Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 98
ÉG HEF FARIÐ ÚT AÐ HLAUPA OG ÁKVEÐIÐ AÐ ALLAN TÍMANN ÆTLI ÉG AÐ NEFNA ALLT SEM MÉR DETTUR Í HUG TIL AÐ ÞAKKA FYRIR, ALLT FRÁ SJAMPÓI TIL GÓÐRAR HEILSU. ÉG MÆLI MEÐ ÞESSU. ÉG VARÐ ÓVÆNT ÓLÉTT OG ÁÆTLAÐUR FÆÐ- INGARDAGUR VAR Í KRINGUM KOSNINGAR OG SVO BARA MÁ SEGJA AÐ EFTIRSPURN EFTIR FLOKKNUM MÍNUM ÞÁVERANDI HAFI EKKI VERIÐ MIKIL. Eva segist vera með nokkrar sögur í bígerð, þar á meðal eina fyrir fullorðna lesendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eva Einarsdóttir, fyrr-verandi borgarfulltrúi og fyrrverandi stjórnar-maður Bjartrar fram-tíðar, hætti afskiptum af stjórnmálum þegar hún fann að þau gáfu henni minna en þau tóku. Nú starfar hún sem kynningar- stjóri fyrir Nordplus og Erasmus+ hjá Rannís og gaf nýverið út sína aðra barnabók, Saga um þakklæti. Fyrri bókin, Saga um nótt, kom út árið 2013 og er frumburður Evu, dóttirin Saga, fyrirmynd sögu- hetjunnar rétt eins og í bókinni sem nú er komin út. „Bókin kom þann- ig til að Saga mín, þá um þriggja ára, var svolítið myrkfælin, svo ég sagði henni sögu um það fallega við myrkrið og nóttina. Þegar ég hafði sagt henni söguna hugsaði ég með mér að þetta væri nú bara ágætis saga, eða allavega hafði dóttirin hlustað með mikilli athygli og ákvað ég því að skrifa hana niður þegar ég stuttu seinna sat í lest erlendis.“ Skapandi fæðing má taka tíma Ég elska að vera í flugvél en sérstak- lega lest, það er svo róandi og ég verð oftar en ekki kreatíf. Ég gekk hrein- lega svo langt að teikna litlar myndir með sögunni en þær voru meira til að útskýra hvernig ég sæi söguna fyrir mér. Síðan æxlaðist það þann- ig að ég fékk Lóu Hjálmtýsdóttur teiknara til liðs við mig. Við þekkt- umst þá líklega meira í gegnum tón- listarbransann en ég vissi að hún væri mjög flink að teikna. Bækurnar væru ekkert án myndanna hennar Lóu, hún vatnslitar hverja og eina og á bak við er mikil vinna. Sökum annríkis leið svo smá tími frá því að bókin var tilbúin þar til hún kom út. En ég trúi því sterkt að sumt eigi sinn tíma og því fannst mér hún koma út á hárréttum tíma. Og sama með nýju bókina, fæðing einhvers skapandi má taka smá tíma, þá eykst jafnvel virðið,“ útskýrir Eva. Eva segir Sögu sjálfa hafa verið hæstánægða með heiðurinn. „Í útgáfuhófinu fyrir Sögu um nótt tók hún míkrafóninn úr höndum okkar Lóu, hélt tölu og las upp úr bókinni, þá sjö ára. Hún gladdist mjög þegar við fengum Ibby-barna- bókaverðlaunin og eins fannst henni merkilegt að það væri fjallað um bókina í Kiljunni man ég. Núna er hún í 8. bekk en finnst þetta bara skemmtilegt og ætlar til dæmis að lesa upp úr nýju bókinni á bóka- messunni í Hörpu.“ Var orðin gröm í pólitíkinni Eins og fyrr segir hætti Eva afskipt- um af pólitík árið 2018. „Ég ákvað að ég myndi ekki bjóða mig aftur fram þegar ég fann að starfið var ekki að gefa mér eins mikið og það tók af mér. Ég var orðin gröm og þetta átti dálítið hug minn allan. Ætli það megi síðan ekki segja að örlög og staðreyndir hafi ýtt undir að ég hætti. Ég varð óvænt ólétt og áætl- aður fæðingardagur var í kringum kosningar og svo bara má segja að eftirspurn eftir f lokknum mínum þáverandi hafi ekki verið mikil. Mér fannst samt hunderfitt að hætta, en finn að það er hollt. Þessi heimur getur verið eins konar hellir og það er gott að stíga aðeins út. Ég er mjög sátt í mínu nýja starfi þar sem eru nýjar og spennandi áskoranir,“ segir Eva sem þó útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum. Þakklát