Fréttablaðið - 09.11.2019, Síða 34
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Singles’ Day er hátíð þeirra sem vilja hafa það kósí á aðventunni, vera snemma
í jólainnkaupunum og spara sér
stórfé,“ segir Brynja Dan Gunn-
arsdóttir, forsprakki netútsölu-
dagsins Singles’ Day á Íslandi.
„Ég hratt Singles’ Day af stað hér
á landi árið 2014 því mér fannst
ástæða til að kynna þennan
frábæra dag fyrir Íslendingum.
Hann hefur síðan vaxið og dafnað
með hverju árinu sem líður og
sífellt f leiri netverslanir stökkva
á vagninn. Það er svo óneitanlega
gaman þegar kaupmenn úr öllum
áttum og í ólíkum verslunarrekstri
geta verið vinir í einn dag og gert
dásemdum netverslana hátt undir
höfði,“ segir Brynja kát og full til-
hlökkunar fyrir komandi Singles’
Day.
Stórútsöludagur heimsins
Nafngiftin Singles’ Day er upp-
runnin í Kína. Þar í landi er
11. nóvember í hávegum hafður
sem Dagur einhleypra því dag-
setningin 11.11. samanstendur af
tölustafnum einum (1), sem vísar
til þess að standa einn á eigin
fótum og vera stoltur af því.
„Dagur einhleypra fékk nýja
merkingu árið 2013 þegar kín-
verska stórfyrirtækið Alibaba, sem
er án efa stærsti netverslunarrisi
heims, ákvað að gera daginn að
stórútsöludegi netverslana þar í
landi. Það var gert til að koma jóla-
versluninni af stað og sem mótsvar
við stórútsöludögunum Black
Friday og Cyber Monday,“ útskýrir
Brynja um tilurð Singles’ Day sem
nú teygir anga sína um allan heim.
„Fyrir netverslanir á Íslandi var
annaðhvort að hoppa á banda-
ríska Cyber Monday-vagninn eða
kínversku Singles’ Day-kerruna,
sem varð úr, enda víðfræg orðin
um víða veröld. Þannig seldi Ali-
baba fyrir 17,8 milljarða Banda-
ríkjadala á Singles’ Day í fyrra en
aðeins 3,34 milljónir dala á Black
Friday. Það segir sitt um þetta risa-
stóra og viðskiptavæna fyrirbæri
sem Íslendingar geta nú tekið þátt í
og nýtt sér hér heima.“
Afslættir sem um munar
Í árdaga netverslunar voru lands-
menn hikandi við að gefa upp
kreditkortaupplýsingar á netinu.
„Nú á dögum er það óþarfa
hræðsla og löngu búið að sann-
reyna að kortaviðskipti á netinu
eru örugg. Flest kort eru tryggð ef
eitthvað óeðlilegt kemur upp á,“
segir Brynja sem í upphafi vildi sjá
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
hvort Singles’ Day kæmi íslenskum
netverslunum á flug eins og annars
staðar í heiminum.
„Ég ákvað því að vekja athygli
á þessum degi hér heima til að sjá
hvort netverslun Íslendinga færi
ekki á skrið. Sú varð raunin enda
er þetta stórskemmtilegur dagur
fyrir bæði verslanir og viðskipta-
vini þeirra og léttir mikið undir
í jólastressinu,“ segir Brynja og
víst er að bæði íslenskar netversl-
anir og íslenskir neytendur tóku
Singles’ Day fagnandi.
„Viðtökurnar urðu fljótt ótrú-
lega góðar og ég hef ekki heyrt
neitt nema gott frá þeim net-
verslunum sem tekið hafa þátt.
Oftar en ekki hefur Singles’ Day
reynst þeirra stærsti söludagur á
árinu. Þetta er líka afsláttur sem
um munar og telur vel þegar fólk
þarf að kaupa margt og mikið fyrir
jólin,“ upplýsir Brynja.
Hagstæð jólainnkaup heima
Singles’ Day er hvalreki fyrir þá
sem vilja sleppa við langar bið-
raðir í jólaversluninni, tímafrekan
umferðarþunga og ys og þys í
aðdraganda jóla.
