Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 27
Útgáfa Skessuhorns til áramóta Skessuhorn kemur út sjö sinnum fram að áramótum: FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 19. árg. 19. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Vaskur flokkur manna nýtti góða veðrið um helgina til að steypa bílaplan við nýja áningarstaðinn við Bjarnarfoss á Snæfellsnesi. Sjá nánar inni í blaðinu. Ljósm. Kristinn Jónasson. Samkvæmt breytingartillögu við fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 sem samþykkt var á Al- þingi síðastliðinn miðvikudag verð- ur 250 milljónum króna varið til endurbóta á Skógarstrandarvegi á næstu tveimur árum. Eins og ítrekað hefur verið greint frá í Skessuhorni hafa fjölmörg slys og óhöpp orðið á þessum sextíu kílómetra vegarkafla á undanförnu ári. Áður hafði ekki var gert ráð fyrir að veita peningum til vegarins fyrr en árið 2019. „Við erum mjög ánægð með þetta fram- lag sem kom inn í samgönguáætl- un á síðustu stundu og var eiginlega framar okkar vonum,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar í samtali við Skessuhorn. „Við trú- um því að umræða síðustu vikna og mánaða hafi haft jákvæð áhrif á þró- un málsins þar sem lögregla, sveit- arfélagið, Skessuhorn og fleiri vöktu athygli á málinu og hve brýnt það væri,“ bætir Sveinn við. Þá ber að geta þess að samtals er gert ráð fyr- ir að verja 1,1 milljarði til endurbóta Skógarstrandarvegar fram til ársins 2036, skv. nýrri samgönguáætlun sem kynnt var í innanríkisráðuneyt- inu í september síðastliðnum. Í samgönguáætluninni sem sam- þykkt var á miðvikudag ásamt fjölda breytingatillagna er einnig gert ráð fyrir 300 milljóna króna framlagi til Uxahryggjavegar á næsta ári. Árið 2018 er gert ráð fyrir að 700 millj- ónum króna verði varið til Þjóðveg- ar 1 um Kjalarnes (Vesturlandsveg- ar) og 200 milljónum til 4,4 km kafla á Fróðárheiði sama ár. Vegna Vestfjarðarvegar um Gufu- dalssveit í Reykhólahreppi er gert ráð fyrir 300 milljóna króna fram- lagi á þessu ári, 1,2 milljarði króna á næsta ári og 1,2 milljarði árið 2018 eða samtals 2,7 milljörðum króna yfir þriggja ára tímabil. Þá hefur verulega verið aukið við fjármagn til viðhalds vega og endur- bóta á tengivegum. Í því felst meðal annars að Vegagerðin fær peninga til að framkvæma tilraun sem gæti orðið til að einfalda verulega endur- bætur á tengivegum í sveitum. „Að frumkvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, beitti meirihluti fjár- laganefndar sér fyrir að Vegagerðin fengi fjárveitingu til að framkvæma tilraun, sem gæti orðið til að ein- falda verulega endurbætur á vegum. Ekki er hægt að segja að tilraunin hafi verið frumleg, en hún gengur út á að með lágmarks endurbótum megi leggja bundið slitlag án mik- ils kostnaðar,“ segir Haraldur Bene- diktsson alþingismaður m.a. í að- sendri grein sem birtist hér í Skessu- horni vikunnar. kg Samgönguáætlun samþykkt með nokkrum breytingum Meðal tillagna sem samþykktar voru má nefna að veitt var 250 milljónum króna til lagfæringa á veginum um Skógarströnd og árið 2018 fara 700 milljónir til að hefja fram- kvæmdir á Kjalarnesi. Ljósm. af malbikum í Norðurársdal er úr safni Skessuhorns. „Kosningar, húrra!“ Þetta eru orð íbúa á Skarðsströnd í Döl- um þegar þetta sjaldséða gula tæki sást á ferð í vikunni sem leið. Ljósm. Halla Steinólfsdóttir. Kosningar í nánd Síðastliðinn mánudag efndu kon- ur víða um land til samstöðufunda í tilefni af kvennafrídeginum. Krafan er skýr; jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. Dagurinn var upphaflega haldinn hátíðlegur 24. október árið 1975 en hefur nú fimm sinnum eftir það verið nýttur til að benda á rétt- indamál kvenna. Nú hafa mælingar sýnt að með óbreyttri þróun launa milli kynja muni það taka yfir fimm- tíu ár að konur fái greidd sömu laun og karlar fyrir vinnu sína. Að þessu sinni lögðu konur niður störf klukk- an 14:38, eða á þeirri mínútu sem þær hætta að meðaltali að fá laun á við karla. Árið 2010 var vinna stöðv- uð klukkan 14:25, þannig að ekki hefur mikið áunnist í réttindabarátt- unni á þessum sex árum. Kvennafrí- dagurinn verður því áfram, örugg- lega þar til fullnaðarsigri verður náð. