Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Um þessar mundir standa yfir Vökudagar á Akranesi. Að venju eru fjölmargir viðburðir í boði, bæjarbúum og öðrum til yndis og ánægju. Einn viðburðurinn ,,Um- breyting - Eitthvað verður annað,“ er samsýning átta nemenda og fjög- urra kennara úr Grundaskóla. Við- fangsefnið er að nýta gamla hluti til endurhönnunar og endursköpun- ar þar sem ofgnótt og neysluhyggja einkenna samtímann. Sýningin er ótrúlega flott og mörg verkin eiga sjálfsagt eftir að standa lengi. Á það ekki síður við um verk unga fólks- ins en kennaranna. En það er ekki sýningin sjálf, þó glæsileg sé, sem er ástæða þess að ég set þessar línur á blað. Það er verkefnið sjálft sem mér finnst svo merkilegt. Sýningin sprettur ekki upp af engu! Hún er afrakstur margra vikna vinnu þeirra sem að henni standa. Fjórir kennarar sem allir stunda ólíkar listgreinar meðfram grunn- skólakennslu tóku sig saman fyr- ir fjórum árum og bjuggu til þetta verkefni, með það að markmiði að samþætta ólíkar listgreinar og stuðla að samvinnu nemenda og kennara óháð aldri og reynslu. Það eitt, að gefa ungu fólki tæki- færi til að finna hæfileikum sínum farveg við listsköpun undir hand- leiðslu fullorðinna, en þó á jafn- ingjagrundvelli er frábært framtak. Að gera það síðan í sínum frítíma er aðdáunarvert! Í sameiningu naut hópurinn handleiðslu listakonunn- ar Helenu Guttormsdóttur. Í ferl- inu eru allir jafnir, allir miðla, ungir læra af þeim sem eldri eru og öfugt. Viðfangsefni verkefnisins gefur til- efni til gagnrýninnar hugsunar. Verkefnið er styrkt af Uppbygg- ingasjóði Vesturlands. Þar stendur sjóðurinn algjörlega undir nafni. Að byggja upp, styðja við og styrkja ungt fólk og gefa þeim veganesti sem getur hvort sem er nýst þeim á komandi starfsvettvangi eða ýtt undir áhugamál sem stuðlar að innihaldsíkum tómstundum. Það að eiga sér áhugamál og geta stund- að það við góð skilyrði undir góðri handleiðslu er lykilatriði í öllu for- varnarstarfi hvort sem er í íþróttum eða listum. Um leið og ég óska aðstandend- um verkefnisins til hamingju hvet ég bæjarbúa og ekki síður aðra til að gera sér ferð í matsalinn í Sem- entverksmiðjunni og skoða glæsi- lega sýningu. Heiðrún Janusardóttir Höf. er verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá Akraneskaupstað. Pennagrein Pennagrein Uppbyggingasjóður í forvarnarstarfi! Bob Dylan, eftir Loga. Snarpri kosningabaráttu er lokið. Við í Norðvesturkjördæmi get- um verið stolt af góðum árangri Vinstri grænna. Hreyfingin fékk 18,1% atkvæða sem hefði að öllu eðlilegu átt að skila okkur tveim- ur þingmönnum. Flokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu í 15,9% og er útkoma okkar í þeim samanburði glæsileg. Þetta er önnur besta út- koma flokksins í kjördæminu frá stofnun hans en árið 2009 fékk hann 22,8% og þrjá menn kjörna. Skoðanakannanir höfðu sýnt allt kjörtímabilið að flokkurinn átti í vök að verjast í kjördæminu miðað við fylgi hans á landsvísu og kannanir síðastliðið vor bentu til þess að fylgi flokksins yfir landið væri hvað lakast í NV kjördæmi. Við fundum fyrir miklum meðbyr síðustu vikur og í kosningunum á laugardaginn ríflega tvöfaldaðist fylgið frá síðustu kosningum, sem er jafnframt helmingi meiri