Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 78
NÁNAST DAGLEGA ERUM VIÐ AÐ TAKA EFNI OG NEYSLUTÓL EN ÞAÐ VIRÐ- IST ENGU BREYTA Jón Þór Kvaran meðfeðarfulltrúi Í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni og við krufningu kom í ljós að hann hafði innbyrt mikið magn af fíkniefninu spice. Árið 2017 var talað um spice-faraldur á Litla-Hrauni en ljóst er að staðan er mun verri í dag. Spice er án efa eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld hafa þurft að fást við. Fréttablaðið ræddi við meðferðar- fulltrúa á Litla-Hrauni, lögreglu- menn, lyfjafræðing og formann félags fanga um þetta nýja eiturlyf. Allir eru þeir sammála um að hættan er mikil enda er það ólíkt f lestu sem til er á markaðinum. Framleiðend- urnir eru sífellt að breyta efnunum til þess að vera á undan löggjafanum sem þýðir jafnframt að notendurnir geta ekki vitað hvað þeir setja ofan í sig. Auk þess þarf aðeins eitt gramm af hreinu efni til að búa til hundruð neysluskammta. Þetta þýðir að í auknum mæli koma upp ofneyslutil- felli þar sem notendur fara í krampa- kast og andnauð. Langtímaáhrifin eru litlu skárri. Lítið má út af bregða „Spice er stórt vandamál hérna og það er mjög erfitt að fást við þetta. Þetta er það vímuefni sem við höfum verið mest að kljást við í marga mánuði. spice byrjaði að vera vandamál þegar það kom inn í fangelsið fyrst árið 2017. Í dag er neyslan meira viðvarandi. Hún hefur náð fótfestu og virðist ekki vera á förum,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla-Hrauni. „Það eru allir að reyna að gera sitt besta en það hefur ekki gengið vel. Nánast daglega erum við að taka efni og neyslutól en það virðist engu breyta.“ Jón segir að fangarnir virðist alltaf einu skrefi á undan þegar kemur að því að smygla efnunum inn í fangelsið. Mest grunar hann að efnin komi inn með heim sóknar- gestum. En fangarnir fá að vera í næði með þeim í sérstökum her- bergjum ef þeir haga sér vel. Annars fara heimsóknir fram á bak við gler og gegn um síma. „Efnið virðist vera að koma hing- að inn í hreinu formi. Þetta er mjög sterkt og það þarf lítið til. Úr aðeins einu grammi af hreinu spice er hægt að búa til einhver hundruð neyslu- skammta,“ segir Jón Þór. Á Litla-Hrauni er mikið samneyti á milli fanga á ólíkum deildum. Þeir hittast, til dæmis í útiveru og við vinnu. Frá klukkan 22.00 til 8.00 eru þeir lokaðir einir inni í klefa og þar er óumdeilt að neyslan fer fram. Fangarnir mega reykja tóbak inni í klefum sínum og engir skynjarar fara af stað ef kveikt er í spice-jónu. Aðspurður um vímuáhrifn segir Jón Þór að þetta lýsi sér að einhverju leyti eins og kannabisvíma. „Menn verða mjög vímaðir mjög hratt en það varir ekki lengi. Eftir það verða þeir f latir og „mellow“ sem minnir kannski frekar á kannabisvímuna,“ segir hann. Þar sem lítið þarf af efninu má lítið út af bregða. „Efnafræðin á bak við þetta er mjög misjöfn. Ef þeir klikka á blöndunni, blanda of sterkt eða álpast til að nota þetta hreint, þá fá menn krampaköst og verða ósjálf bjarga,“ segir Jón Þór. Þetta er það sem notendur spice kalla að froska eða fara í froskinn. „Við höfum þurft að kalla til sjúkra- bíl oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Fangaverðirnir sjálfir eru iðulega spurðir af heilbrigðisstarfs- fólki um ástand fanganna enda eru þeir farnir að þekkja áhrif spice vel. Í samtölum sínum við notendur segir Jón Þór að hann verði var við mjög mikla fíkn og að notendur ánetjist afar hratt. En hann veit ekki til þess að fráhvörfin séu mikil sé neyslunni hætt. Áhrifin á not- endurna koma hins vegar f ljótt í ljós, bæði líkamleg og andleg. „Þetta er alveg agalegt fíkniefni,“ segir Jón Þór. „Eftir langvarandi neyslu af þessu verða menn alveg eins og draugar. Þetta tekur ekki síður toll andlega en líkamlega.“ Jón Þór telur rétt að taka hart á notkun spice innan veggja Litla- Hrauns. „Þetta er öryggisfangelsi og þetta er ein helsta öryggisógn sem við stöndum frammi fyrir. Með þetta efni getum við aldrei vitað hvenær sé um ofskömmtun að ræða.“ Hann telur að fyrirkomulagið á Hólmsheiði sé mun betra en á Litla- Hrauni. Þar eru menn stúkaðir betur af og samneyti á milli ganga minna. Jón Þór telur að mikill meiri- hluti fanga á Íslandi eigi við fíkni- vanda að stríða, kannski um 90 pró- sent. Blöndun fanga á Litla-Hrauni gerir allar vímuvarnir erfiðari. „Þetta er eins og að reyna að vera með edrúborð á bar,“ segir hann. Þar að auki eru fíkniefni í fangelsi dýr, mun dýrari en á götunni. Menn Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampa- köst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. Jón Þór hefur starfað á Litla Hrauni síðan 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fangar eru einir inni í klefum sínum frá 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Á þeim tímum geta þeir óhindraðir reykt spice jónur án þess að nokkur verði þess var. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 3 -1 F 9 4 2 4 3 3 -1 E 5 8 2 4 3 3 -1 D 1 C 2 4 3 3 -1 B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.