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 19. árg. 26. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Tilviljun réði því að bræðurn- ir Sigurður og Kristján Guð- mundssynir frá Hvanneyri eign- uðust báðir barn á sjúkrahúsinu á Akranesi síðastliðinn mánudag. Á sunnudagskvöldið snæddu þeir kvöldverð hjá foreldrum sínum, ásamt barnsmæðrum sínum og þegar þeir kvöddust þá um kvöld- ið áttu þeir ekki von á því að lenda saman á fæðingadeildinni. Þó var vitað að annað barnið væri á leið- inni þar sem Eydís Smáradóttir, kona Kristjáns, var bókuð í keis- araskurð daginn eftir. Settur dag- ur hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur konu Sigurðar var hins vegar ekki fyrr en í nóvembermánuði. Hlut- irnir fóru þó öðruvísi en ætlað var og kom barn Aldísar Örnu og Sigurðar í heiminn á undan barni Kristjáns og Eydísar, eftir að Aldís Arna missti legvatnið klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sigurður og Aldís keyrðu þá um nóttina á fæð- ingadeildina og þegar þangað var Eignuðust barn sama daginn komið lögðu þau bifreið sinni við hlið bíl Kristjáns og Eydísar. Dótt- ir þeirra fæddist svo stuttu síðar, eða klukkan hálf sjö um morgun- inn. Tæpum þremur tímum síðar fæddist sonur Kristjáns og Eydís- ar. Fjölskyldurnar voru báðar enn staddar á fæðingadeildinni í gær þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið hjá og smellti af mynd af þess- um samtaka bræðrum með börnin sín. grþ Mótmæltu kynbundnum launamun Fjórar starfskonur leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal tóku af skarið og fóru í litla kröfugöngu í Reykholti til að mótmæla kynbundnum launamun. Á myndinni eru f.v: Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Rósa Vigdís Arnardóttir, Kristín Jónsdóttir og Dagný Vilhjálmsdóttir. Ljósm. kj. Grundfirskar konur voru ekki eftirbátar kynsystra sinna annars staðar en þær lögðu niður störf klukkan 14:38. Þá voru friðsæl mótmæli í miðbæ Grundarfjarðar áður en gengið var niður á höfn. Ljósm. tfk. Þúsundir kvenna komu saman á Austurvelli á mánudaginn. Meðal þeirra var hún Sveindís Helga sem steig upp á grein til að meta ástandið. Fjær kúrir þinghúsið. Ljósm. hs. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 19. árg. 2. nóvember 2016 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Opnunartími: Mán-föst. 08:00 - 18:00 Laugardaga 10:00 - 14:00 Sunnudaga 12:00 - 14:00 Innnesvegur 1, 300 Akranes Sími: 431-2019 Vökudagar 2016 27. okt. – 6. nóv. DAGSKRÁ Á AKRANES.IS Menningarhátíðin Vökudagar stendur nú sem hæst á Akranesi. Afar fjölbreytt dagskrá er í boði og úr mörgu að moða fyrir þá sem vilja kynna sér list og menningu í bæjarfélaginu. Á meðfylgjandi mynd eru Slitnir strengir sem spilaði fyrir gesti undir stjórn Ragnars Skúlasonar á opnu húsi í tónlistarskólanum síðastliðinn laugardag. Sjá myndasyrpu frá hátíðinni bls. 24-25. Ljósm. mm. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út klukkan 7:45 í gærmorgun vegna bruna við sumarhús í landi Vatns- enda í Skorradal. Skömmu áður hafði Tryggvi Sæmundsson á Hálsum orð- ið var við brunalykt frá hlaðinu heima hjá sér þegar hann var að leggja af stað í skólaakstur Tryggvi gerði Pétri Dav- íðssyni á Grund viðvart en hélt sjálf- ur áfram akstri með börnin. Pétur fór að leita elds og fann við heitan pott og skjólvegg við sumarbústað í Vatns- endahlíð. Pétur og fleiri sem komu á vettvang náðu að hefta útbreiðslu eldsins með garðslöngu þar til fyrstu slökkviliðsmenn komu frá Hvanneyri. Gekk slökkvistarf vel. Talið er líklegt að eldsupptök megi rekja til dælubún- aðar við pottinn. Litlu mátti þó muna að eldurinn næði að læsa sig í grind- verk áfast húsinu. Þakka má þefvísi Tryggva og fundvísi Péturs að ekki fór ver í þessum bruna. mm/ Ljósm. Pétur Davíðsson Heitur pottur brann við s ma hús Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samkomulag þess efnis að rík- issjóður taki yfir lífeyrisskuldbind- ingar þeirra hjúkrunarheimila sem fram til þessa hafa verið rekin með ábyrgð sveitarfélaga. Hér er ein- ungis um hluta hjúkrunarheimila í landinu að ræða þar sem lífeyris- skuldbindingar margra þeirra höfðu áður verið færðar til ríkisins. Heild- arlífeyrisskuldir þessara sveitarfé- laga vegna reksturs hjúkrunarheim- ila voru um 3,5 milljarðar króna um síðustu áramót. Stærsta einstaka líf- eyrisskuldbindingin hér á landi var hins vegar á Akranesi þar sem allar lífeyrisskuldbindingar vegna starfs- fólks Dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Höfða voru á ábyrgð Akra- neskaupstaðar og Hvalfjarðarsveit- ar, sem á 10% í heimilinu á móti 90% hlut Skagamanna. Samkomu- lagið nú miðast við að yfirtaka rík- isins á lífeyrisskuldbindingunum verður afturvirk til 1. janúar 2016. Fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimil- ið Höfða voru þessar skulbinging- ar um einn milljarður króna og mun samkomulagið því lækka lífeyris- skuldbindingar bæjarsjóðs Akranes- kaupstaðar um fjórðung. „Þetta samkomulag er gríðarlegur áfangi fyrir okkur enda miklir hags- munir í húfi. Með þessu erum við að lækka skuldir bæjarjóðs verulega, og auðvelda rekstur hjúkrunar og dval- arheimislisins,“ segir Ólafur Adolfs- son formaður bæjarráðs í samtali við Skessuhorn. „Við þennan áfanga vil ég þakka Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra og fjármáladeild Akranes- kaupstaðar fyrir mikla vinnu við að ná þessu fram, en Regina situr fyrir hönd sveitarfélaga í viðræðunefnd- inni við ráðuneytið. Ekki síður tel ég að vinna Haraldar Benediktsson- ar þingmanns hafi haft úrstlitaþýð- ingu, en hann beitti sér mjög fyrir lausn þessara mála. Við ásamt Kjart- ani Kjartanssyni framkvæmdastjóra Höfða höfum lagt nótt við dag við að lenda þessu lífeyrisskuldbindinga- máli farsællega, en ekki er ofsagt að þessi baggi hefur íþyngt fjárhags- stöðu A og B hlut ársreiknings Akra- neskaupstaðar í alltof mörg ár,“ seg- ir Ólafur sem var að vonum glaður þegar Skessuhorn heyrði í honum síðastliðinn föstudag. mm Þungu fargi létt af bæjarsjóði Akraneskaupstaða MIÐVIKUDAGINN 9. NÓVEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 8. nóv. MIÐVIKUDAGINN 16. NÓVEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 15. nóv. MIÐVIKUDAGINN 23. NÓVEMBER AÐVENTUBLAÐ SKESSUHORNS. Fjöldreift í 10 þúsund eintökum. Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 22. nóv. Æskilegt vegna stærðar blaðs að auglýsingar séu þó pantaðir fyrr. MIÐVIKUDAGINN 30. NÓVEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðju daginn 29. nóv. MIÐVIKUDAGINN 7. DESEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. des. MIÐVIKUDAGINN 14. DESEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 13. des. MIÐVIKUDAGINN 21. DESEMBER JÓLABLAÐ SKESSUHORNS. Skilafrestur auglýsinga klukkan 16:00 mánudaginn 21. des. Fréttaveita Vesturlands Sími 433-5500 – www.skessuhorn.is Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is Markaðsdeild: lisbet@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.