aukn- ing en hjá hreyfingunni á landsvísu og kjörfylgið hér er nú talsvert yfir kjörfylgi flokksins yfir landið. Við vissum öll að 2. sætið var baráttusæti og gæti farið á báða vegu. Ég viðurkenni fúslega að hafa lagt mig allan fram, hef far- ið um allt kjördæmið, ekið vegina holótta og skrikkjótta og veit hvað þar brennur á fólki. Ég hef hitt og kynnst fjölda fólks víðsvegar um kjördæmið og fyrir það er ég þakklátur. Annað sætið er nú vara- þingmannssæti og ég vænti þess að fá tækifæri til að koma málefnum kjördæmisins á framfæri á Alþingi en einnig að vinna að innra starfi hreyfingarinnar í kjördæminu. Ég vil þakka öllu stuðnings- fólki fyrir það traust og hvatningu sem það hefur sýnt okkur í barátt- unni. Á framboðslista okkar voru öflugir einstaklingar og baráttu- sveit sem bæði í krafti hugsjóna, reynslu og metnaðar vilja gera vel fyrir íslenskt samfélag. Hópur sem í sameiningu vann góðan kosn- ingasigur í NV kjördæmi. Með- frambjóðendum á listanum þakka ég gott samstarf og skemmtilega kosningabaráttu. Bjarni Jónsson Ágæta stuðningsfólk! Pennagrein Kærar þakkir fyrir það mikla traust sem þið sýnduð framboði Sjálf- stæðisflokksins í alþingiskosning- um 29. október sl. Markmið okk- ar um að fá þrjá þingmenn kjörna náðist. Slíku takmarki er ekki auð- velt að ná í kjördæmi sem aðeins hefur átta þingmenn og mörg framboð. En niðurstaðan er skýr, góður sigur framboðsins. Sigrinum fylgir ábyrgð. Við lof- uðum að vinna þjóðinni allt það gagn sem við gætum og kjördæm- inu okkar. Við lögðum sérstaka áherslu á ýmis úrbótamál sem þarf að vinna að. Þau eru mörg og breytileg í okkar víðfeðma kjör- dæmi. En þau eru öll mál sem þið í þeim byggðum leggið áherslu á. Þannig á okkar starf að vera, vinna með fólkinu að betra samfélagi. Við þökkum góðar móttökur í fyrirtækjum og stofnunum. Að þessu sinni náðist ekki að fara eins víða og æskilegt er. Barátt- an var stutt og tíminn af skorn- um skammti. Það er einstaklega ánægjulegt að upplifa nú, þær miklu breytingar sem hafa orðið frá því að við kusum 2013. Nú ríkti bjartsýni og kraftur. Mikilvægast af öllu er að varðveita það. Sjálfstæðimenn um allt kjör- dæmið lögðu sig alla fram í þess- ari baráttu. Þeirra er sigurinn og þeirra er þessi árangur. Það er ekki sjálfgefið að svo margt hæfi- leikaríkt fólk leggi svo hart að sér í sjálfboðavinnu. En einmitt þannig látum við hvert og eitt verkin tala. Við viljum öll vinna samfélögum okkar gagn og standa með þeim. Frambjóðendum annarra flokka sendum við okkar bestu kveðj- ur. Sú mikla vinna og álag sem fylgir ferðalögum og kosningabar- áttu í NV kjördæmi er líka mikill skóli. Þann skóla höfum við allir frambjóðendur tekið og þakka ég drengilega og skemmtilega baráttu sem aldrei bar skugga á. Nú liggur fyrir að mynda sterka ríksstjórn. Það er í mínum huga einboðið að Sjálfstæðisflokkurinn eigi þar aðild og formaður okkar Bjarni Benediktsson leiði þá stjórn. Enda er ein niðurstaða kosning- anna að engin stjórnmálaleiðtogi nýtur jafn mikils trausts. Kærar þakkir fyrir skemmtilega októberdaga. Haraldur Benediktsson. Höf er 1. þingmaður Norvestur- kjördæmis og oddviti Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Takk fyrir traustið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.