„Það er þægilegt að geta slakað
á heima í stofu, tyllt sér upp í sófa
með malt, appelsín og smákökur,
komast í jólaskap og skoða sig um
í glæsilegum netverslunum sem
bjóða fádæma flottan varning á
miklum afslætti á Singles’ Day.
Langflestir nota þennan dag til
að minnka jólastressið, klára að
kaupa flestar ef ekki allar jóla-
gjafirnar og fá þær sendar heim,
jafnvel innpakkaðar með slaufu,“
segir Brynja sem hefur nýtt sér það
óspart í gegnum árin að versla á
netinu.
„Við erum jú öll meðvituð um
ástandið í heiminum og allir
reyna að minnka við sig og kaupa
minna. Við gefum þó enn jóla-
gjafir og þá er frábært að geta gert
það á sem hagkvæmastan hátt
fyrir budduna, draga úr mengun
í umferðinni, forðast heilsuspill-
andi streituvalda, velja vörur sem
mæta kröfum okkar um vistvænni
lífsstíl og kaupa eitthvað vandað
og sem okkur vantar í raun og
veru. Mig bráðvantar til dæmis
ryksugu og þá er upplagt að nýta
sér tilboðin á Singles’ Day,“ segir
Brynja sem keypti sér síðast sjón-
varp í vefverslun.
„Þá fann ég sjónvarp á ómót-
stæðilegu tilboði og ákvað um
leið að kaupa í matinn á netinu, en
það fágætasta sem ég hef keypt á
netinu er sennilega Vince Camuto-
ferðataska sem ég datt niður á í
Flórída þegar ég var þar að vafra
um á vefnum eitt kvöldið. Uppá-
halds netverslanir mínar í heim-
inum eru svo líklega ferðaskrif-
stofur, Dohop eða annað í þeim
dúrnum,“ segir Brynja hress.
Hún hvetur sem flesta til að not-
færa sér stórafslættina sem bjóðast
á Singles’ Day hér heima enda
sparar það umtalsverð fjárútlát á
dýrum árstíma.
„Best er að ríghalda í Singles’
Day-blaðið, nýta sér tékklistann
og skipuleggja sig sem best. Á
miðnætti á sunnudaginn, þegar
klukkan slær tólf og dagsetningin
breytist í 11.11. fer maður inn á
1111.is og skoðar hvaða fyrir-
tæki eru með, hvað þau bjóða og
á hvaða afslætti. Þá er auðvelt að
smella á hvert fyrirtæki fyrir sig
og vefsíðan flytur þig sjálfkrafa á
viðkomandi síðu þar sem hægt er
að gera bestu kaup ársins og undir-
búa jólin heiman úr stofu,“ segir
Brynja.
Munið vefgáttina, 1111.is, sem gal-
opnar fyrir Singles’ Day-tilboðin á
miðnætti 11. nóvember.
Brynja Dan segir sérlega huggulegt að geta klárað hagstæð jólainnkaup á netinu heiman úr stofu. MYND/ALDÍS PÁLS
Singles’ Day er
hátíð þeirra sem
vilja hafa það kósí á
aðventunni, vera
snemma í jólainnkaup-
unum og spara sér stórfé.
Á miðnætti á
morgun, þegar
dagsetningin breytist í
11. nóvember, fer maður
á 1111.is til að gera bestu
kaup ársins og undirbúa
jólin heiman úr stofu.
Innkaupa-
listi
• Fyrir hana
• Fyrir hann
• Fyrir þau
• Barn 1
• Barn 2
• Barn 3
• Barn 4
• Afi
• Amma
• Til mín
• Óskalisti 1
• Óskalisti 2
• Óskalisti 3
2 KYNNINGARBLAÐ 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSINGLES’ DAY
0
9
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
3
-3
D
3
4
2
4
3
3
-3
B
F
8
2
4
3
3
-3
A
B
C
2
4
3
3
-3
9
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K