fyrir sjampó og heilsu Umfjöllunarefni barnabókarinnar sem nú kemur út er þakklæti en Eva segist lengi hafa trúað á mátt þess. „Til dæmis finn ég þegar ég er döpur eða jafnvel í sjálfsvorkunn að þá hjálpar mikið að þakka fyrir það sem ég á. Á fjölskyldufundum höfum við til dæmis farið hring þar sem á að nefna eitthvað sem maður er þakk- látur fyrir. Ég hef farið út að hlaupa Skrifar sögur um Sögu Eva Einarsdóttir skrifaði bók fyrir dóttur sína, Sögu, þegar hún var þriggja ára og myrkfælin og nú hefur önn- ur bók um Sögu litið dagsins ljós þó svo að Saga sjálf sé komin í áttunda bekk og myrkrið hræði ekki líkt og áður. og ákveðið að allan tímann ætli ég að nefna allt sem mér dettur í hug til að þakka fyrir, allt frá sjampói til góðrar heilsu. Ég mæli með þessu,“ segir Eva í léttum tón. Barnshafandi rúmlega fertug Eins og Eva sagði þá varð hún óvænt barnshafandi sem hafði áhrif á að hún ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum. Eva og eiginmaður hennar áttu tvö börn, þá 11 og sjö ára og voru sjálf komin yfir fertugt og frekari barneignir alls ekki á dagskránni. „Já, hún Vaka okkar, 16 mánaða, bætti sér í hópinn. Við vorum bara ansi sátt, fjögurra manna fjölskyldan og höfðum allt- af sagt við börnin þegar þau suðuðu um systkini að við yrðum ekki fleiri, þetta væri bara fínt og við værum gott teymi. En svo gerist lífið og þegar við sögðum frá því að von væri á litlu viðbótinni trúði sonur minn okkur ekki og sagðist fara að heiman ef við værum að ljúga,“ rifjar Eva upp. Aðspurð hver munurinn sé á að eignast barn á milli tvítugs og þrí- tugs og svo eftir fertugt segist Eva vera rólegri núna. „Ég treysti því að ég viti hvað er rétt og rangt og er lítið að lesa mér til og svona.“ Klístrað gólf og bleyjuskipti „En aðallega myndi ég segja að stóri munurinn sé að ég veit betur hvað tíminn líður hratt og reyni því að njóta hvers tímabils, líka klístraðs gólfs og bleyjuskipta,“ segir Eva og brosir. „Svo vinnur aldurinn líklega með manni að manni finnst bara huggulegt að fara snemma fram úr með henni, drekka kaffi og njóta samverunnar. Og það fallegasta er sjá alla ástina milli systkinanna og líklega erum við fjögur að ala hana upp. En ég viðurkenni að mér féllust smá hendur þegar ég hugsaði, enn eitt leikskólabarnið; með blautum fötum og sandi lekandi úr stígvél- unum,“ segir Eva og hlær. Margar hugmyndir í farvatninu Aðspurð um framhaldið segist Eva eiga litlar bækur um allt þar sem hún rissar niður hugmyndir en hún hafi þó ekki haft tíma til að sinna þeim öllum. „Ég hef hægt og rólega verið að skrifa bók fyrir fullorðna, er með eina litla sögu tilbúna í skúffunni fyrir yngri lesendur og er líka búin að gera beinagrind og persónu- sköpun að bók fyrir eldri börn. Var líka búin að skila efnisyfirliti að mat- reiðslubók til bókaforlags en fannst svo ekki vera rétti tíminn, og bók kannski ekki endilega rétta formið. Kannski kemur eitthvað út af þessu og þá á hárréttum tímapunkti. Það er alltaf á to-do listanum mínum að fara eitthvert ein yfir helgi eða í viku og skrifa,“ segir Eva að lokum augljóslega uppfull af hugmyndum. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í dag, laugardag, frá klukkan 15 til 16 í Máli og menningu, Laugavegi 18. bjork@frettabladid.is Bókin er myndskreytt af Lóu Hjálmtýsdóttur rétt eins og fyrri bókin um Sögu. 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 3 -2 4 8 4 2 4 3 3 -2 3 4 8 2 4 3 3 -2 2 0 C 2 4 3 3 -2 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.