Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201612 Ný reglugerð um lítil matvæla- fyrirtæki og hefðbundin matvæli tók gildi 17. október síðastliðinn. Markmið reglugerðarinnar er að auka sveigjanleika í lítilli og hefð- bundinni matvælaframleiðslu til að auðvelda framleiðendunum að uppfylla kröfur matvælalöggjafar- innar. Reglugerðin felur í sér tals- verðar nýjungar fyrir lítil matvæla- fyrirtæki þar sem vinnsla matvæla er hliðarbúgrein með annarri starf- semi. Hún veitir afslátt af ákveðn- um kröfum í hollustuháttareglu- gerðum og skapar aukið svigrúm til framleiðslu séríslenskra hefðbund- inna matvæla, svo sem til reykingu á kjöti í litlum reykhúsum, þurrk- unar á fiski í hjöllum og trönum og hefðbundinnar verkunar á hákarli. Einnig eru veittar undanþágur frá ákveðnum kröfum í sláturhúsum og fiskmörkuðum. Umræddur sveigjanleiki byggist á heimildum reglugerða Evrópu- sambandsins um hollustuhætti sem varða matvæli og skipulag opinbers eftirlits. Þær heimila allar ákveðinn sveigjanleika eða aðlögun að ýtrustu kröfum reglugerðanna án þess þó að koma í veg fyrir að markmiðum þeirra verði náð. Nefna má eftirfar- andi atriði í reglugerðinni: Ekki er skylt að kljúfa fyrir heilbrigðisskoð- un skrokka af ákveðnum dýrum í sláturhúsum, sérákvæði eru nú um geymslur fiskmarkaða, ákveðinn sveigjanleiki fyrir litlar mjólkur- vinnslur, litlar kjöt- og fiskvinnslur, litlar eggjapökkunarstöðvar og litl- ar matvælavinnslur. Sérstök aðlög- un að kröfum er nú fyrir lítil slátur- hús og aðlögun að kröfum fyrir lítil reykhús. Sérákvæði eru um hefð- bundna þurrkun á fiski og verkun á hákarli. „Með innleiðingunni er farið að fordæmi annarra Evrópu- ríkja sem hafa notfært sér þessar heimildir fyrir hefðbundna mat- vælaframleiðslu í sínum löndum,“ segir í tilkynningu Matvælastofn- unar. mm Nýjar reglur auðvelda matvælavinnslu í smáum stíl Sérákvæði er nú að finna í reglugerð um verkun á hákarli. Hér er mynd úr safni Skessuhorns af vinnslu hákarls í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Vorið 2015 fékk Gunnar Gíslason það hlutverk að skoða húsnæðis- og aðstöðumál grunnskóla á Akra- nesi og hefur hann nú skilað skýrslu um efnið. Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn skólanna hafi verið fengnir til að velta upp öllum mögu- leikum um hvort hægt væri að nýta húsnæði grunnskólanna betur eða á annan hátt og bregðast þannig við þeirri fjölgun nemenda sem spáð er næstu ár. Í tillögum skýrslunnar kemur fram að Gunnari þykir ekki ráðlegt að byggja nýjan grunnskóla á Akranesi. „Það er alltof fjárfrek fram- kvæmd miðað við þá fjölgun nem- enda sem liggur fyrir og jafnvel þó þeir verði eitthvað fleiri en spáin ger- ir ráð fyrir,“ segir í skýrslunni. Bend- ir hann á að hægt sé að endurskipu- leggja nýtingu á húsnæði Brekkubæj- arskóla þannig að hann geti tekið við fleiri nemendum án þess að leggja í mikinn kostnað. Meðal annars er lagt til í skýrslunni að stjórnunar- álma skólans verði flutt á náttúru- fræðistofuganginn. Þar verði einnig aðstaða deildarstjóra og losnar þá um rými á þriðju hæð sem nýta má fyr- ir kennslu. Lagt er til að bókasafnið verði flutt í tölvustofu rýmið og að núverandi aðstöðu bókasafns verði breytt í tvær kennslustofur eða eina stóra. Þá er bent á að endurskipu- leggja megi á fleiri stöðum innan veggja skólans. Til að mynda megi flytja bókageymslu á þriðju hæð í ris nýbyggingar eða kjallara. Þá megi nýta rýmið sem aðstöðu fyrir nem- endur á unglingastigi. Minna í steypu - meira í innra starf Í skýrslunni er bent á að ekki sé mik- ið svigrúm til að fjölga nemendum í Grundaskóla, nema með því að byggja við eða fjölga lausum kennslustofum. Bent er á að hagkvæmt sé að bæta við fjórðu lausu stofunni, að skynsamlegt sé að breyta Gryfjunni í kennslurými og að flytja megi vinnuaðstaða kenn- ara á unglingastigi í endurgert rými. Þetta hefur þegar verið gert. Þá er einnig bent á að bókasafnið geti ver- ið upplýsinga- og tölvuver og megi þá nýta tölvustofu í annað. „Ef vilji er fyrir því að Grundaskóli verði 700 barna skóli er hagkvæmast að byggja fjórar stofur við miðstigsálmuna,“ segir jafnframt um Grundaskóla. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands er rými sem getur tekið við öllum nem- endum í 10. bekk nú þegar. Hjá FVA er jákvæðni gagnvart þessari hug- mynd en aðilar í grunnskólunum eru ekki jafn jákvæðir fyrir hugmyndinni og óvíst hvað foreldrum og nemend- um finnst. Gunnar bendir þó á að þetta yrði ein hagkvæmasta lausn- in fyrir bæjarsjóð. Þá bendir hann á að ef nemendur í 10. bekk fari í hús- næði FVA skapist tækifæri til að taka fimm ára börn inn í grunnskólana sem myndi létta á þrýstingi á fjölg- un rýma í leikskólum og jafnvel gefa tækifæri til að taka yngri börn inn í þá. Í skýrslunni er jafnframt rætt um aldursskipta skóla. Í því samhengi er bent á að augljós ókostur við slíkt skipulag sé skólaakstur og eins sé það mikil uppstokkun á kerfinu sem gæti reynst erfitt að framkvæma. Í loka- orðum skýrslunnar bendir Gunnar á að mikilvægt sé að hugsa lausnir þannig að þær bæti aðstöðu skólanna eins mikið og hægt er. „Það liggur fyrir að það þarf að endurnýja búnað, það þarf að tæknivæða skólana, end- urmennta kennara og styðja við þá og stjórnendur. Þetta á bæði við um grunnskóla og leikskóla. Það er því skynsamlegt að mínu mati að setja minna í steypu eins og er og meira í innra starfið og aðbúnaðinn á hverj- um stað,“ segir Gunnar Gíslason í skýrslunni að endingu. grþ Skýrsla birt um húsnæðismál leik- og grunnskóla á Akranesi Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að færa nemendur 10. bekkjar grunnskólanna á Akranesi í húsnæði FVA og að það yrði hagkvæmasta lausnin fyrir bæjarsjóð. Við þann flutning gæti skapast tækifæri til að taka yngri börn inn í leikskóla bæjarins. Vegagerðin kynnti í síðustu viku matsskýrslu sína vegna lagning- ar nýs Vestfjarðavegar númer 60 milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem telur á fjórða hundrað blaðsíður, er lagt mat á þá valkosti sem eru til staðar, en eins og kunnugt er leggur Vega- gerðin til að nýr vegur verði lagð- ur um Teigsskóg. „Ákvörðun um leiðarval byggist á góðum sam- göngum til framtíðar, umferðar- öryggi, áhrifum framkvæmdanna á umhverfið, kostnaði og arðsemi,“ segir í niðurstöðum Vegagerðar- innar. Vegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur verði lagður eftir leið Þ-H. Helstu rök eru þessi: a) Vegir skulu lagðir í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitar- félaga. „Frávik leiðar Þ-H frá aðal- skipulagi verða að teljast óveruleg frá þeirri línu sem er að finna á gild- andi aðalskipulagi Reykhólahrepps og hafa forsvarsmenn sveitarfélags- ins lýst þeirri afstöðu sinni.