Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201610 Veiðimenn um allt land héldu til rjúpnaveiða síðastliðinn föstudag, en þá var fyrsti veiðidagur haustsins. Að þessu sinni eru veiðar heimilað- ar í fjórar helgar, þrjá dagar í senn. Áfram er sölubann á rjúpu og mega veiðimenn því einungis skjóta fyr- ir sjálfa sig og fjölskylduna í mat- inn. Náttúrustofnun lagði til að ráð- lagt yrði að veiða 40 þúsund rjúp- ur í haust. Stofnunin segir stofninn í niðursveiflu víðast hvar utan norð- austurhorns landsins. Víða snjó- aði í fjöll nóttina fyrir fyrsta veiði- dag. Skessuhorn hefur heimildir fyr- ir því að nokkrir hafi fengið ágæta veiði en sömuleiðis voru aðrir sem fundu enga fugla. Einni rjúpnaskyttu var komið til bjargar á fjalllendi í ná- grenni Laugarvatns um helgina. Var maðurinn orðinn kaldur og þrekað- ur þegar til hans náðist. Ekki er vitað um önnur óhöpp. Áfram eru veiðimenn hvattir til að fara að öllum settum leikreglum, búa sig vel, láta vita um ferðir sínar og fara almennt eftir þeim leiðbein- ingum sem gefnar hafa verið fyrir þá sem halda til fjalla. mm Tónlistar- kennarar samn- ingslausir í ár LANDIÐ: Stjórn Kennara- sambands Íslands lýsir þungum áhyggjum af stöðunni sem uppi er í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Kjarasamningar tónlist- arskólakennara hafa verið laus- ir í nærfellt heilt ár eða frá 1. nóvember 2015, eða í rétt ár. „Staða tónlistarskólakennara er með þeim hætti að nýliðun er lítil sem engin innan stéttarinn- ar og afstaða sveitarfélaganna er farin að hafa áhrif á starfs- ánægju tónlistarskólakennara í starfi. Sú hugmynd að allar skólagerðir vinni saman gengur ekki upp ef mismunun í kjörum kennarahópanna heldur áfram. Stjórn Kennarafélags Íslands krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og laun þeirra leiðrétt í sam- ræmi við laun annarra kennara í landinu,“ segir í ályktun frá KÍ. -mm Stórgripir í umferðinni VESTURLAND: Alltaf er nokkuð um að lögreglu ber- ist tilkynningar um lausagöngu búfjár á vegum í landshlutan- um. Oftast er um kindur að ræða en stundum sleppa einn- ig hross út á vegina og jafnvel nautgripir. Aðfararnótt síðasta mánudags gerðist það að til- kynnt var um nokkra stórgripi á Vatnaleiðinni á Snæfellsnesi. Haft var samband við bændur í nágrenninu sem brugðust skjótt við og komu nautgripunum til síns heima. „Nauðsynlegt er að vegfarendur tilkynni um lausa- göngu búfjár í síma 112 eða við- komandi lögreglu sem bregst þá strax við og reynir að koma skepnunum af vegunum og inn í næstu girðingar í samvinnu við bændur og búalið. Mikill skaði getur orðið af ákeyrslu við stór- gripi og oft er erfitt að koma tímanlega auga á skepnurnar eftir að skyggja tekur,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. -mm Atvinnuleysi mælist 3% LANDIÐ: Samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 195.000 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í september 2016, sem jafngildir 82,3% atvinnu- þátttöku. Af þeim voru 189.300 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,9% og hlut- fall atvinnulausra af vinnuafli var 3%. Samanburður mælinga fyr- ir september 2015 og 2016 sýn- ir að atvinnuþátttakan jókst um 0,9 prósentustig. Fjöldi starf- andi jókst um 8.500 og hlutfall- ið af mannfjölda hækkaði um 1,6 stig. Atvinnulausum fækk- aði um 1.300 manns og hlut- fall þeirra af vinnuaflinu lækk- aði um 0,8 prósentustig. -mm Könnuðu notkun öryggisbúnaðar BORGARNES: Í liðinni viku stöðvaði lögreglan á Vesturlandi för um 40 ökumanna við leik- skóla í Borgarnesi. Kannað var með notkun öryggisbúnaðar. Að sögn lögreglu reyndust börn og fullorðnir vera með allan örygg- isbúnað í lagi. Að sögn lögreglu stendur til að halda þessu eftirliti áfram víðar í umdæminu. -mm Oddný sagði af sér formennsku LANDIÐ: „Ég tók við sem for- maður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niður- staða kosninganna er mér mik- il vonbrigði,“ segir í yfirlýsingu Oddnýjar G Harðardóttur, sem sagði af sér formennsku í Sam- fylkingunni á mánudaginn í kjöl- far útkomu flokksins í kosning- unum á laugardaginn. „Samfylk- ingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framund- an er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvæg- ara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Af- gerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi við- brögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylk- ingarinnar.