Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 23 Hinn árlegi heilsueflingardagur heilsu- gæslunnar verður haldinn laugardaginn 5. nóvember nk. kl. 11:00 – 14:30 Þunglyndi og kvíði -hvað er til ráða? fræðsla – skimunarlistar – viðtöl – úrræði Erindi verða flutt kl 11:15 og 13:15 Bjóðum alla íbúa svæðisins velkomna Opið hús SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Dekk geta skilið milli feigs og ófeigs í umferðinni. Í tilkynningu frá trygg- ingafélaginu VÍS segir að mikill munur sé á sumar- og vetrardekkj- um. „Þau eru gerð úr mismunandi efnablöndu sem hitastig hefur ólík áhrif á. Sumardekkin harðna þeg- ar kólnar í veðri. Við -7°C geta þau orðið svo glerhörð að þau virki nán- ast eins og skautar þannig að ökutæk- ið renni mun hraðar yfir grund en ætlast er til. Þau henta því alls ekki á veturna. Góð vetrardekk stytta aftur á móti stöðvunarvegalengd um tugi metra,“ segir í frétt VÍS. Það vefst fyrir mörgum að velja hentugustu dekkin en ríkjandi akstursaðstæður hvers og eins ráða miklu um hvað hentar best. Gott er að hafa eftirfar- andi í huga: Á ísilögðum vegi reynast negld vetrardekk hvað best út frá stöðvun- arvegalengd. Ef mest er ekið í bleytu og slabbi þá eru dekk sem ryðja vel frá sér vatni góður kostur þar sem þau minnka líkur á að bíll fljóti upp. Vetrardekkjakönnun FÍB getur hjálpað til við valið. Mynstursdýpt má ekki vera minni en 3 mm á veturna og dekkin mega ekki vera misslitin. Merkingar vetrar- og heilsárs- dekkja: Dekk eru t.d. merkt á hlið- unum. M+S (mud/snow-slabb/snjór) og stendur fyrir heilsársdekk en vetr- ardekk eru með öðrum merkingum. Gott er að fólk kynni sér þetta. Rangur loftþrýstingur veldur því að dekkin slitna hraðar, eldsneyt- iseyðsla eykst, hemlunarvegalengd lengist og aukin hætta er á að fólk missi stjórn á bílum sínum. mm Góð dekk eru gríðarlegt öryggisatriði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í síð- ustu viku frá því að honum hafi borist símtal frá tveimur konum af Reykja- nesi sem störfuðu í sumar við innrit- un flugfarþega á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir að vera ekki félagsmenn í VLFA vildu konurnar leita upp- lýsinga um réttindi sín og skyldur hjá utanaðkomandi verkalýðsfélagi, um hvort það stæðist lög og kjara- samninga að fyrirtæki sem ráði fólk til starfa á vellinum geti farið fram á það að þjálfunartími til starfa sé ekki greiddur af viðkomandi fyrir- tækjum. Konunum var gert að ynna af hendi 40 til 80 stunda starfstengt nám launalaust. Starfstengda námið fer yfirleitt fram á milli klukkan 16 og 22 og stendur yfir í tvær til þrjár vikur. „Ég hélt fyrst að hér væri um einn risastóran misskilning að ræða enda hef ég aldrei nokkurn tímann heyrt að starfstengd námskeið og þjálfun sem starfsmenn þurfa nauðsynlega að undirgangast til að geta sinnt þeim störfum sem þeir eru að fara að sinna séu launalaus. Ég tjáði kon- unum að ég skyldi hafa samband við þeirra stéttarfélag sem þau tilheyra til að kanna málið fyrir þær,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði samband við stéttar- félag kvennanna sama dag og var tjáð að þessi námskeið hafi til fjölda ára verið launalaus og ástæðan væri sú að konurnar væru ekki ráðnar fyrr en þær hafi lokið þessu starfstengda námskeiði í allt að 80 klukkutíma og fyrirtækin hafi alltaf neitað að greiða fyrir þessi námskeið. „Ég skal fús- lega viðurkenna að ég varð orðlaus og tjáði viðkomandi forystumanni stéttarfélagsins, sem konurnar til- heyra, að mitt mat væri að starfs- tengd námskeið, sem eru nauðsynleg til að geta sinnt umræddum innrit- unarstörfum, séu launalaus, standist ekki eina einustu skoðun. Þetta er að mínu mati gjörsamlega til skammar fyrir umrætt fyrirtæki en þau fyrir- tæki sem umræðir eru Airport Asso- iates ehf. og IGS, sem er dótturfélag Icelandair Group.“ Vilhjálmur bætir því við að hann einfaldlega trúi því ekki að forstjóri Icelandair Group, sem jafnframt er formaður Samtaka atvinnulífsins, láti það átölulaust við IGS að starfs- menn sem sinna innritunarstörf- um fyrir flugfélagið, þurfi að und- irgangast allt að 80 klukkustunda starfstengt námskeið án þess að fá eina einustu krónu fyrir það. „Ég skora á umrædd fyrirtæki að greiða öllum þeim starfsmönnum sem hafa tekið þessi starfstengdu námskeið laun allt annað er klárt of- beldi - og svona gera menn ekki,“ skrifar Vilhjálmur. mm Innritunarfyrirtæki greiða ekki fyrir þjálfun nýrra starfsmanna Úr innritunarsal í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.