Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 20166 Undirbúa Útvarp Akraness AKRANES: Fyrstu helgina í að- ventu, dagana 25. til 27. nóvem- ber nk. verður hið árlega Útvarp Akraness í loftinu fyrir Akurnes- inga og nærsveitunga. Sem fyrr er það Sundfélag Akraness sem stendur að dagskránni sem verð- ur fjölbreytt að sögn sundfélags- fólks, en með Útvarpi Akraness hefst undirbúningur jólanna hjá mörgum Skagamönnun- um. „Útvarpsnefndin hefur ver- ið að störfum frá því í byrjun október við skipulagningu dag- skránnar. Ef einhverjir vilja taka þátt þá hafi samband við Sund- félag Akraness á netfangið Ut- varpakraness@gmail.com. Góð- ur skerfur af útvarpinu þetta árið verður helgaður Íþróttabanda- lagi Akraness, sem varð 70 ára fyrr á árinu,“ segir í tilkynningu. -mm Brugðist við miklum launa- hækkunum LANDIÐ: Samninganefnd Al- þýðusambands Íslands var síð- degis í gær boðuð til fundar. Tilefnið var úrskurðar kjararáðs frá því um helgina. „Óhætt er að segja að úrskurður kjararáðs komi eins og blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingarinnar sem á þingi ASÍ í síðustu viku fjallaði um mikilvægi sáttar og samstöðu á vinnumarkaði ef það á að vera hægt að koma hér á nýju samn- ingalíkani að Norrænni fyrir- mynd,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað kjararáð að út- vega þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands launahækkan- ir á bilinu 20-44%. Er það önn- ur launahækkunin sem þessir æðstu embættismenn þjóðar- innar fá á þessu ári. Hækkunin nú þýðir að laun ráðherra verða um og yfir tvær milljónir króna á mánuði, þingfararkaup verður 1.100.000 krónur og laun for- seta Íslands um þrjár milljónir á mánuði. -mm Asíubúar í ógöngum VESTURLAND: Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Flest þess- ara óhappa voru minnihátt- ar nudd á bílastæðum. Bet- ur fór en á horfðist þeg- ar asískur ökumaður missti stjórn á bílaleigubíl sínum í snjó og krapa á Vesturlands- vegi sl. laugardag. Hann var á ferðalagi með kunningja sínum og upp undir Holta- vörðuheiðinni lenti hann í krapa og snjóföl sem var á veginum. Bremsaði hann þá með þeim afleiðingum að bíllinn rann stjórnlaust yfir veginn og lenti á mannlaus- um pallbíl rjúpnaskyttu sem var þar út í vegarkantinum. Bílaleigubíllinn varð óöku- fær við áreksturinn og pall- bíll rjúpnaskyttunnar tjónað- ist nokkuð en var þó vel öku- fær. Asísku ferðamennirn- ir sluppu án teljandi meiðsla enda voru þeir í öryggis- beltum og varðir af líknar- belgjum sem sprungu út í at- gangnum. Var ferðamönn- unum komið til byggða. Þá voru aðrir Asíubúar á ferð- inni á Heydalnum í vikunni og misstu þeir bílinn sinn út af í lausamöl og skemmd- ist undirvagninn það mik- ið að fjarlægja þurfti bíl- inn með kranabíl. Bíllinn fór í einhverjum loftköstum utan vegar en hélst á réttum kili. Ferðamennirnir sluppu ómeiddir enda í öryggis- beltunum. Var þeim komið til byggða og ætluðu þeir að reyna að fá annan bílaleigu- bíl og halda för sinni áfram um íslenska vegakerfið. -mm Til er listi um húsanöfn AKRANES: Í síðasta tölu- blaði Skessuhorns birtist grein með fyrirsögninni „Af gömlum götunöfnum á Akra- nesi.“ Þar var fjallað um göt- unöfn að fornu og nýju. Bæta má því við að á vef Akranes- kaupstaðar er hægt að finna skrá yfir húsanöfn á Akra- nesi. Það er skrá þar sem öll- um eldri húsum sem hafa nöfn er raðað eftir stafrófs- röð. Í seinni tíð er hætt að gefa húsum nöfn. Bræðurnir Bogi og Svavar Sigurðssynir á Akranesi færði fyrir ári síð- an Akraneskaupstað til varð- veislu skrá yfir húsanöfnin. Hún byggir á samantekt sem Sigurlína Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir unnu að á árunum 2010 og 2011. Sú vinna var unnin í samvinnu við m.a. Braga í Kirkjubæ og var m.a. stuðst við æviskrá Akurnesinga við gerð listans. Til að finna listann á vef bæj- arins, er best að skrá inn leit- arorðið „Húsanöfn“ á akra- nes.is -mm Mikið var að gera á dekkjaverk- stæðum í landshlutanum í síðustu viku þegar bíleigendur vildu fá vetrardekkin undir bíla sína. Þá var spáð kólnandi veðri og umhleyp- ingum og því einsýnt að þessu ár- lega verki mætti ekki fresta lengur. Þegar ljósmyndarar Skessuhorns voru á ferðinni höfðu starfsmenn á orði að törnin væri óvenjumikil að þessu sinni. Davíð Sigurðsson sem á og rekur Bifreiðaþjónustu Harð- ar í Borgarnesi sagði ástæðuna gott veðurfar í haust. „Þegar svo allt í einu er spáð að kólni er eins og allir taki við sér á sama tíma. Undanfar- in ár hefur þetta dreifst yfir lengri tíma,“ sagði Davíð. Í síðustu viku var um viku biðlisti eftir umfelg- un hjá Davíð. Heldur styttri biðlisti var hjá N1 á Akranesi, en stöðugur straumur bíleigenda var á ferðinni þegar ljósmyndara bar að garði. mm/ Ljósm. mm & ki. Annir í umfelgunum Þeir Jóhann, Ágúst og Gautur á G. Hansen í Ólafsvík hafa haft í nógu að snúnast í að umfelga undir bílum íbúa í Snæfellsbæ að undanförnu. Öll þessi vika er upp- bókuð í dekkjaskiptum. Ljósm. af. Davíð Sigurðsson á Bifreiðaþjónustu Harðar. Ljósm. mm. Þeir voru brosmildir við dekkjavélina hjá Bifreiðaþjónustu Harðar, félagarnir Bjarni Freyr Björgvinsson og Steinþór Grönfeldt Steinþórsson. Ljósm. mm. Björn Leifsson er hér í óða önn að herða felguboltana á N1. Ljósm. ki. Valdimar Lárusson hjá N1 á Akranesi. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.