Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201616 Nýverið bauð sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar í heimsókn kjörnum fulltrúum og framkvæmdastjór- um í nágrannasveitarfélögunum; Akraneskaupstað, Borgarbyggð og Skorradalshreppi. Móttaka fyrir hópinn var í Heiðarskóla og það- an var haldið í Bugavirkjun þar sem Leirárgarðabændur kynntu virkj- unina og þá starfsemi sem þar fer fram. Því næst var haldið að Hlöð- um þar sem gestir fengu leiðsögn um safnið og kynningu á ýmsu sem tengist hernámi Íslands á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Heim- sókninni lauk síðan með kvöldverði á Hótel Glym í Hvalfirði. Stjórnendur þessara sveitarfélaga hafa lengi viðhaft heimsóknir sem þessar og hafa skipst á að bjóða ná- grönnum sínum í heimsókn til að ræða saman og fræðast um sveitar- félag gestgjafans hverju sinni. kgk Nágrönnum boðið í heimsókn Kjörnir fulltrúar og framkvæmdastjórar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps í heimsókn í Bugavirkjun að Leirárgörð- um. Ljósm. hvalfjardarsveit.is. Búið er að vera mikið að gera hjá fé- lögum í Hesteigendafélaginu Hring í Ólafsvík undanfarið en þeir standa í stórræðum og eru að byggja reið- höll. Gengur bygging hússins hægt en örugglega og er stefnt að því að hægt verið að taka það í notkun í vetur en fullklára bygginguna næsta vor. Mest af vinnunni framkvæma félagar í hesteigendafélaginu sjálfir og liggja ekki á liði sínu við hana. Þeir fengu smiði til að slá upp fyr- ir sökklum og munu fá mann sem hefur reynslu af því að reisa límt- réshús til að aðstoða sig við reis- inguna. Verður reiðhöll þessi mikil breyting á aðstöðu hestamanna yfir vetrartímann og mikil tilhlökkun í félagsmönnum að koma húsinu í gagnið. Líkt og með aðrar reiðhall- ir sem eru í byggingu á Snæfellsnesi er húsið keypt hjá Límtré Vírneti í Borgarnesi. þa Vinna við byggingu reiðhallar í Ólafsvík Bókasafn Grundarfjarðar flutti haustið 2013 í Sögumiðstöðina í Grundarfirði þar sem fyrir voru upplýsingamiðstöð, Bæringsstofa ljósmyndasafn, kaffihús og sýningar Sögumiðstöðvar. Á sumrin er þröng á þingi, húsið er þétt setið ferða- mönnum sem sækja upplýsingamið- stöðina, kaffihúsið og Sögumiðstöð- ina heim. Hefur það orðið til þess að heimsóknum heimamanna á bóka- safnið hefur snarfækkað. „Síðasta sumar varð algjör sprenging í fjölda ferðamanna. Í þessu litla húsi eru allir á sama gólfi og þröng á þingi yfir sumartímann. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að heimsóknum heimamanna á bókasafnið hafi fækk- að og hrun varð í útlánum,“ seg- ir Sunna Njálsdóttir, forstöðumað- ur Bókasafns Grundarfjarðar í sam- tali við Skessuhorn. Til að reyna að sporna við þessari þróun og hvetja Grundfirðinga til að sækja safnið heim ákvað Sunna fyrir skemmstu að taka myndir af bókakápum og birta á Facebook-síðu safnsins og heimasíðu bæjarins. „Ég ákvað að prófa að taka myndir af bókum og birta á síðunni, þannig að fólk gæti lesið heima hjá sér það sem stendur aftan á bókunum. Ef fólki langar að lesa það sem er í hillunum þá getur það gert upp hug sinn áður en það kemur á staðinn,“ segir Sunna. „Ég vona að þetta verði til þess að fjölga heimsóknum en það er stutt síðan ég byrjaði á þessu og verður gaman að vita hvort þetta virkar eða ekki,“ bætir hún við. Fjöldi heimsókna og útlána hrapaði Að sögn Sunnu hafa Grundfirðingar alla tíð verið duglegir að sækja bóka- safnið og hafa verið vel á pari við landsmeðaltal í útlánum og heim- sóknum. Árið 2014, fyrsta árið eft- ir að safnið flutti í núverandi hús- næði, tvöfaldaðist fjöldi heimsókna heimamanna yfir sumartímann og fjöldi útlána jókst sömuleiðis tölu- vert. „En síðasta sumar hrapaði al- gjörlega bæði fjöldi heimsókna og útlána og varð nærri því sá sami