í versluninni. Hvernig á að binda bindishnút. Þessi mynd á veggnum hjá Guðsteini vekur mikla athygli vegfarenda og er mikið mynduð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í annarri myndasyrpunni sem Ásta Kristjánsdóttir tók fyrir Verslun Guðsteins sitja þeir fyrir Emmsjé Gauti, Ragnar Bjarnason og Megas. Þessir sátu fyrir í fyrstu myndasyrpu Verslunar Guðsteins. Hér eru Theódór Júlíusson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson og Samúel Aron. Hallgrímur Helgason situr fyrir í nýjustu myndaseríu Verslunar Guðsteins. Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur er í nýju seríunni fyrir Verslun Guðsteins. Sjón er glæsilegur í jakkafötum frá Verslun Guðsteins. MYNDIR/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -0 6 E 4 2 4 3 3 -0 5 A 8 2 4 3 3 -0 4 6 C 2 4 3 3 -0 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.