“ b) Innanríkisráðherra lagði fyrir al- þingi þann 27. september sl. tillögu að Samgönguáætlun 2015-2026. Jarðgangaáætlun er hluti samgönguáætlunar og fram kemur að ekki er reiknað með jarðgöngum undir Hjallaháls á framangreindu tímabili og því fjármagni sem ætl- að er til málaflokksins ráðstafað til annarra jarðganga. Í sömu áætlun eru áætlaðar fjárveitingar til vega- gerðar um Gufudalssveit í samræmi við áætlanir um kostnað við leið Þ-H. Því er ekki fyrirséð að fjár- magn fáist til framkvæmda á þeim leiðum sem hafa minnst neikvæð áhrif á umhverfið þ.e. jarðganga- leiðirnar H1 og D2. Kostnaður vegna leiðar D2 er 10,9 milljarðar kr. og leiðar H1 er 12,0 milljarðar kr. Dýpri kolefnisspor (sbr. kafli 6.4.3.1.) og meiri rekstrarkostnað- ur (sbr. kafli 3.5.4.) fylgja þessum leiðum en öðrum. Engu að síður eru þetta þær leiðir sem Vegagerðin telur að hefðu í för með sér minnst neikvæð áhrif á umhverfið. c) Við undirbúning mats á um- hverfisáhrifum hefur Reykhóla- hreppur lagt mikla áherslu á að nýr Vestfjarðavegur verði lagður um láglendi og hvorki um Hjallaháls né Ódrjúgsháls. Því er óvíst að veitt yrði framkvæmdaleyfi fyrir leið D2 þar sem hún liggur yfir Ódrjúgs- háls. d) Ódýrasti kosturinn er að leggja Vestfjarðaveg eftir leið Þ-H. Sú lausn mun kosta um 6,4 milljarða kr., en sú leið sem næst er í röðinni, leið I, mun kosta 10,4 milljarða kr. Vegagerðin telur að sú leið sé lak- ari kostur en leið Þ-H, vegna meiri neikvæðra áhrifa á umhverfið. e) Í kafla 6.9.8. kemur fram að ef leiðir A1 eða I verði fyrir valinu sé æskilegt að fara í frekari rannsóknir þar sem skilyrðum um straumhraða í brúaropi sé ekki fullnægt, einnig hafi leið A1 hvað mestu áhrifin á straummynstur og leið I hafi nei- kvæð áhrif á útskolun og súrefni í Þorskafirði, þættir sem þyrfti að skoða nánar yrði Vestfjarðavegur lagður eftir henni. f) Ef ákveðið yrði að leggja veginn eftir leið A1 eða I, þyrfti að end- urskoða hönnun þeirra til að upp- fylla forsendur um straumhraða í brúaropum. Slíkt myndi óhjá- kvæmlega hafa í för með sér auk- inn kostnað. Í þessum rökum veg- ur kostnaður þungt en veigamiklir áhrifaþættir eru enn fremur nei- kvæð áhrif leiða A1 og I á um- hverfið og vilji sveitarfélagsins um að vegur verði lagður í sem mestu samræmi við gildandi skipulag- sáætlanir. Samkvæmt því sem að framan er rakið er það niðurstaða Vegagerðarinnar að vegur verði ekki lagður um umrætt svæði án þess að neikvæð áhrif verði á um- hverfið. Í því sambandi sé nauðsyn- legt að líta til hagsmuna almenn- ings annars vegar af því að kom- ast um landið eftir greiðfærum og öruggum vegi og geta þannig not- ið náttúrunnar og hins vegar þeirr- ar nauðsynjar að vernda náttúruna fyrir óþarfa raski eftir því sem frek- ast er unnt. Vega verði þessi sjónar- mið saman og gera markmið nátt- úruverndarlaga einmitt ráð fyr- ir því. Leið A1 fer ekki um svæði á náttúruminjaskrá en hún hefur þrátt fyrir það næst mest neikvæð heildaráhrif á umhverfið í för með sér auk þess að vera umtalsvert dýr- ari en aðrar leiðir. Þótt leið Þ-H fari um svæði á náttúrminjaskrá, hef- ur markvisst verið unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum henn- ar á svæðið í samanborið við fyrr- nefnda leið B. Almannahagsmun- ir krefjast þess að samgöngur um svæðið verði bættar og að sú leið sem verði valin verði fullnægjandi með tilliti til umferðaröryggis. Í því sambandi verður ekki annað séð en að óhjákvæmilegt sé að sú leið sem fyrir valinu verður hafi í för með sér neikvæð umhverfisáhrif. Leið Þ-H er besti kosturinn í því sambandi að mati Vegagerðarinnar. mm Rök fyrir vegarlagningu um Teigsskóg Hér má sjá fyrirhugaða veglínu um Teigsskóg.Útsýni af Vestfjarðavegi í átt að Teigsskógi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.