og var meðan safnið var enn uppfrá og bara opið einn dag í viku á sumr- in,“ segir Sunna. „Engu að síður var ávinningur af því að komast niður í miðbæ, nær fólkinu. Mörg bóka- söfn hafa undanfarin ár verið færð í miðbæ víða í þéttbýlisstöðum lands- ins og það hefur sýnt sig að fjöldi heimsókna og útlána hefur aukist á þeim stöðum. Það sama gerðist í raun hjá okkur fyrsta árið eftir flutn- inginn, þannig að staðsetning safns- ins er ekki vandamálið. Húsnæðið er einfaldlega of lítið á sumrin til að Sögumiðstöð, upplýsingamiðstöð, kaffihús og bókasafn geti deilt einu og sama gólfinu og það kemur nið- ur á starfsemi bókasafnsins,“ segir Sunna. Börn lesa ef foreldrar lesa Ástæða þess að Sunna hefur áhyggj- ur af þessari þróun er að henni þyk- ir bókasafnið í Grundarfirði, rétt eins og önnur bókasöfn á landinu, hafa hlutverki að gegna þegar kem- ur að læsi þjóðarinnar. „Bóklestur fólks er að minnka og lesskilning- ur þar með. Börn og unglingar lesa helling, en fyrst og fremst í tölvum þar sem þau venjast stuttum textum. Skilningur á lengri textum verður stöðugt minni,“ segir Sunna. „Hins vegar er það staðreynd að börn lesa meira ef þau sjá foreldra sína lesa. Rannsóknir hafa sýnt það, meðal annars ein sem gerð var á Akureyri og sýnir að jákvæð fylgni er milli lesturs barna og lesturs foreldra þeirra,“ bætir hún við. Ástæðan fyr- ir minnkandi bókalestri telur hún vera breytta tíma og fjölbreyttari afþreyingarmöguleika. „Þannig að við viljum fá fullorðna fólkið á safn- ið og helst að það taki börnin með sér, því í mínum huga er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir bækur og bókasöfnin,“ segir Sunna en tekur fram að með lestri eigi hún einnig við hlustun á hljóðbækur og lestur rafbóka. „Sá sem til dæmis hlustar á bækur meðtekur bókmenntaverk- ið alveg eins og ef hann læsi það, það er enginn sérstakur munur þar á. Margir nota hljóðbækur á göngu eða við líkamsrækt og hafa þar fund- ið bókalestri nýjan stað og stund. Þá er enginn munur á að lesa bók eða rafbók hvað textann varðar, þetta er alltaf sama bókin,“ segir hún. Sunna vonast til að hljóðbækur og rafbæk- ur einnig verði í auknum mæli hægt að nálgast á bókasöfnum eða í gegn- um bókasöfnin. „Í framtíðinni verð- ur þetta þannig að fólk mun sækja hljóð- eða rafbók á stafrænu formi á vefnum gegnum útlánakerfi bóka- safna. Það verður allt saman gott og blessað en þangað til það verður hafa bókasöfnin enn hlutverki að gegna í núverandi mynd,“ segir Sunna. Samsetningin góð En hver telur hún að yrði farsæl- asta lausnin til að fá Grundfirðinga til að venja komur sínar á bókasafn bæjarins að nýju? „Besta lausnin í mínum huga væri einfaldlega að stækka húsið, því samsetningin er góð. Að hafa hér undir einu þaki bókasafn, kaffihús, upplýsingamið- stöð og Sögumiðstöð með sýning- unum er mjög gott. Það er bæði mín skoðun og einnig höfum við heyrt það frá gestum okkar. Þetta þurfa heimamenn að kynna sér og upplifa. Ferðamönnunum finnst skemmtilegt að hafa þetta allt undir einu þaki. Þetta styður allt hvert við annað. Það vantar bara meira pláss, það er of þröngt á þingi,“ segir Sunna að lokum. kgk Síðasta sumar hrapaði bæði fjöldi heimsókna og útlána - segir Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Grundarfjarðar Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Grundarfjarðar. Til að reyna að hvetja fólk til að heimsækja safnið hefur Sunna tekið myndir af bókum og birt á Facebook-síðu safnsins og heimasíðu bæjarins. Hér má sjá nokkrar þeirra fjölmörgu og fjölreyttu barnabóka sem hægt er að nálgast á safninu. Einnig tekur Sunna myndir af bakhlið bókanna, svo fólk geti lesið um hvað þær fjalla. Ljósm. Bókasafn Grundarfjarðar á Facebook.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.