Fréttablaðið - 09.11.2019, Side 32
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Það hafa orðið hraðar breytingar
á fasteignamarkaðnum á síkjum
Amsterdam í Hollandi. Árum
saman hafa húsbátarnir verið ódýr
húsakostur í borg með hátt fast-
eignaverð en bara á síðustu fimm
árum hefur verðið hækkað um 30
til 40 prósent og í dag er það efnað
fólk með áhuga á nýrri hönnun,
þægindum og sjálf bærni sem er að
taka sér bólfestu á síkjum borgar-
innar. Christopher F. Schuetze
fjallaði um þessar breytingar við
New York Times á dögunum.
Árið 1999, þegar Karen Bosma
flutti bátinn sinn fyrst til Borneo-
kade, rétt norðaustan við miðborg
Amsterdam, samanstóð hverfið
aðallega af bryggjum og van-
nýttum vöruhúsum.
„Þá var þetta fyrir fátæka,“ segir
hún. „Margir listamenn bjuggu í
bátum.“
Á síðustu tuttugu árum hafa
Karen og eiginmaður hennar svo
alið upp tvo syni í bátnum sínum,
sem er 25 metra langt vöruflutn-
ingaskip frá 1912 sem búið er að
taka vélina, eldsneytistankana og
lestina úr.
Rétt hjá skipi Karenar liggur
skipið B18, 40 metra langt glæsi-
hýsi á tveimur og hálfri hæð sem
inniheldur yfir 280 fermetra íbúð.
„Þetta þarf að vera skip að utan
og hús að innan,“ segir Gijs Haver-
kate, sem bjó skipið til og býr á
því með fjölskyldu sinni. Hann er
hönnuður og vonast til að bátur-
inn hans verði öðrum innblástur
til að byggja á vatninu. Hann rekur
fyrirtækið UrbanShips, sem byggir
sérhannaða húsbáta sem líta út
eins og skip.
Það eru þó ekki bara fínni skip
sem útskýra þá miklu hækkun
sem hefur orðið á fasteignaverði í
síkjunum, heldur hefur bryggju-
pláss líka hækkað mjög mikið
Lúxus að búa á síkjunum
Húsbátar á síkjum Amsterdam hafa lengi verið tiltölulega ódýr staður til að búa á í borg með hátt
fasteignaverð. En á síðustu árum hefur þetta breyst og nú sækir efnað fólk í síkin.
Í Amsterdam eru 165 síki og samanlögð lengd þeirra er yfir 100 kílómetrar. Á þeim eru um
2.500 húsbátar. Hluti síkjanna í miðborginni hafa verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2010.
Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð á síkjum Amsterdam hækkað um allt
að 40 prósent. Áður fyrr bjuggu fátækir á síkjunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Áður fyrr voru síkin full af vinnubátum sem hafði verið
breytt, en nú er sífellt meira um fljótandi hús.
Það getur verið dýrt og erfitt að koma sér fyrir á síkj-
unum en það hefur samt líka ýmsa spennandi kosti.
í verði. Týpískt bryggjupláss á
síkjum Amsterdam getur kostað
rúmlega 62 milljónir króna, en það
er breytilegt eftir staðsetningu
og stærð. Í sumum tilvikum sitja
hins vegar eldri og óuppgerð skip í
þessum plássum sem eru kannski
minna en þriggja milljóna króna
virði.
Fljótandi hús, ekki bátar
Það sem virðist þó skipta fólk
meira máli en verð á bryggju-
plássum er arkitektúr húsbátanna.
Áður fyrr voru bryggjuplássin
fyllt vinnubátum sem hafði verið
breytt, en nú eru sífellt f leiri pláss
skipuð fljótandi húsum sem eru
hönnuð til að líta út eins og skip,
en hafa ekkert af búnaðinum sem
þarf til siglinga. Þessi hús eru betur
einangruð en bátar og bjóða upp á
betri nýtingu á plássi og orku.
Skip Bobs van Wely, AM 58, er
gott dæmi um möguleikana sem
eru fólgnir í að endurhanna bát
sem heimili fyrir fjölskyldu. Skipið
er 35 metra langt og var áður tog-
ari. Til að nýta bryggjuplássið sem
best var ákveðið að lengja skipið
um rúmlega níu metra og svo var
allt tekið úr skipinu sem hafði
ekki notagildi á nútíma heimili.
Bob van Wely er arkitekt og hann
breytti stýrishúsinu í skrifstofu og
lestinni í rúmgóða stofu sem hefur
að geyma píanó. Stefnið er svo yfir-
byggt og þar er gestaherbergi.
Báturinn er kyntur með hita-
dælu og sólarsellum og það er stór
hitari í eldhúsinu sem heldur her-
bergjum heitum á veturna og hitar
vatn sem vermir gólfið.
„Það er hlýtt og notalegt hér, líka
á veturna,“ segir Bob, sem flutti um
borð með maka sínum og fjórum
börnum þeirra á síðasta ári.
„Maður getur haldið áfram að
búa í borginni, en maður er ekki
lengur í þrengslum.“
Eftir að hann lauk breytingun-
um á bát sínum hefur Bob sérhæft
sig í húsbátum sem arkitekt.
Erfitt að komast að
Húsbáturinn var ódýrari kostur en
hús fyrir Bob, en það er að mörgu
leyti erfiðara og flóknara að koma
sér upp heimili á síkjunum en í
hefðbundnari húsakynnum.
Bátar sem eru á síkjunum hafa
varanlegt leyfi til að leggjast
að bryggju og það er selt með
bátunum. Eina leiðin til að flytja
nýjan bát í síkin er ef einhver sem á
bát ákveður að selja bryggjuplássið
og flytja þann gamla úr borginni
eða selja hann í brotajárn. Borgar-
yfirvöld hafa líka flóknar reglur
um stærð, stíl og hönnun bátanna
og þær breytast með árunum og
eru ólíkar milli síkja. Eini hol-
lenski bankinn sem hjálpar fólki
að fjármagna húsbátakaup lánar
líka bara fyrir bátum, en ekki
bryggjuplássum.
Það er líka svo gríðarlegur fjöldi
báta á síkjum Amsterdam að það
getur tekið mörg ár að bíða eftir
að pláss losni, ef maður vill ekki
kaupa bát til að fá pláss.
Af ýmsum ástæðum eru margir
sem nota eigið fjármagn og það
stuðlar að því að í auknum mæli er
það efnað fólk sem býr á síkjunum.
En þrátt fyrir að þetta sé erfitt
og dýrt sjá fáir eftir því að taka sér
bólfestu á síkjunum í þessari fal-
legu og skemmtilegu borg, sem er
umkringd iðandi mannlífi og laus
við þrengslin sem einkenna íbúðir
í miðborg Amsterdam.
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
SÚPA OG FJÓRIR RÉTTIR
Kjúklingur í karrýsósu
Núðlur með grænmeti
Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu
Lambakjöt í piparsósu
Tekið með heim
1.890 kr. (á mann)
Borðað á staðnum
2.200 kr. (á mann)
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
9
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
2
-F
3
2
4
2
4
3
2
-F
1
E
8
2
4
3
2
-F
0
A
C
2
4
3
2
-E
F
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
0
4
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K