Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 13 Á netinu, snertilaust og um allan heim Nýtt debetkort Landsbankans gerir alla verslun og þjónustu þægilegri og öruggari. Nú getur þú verslað á netinu með debetkortinu, greitt snertilaust og notað kortið á fjölmörgum stöðum um allan heim. Kynntu þér nýtt debetkort á landsbankinn.is/nyttdebetkort Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2016. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.  viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2016. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2017 Greinargerð Hjalta Hafþórssonar, umsjónarmanns fasteigna Reykhóla- hrepps, var lögð fram til kynningar á síðasta sveitarstjórnarfundi. Þar kem- ur fram að hönnuð hafi verið fyrir- huguð stækkuð verslunarinnar Hóla- búðar á Reykhólum. „Endurbygg- ingin miðar að stækkun búðarinnar til austurs, þar sem byggður verður veitingaskáli við núverandi byggingu, einnig stór sólpallur og heild hússins samræmd,“ segir í greinagerðinni. Þar kemur einnig fram að rekstrar- aðilar Hólabúðar stefna að því að fá bæði veitingaleyfi og vínveitingaleyfi næsta sumar. „Þessi lykiltenging við ferðamenn og íbúa er einn af grunn- þáttum uppbyggingar ferðaþjónustu á staðnum, þar á meðal fyrirhuguð þaraböð og gisti- og hótelrekstur,“ segir í greinargerð umsjónarmanns fasteigna. Húsnæði verslunarinnar Hóla- búðar er í eigu Reykhólahrepps. Ekki hefur verið tekin formleg ákvörð- un um stækkun hússins en í frétt á Reykhólavefnum er því gert skóna að fjallað verði um málið á næsta sveitar- stjórnarfundi. 28 milljónir í viðhald á árinu Annars er um að ræða í greinagerð- inni yfirlit yfir framkvæmdir og verkefni sem unnið hefur verið að á vegum hreppsins á undanförnu ári. Þau eru meðal annars húsa- kostur grunn- og leikskóladeildar Reykhólaskóla, húsnæði dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar, hafnarsvæðið, vatnsveita, Kven- félagsgarðurinn svokallaði, tvær af fjárréttum hreppsins, stjórn- sýsluhúsið, sundlaugin Grettis- laug og viðhald gatna sem heyra undir sveitarfélagið. Endanleg- ur kostnaður vegna framkvæmda ársins 2016 liggur ekki fyrir, enda er vinna enn í gangi og fjárlagaári ekki lokið. „Áætlanir gera þó ráð fyrir að endanlegur kostnaður vegna hönnunar og framkvæmda við lóðir og opin svæði, svo sem lóð Barmahlíðar, svæði tengd skóla og íþróttahúsi og Kvenfélagsgarði verði um kr. 22.800.000,“ segir í greinagerðinni. Þá er þess enn fremur getið að viðhald fasteigna sé enn í gangi, en ráðist hefur verið í mikið viðhald á undanförnu ári á fasteignum í eigu sveitarfélagsins. Áætlað er í grein- argerðinni að kostnaður vegna viðhalds á árinu 2016 verði um 28 milljónir króna þegar allt er talið. Munar þar mest um framkvæmdir við Reykhólaskóla. Ráðgjafarkostnaður hreppsins á árinu er 2,4 milljónir og kemur til vegna úttektar og viðhaldsáætlun- ar á húsnæði grunnskólans, sem og ráðgjafar vegna úrlausnar kalda- vatnsmála. kgk Fyrirhuguð er stækkun Hólabúðar á Reykhólum ölvuteikning af stækkaðri og breyttri Hólabúð á Reykhólum í greinargerð um- sjónarmanns fasteigna Reykhólahrepps.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.