“ Logi Einarsson, vara- formaður og nýkjörinn þingmað- ur Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 22. - 28. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: Engar landanir skráðar í vikunni. Arnarstapi: Engar landanir skráðar í vikunni. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 243.774 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.198 kg í einni löndun. Ólafsvík 7 bátar. Heildarlöndun: 86.855 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 24.168 kg í þremur róðrum. Rif 5 bátar. Heildarlöndun: 115.378 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 49.887 kg í einni löndun. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 67.685 kg. Mestur afli: Hannes Andrésson SH: 39.119 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.198 kg. 25. október. 2. Grundfirðingur SH - GRU: 49.955 kg. 26. október. 3. Saxhamar SH - RIF: 49.887 kg. 26. október. 4. Helgi SH - GRU: 46.658 kg. 24. október. 5. Farsæll SH - GRU: 42.078 kg. 25. október. grþ Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, setti í lið- inni viku reglugerð sem heimilar að veita hreyfihömluðum styrki og uppbætur vegna bifreiða þótt þeir hafi ekki bílpróf ef þeir búa í sjálf- stæðri búsetu og eru með persónu- legan aðstoðarmann samkvæmt samningi við viðkomandi sveitarfé- lag. Fram til þessa hafa hreyfihaml- aðir einungis átt rétt á styrkjum og uppbótum vegna bifreiðakaupa og reksturs bifreiða ef þeir sjálfir hafa ökuréttindi eða einhver á heimilinu þar sem hinn fatlaði býr. „Megin- markmið reglugerðar um styrki og uppbætur vegna bifreiða er að gera hreyfihömluðu fólki kleift að stunda atvinnu, skóla og sækja reglubundna endurhæfingu eða læknismeðferð,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. mm Fá nú bifreiðastyrk þótt þeir hafi ekki bílpróf Rjúpnaveiðitímabilið er byrjað Póst- og fjarskiptastofnun hefur synjað beiðni Útvarps Sögu að nota áfram útvarpstíðnina 102,1 MHz. Stofnunin heimilaði SagaNet ehf. á árinu 2015 að nota tíðnina 102,1 MHz tímabundið, í þeim tilgangi að prófa hvort hún hentaði bet- ur til útvarpsdreifingar á höfuð- borgarsvæðinu, heldur en tíðnin 99,4 MHz sem útvarpsstöðin hef- ur heimild til að nota. Í apríl síðast- liðnum sótti útvarpsstöðin um að fá varanlega heimild til þess að nota báðar tíðnirnar. Í ákvörðun PFS er umsókn SagaNet hf. hafnað og lagt fyrir fyrirtækið að hætta notkun á tíðninni 102,1 MHz þar sem tíma- bundið leyfi til prófana er útrunn- ið. Ákvörðun PFS byggir á skyldu stofnunarinnar til þess að stuðla að skilvirkri og hagkvæmri notk- un tíðnirófsins. „Vegna eftirspurn- ar eftir FM tíðnum á undanförnum árum er ekki svigrúm til þess að út- hluta fleiri en einni tíðni til hvers aðila á sama svæði og hefur PFS hafnað öllum erindum þar að lút- andi sl. 18 ár,“ segir í tilkynningu frá PFS. mm Takmarkaður fjöldi tíðnirása fyrir útvarp Umferðaróhapp varð á Skagabraut á Akranesi síðastliðinn mánudag. Ökumaður missti stjórn á bif- reið sinni með þeim afleiðingum að hann ók utan í tvo kyrrstæða og mannlausa bíla sem lagt hafði verið í götunni. Tildrög óhapps- ins eru ókunn en engin slys virðast urðu á fólki. Ökumanninum, sem var einn í bílnum, var þó komið undir læknishendur til skoðunar. kgk/ Ljósm. ki. Ók utan í tvo kyrrstæða bíla Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í síðustu viku var lagt fram erindi frá LAVA-Hótel Varmaland ehf þar sem farið er fram á langtímaleigu- samning á landi fyrir ofan og fram- an gamla húsmæðraskólann, bygg- ingu sem LAVA-hotel Varmaland keypti á síðasta ári. Einnig voru lagðar fram af hálfu fyrirtækis- ins óskir um viðræður við sveitar- félagið um nýtingu á fleiri mann- virkjum á Varmalandi. Á fundin- um samþykkti byggðarráð að vísa þeim hluta erindisins sem snýr að landleigu til umhverfis,- skipulags og landbúnaðarnefndar. Byggðar- ráð áréttaði að sú stefna hefur ver- ið mótuð að íbúðir sem óskað var eftir leigu á verði seldar. Byggðar- ráð lýsti hins vegar yfir áhuga á við- ræðum við fyrirtækið um nýtingu á félagsheimilinu Þinghamri og sundlauginni á staðnum. mm/ Ljósm. Mats Wibe Lund. Vilja leigja land og mannvirki á Varmalandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.