Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 19. árg. 2. nóvember 2016 - kr. 750 í lausasölu Hugmyndin með EVE Online var að búa til leik sem margir gætu spilað á sama tíma. Nú erum við aftur á barmi byltingar. Búðu þig undir spennandi framtíð Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila. Pantaðu viðtal við fyrirtækjaráðgjafa á arionbanki.is/fyrirtaeki eða í síma ��� ���� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 28 39 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Opnunartími: Mán-föst. 08:00 - 18:00 Laugardaga 10:00 - 14:00 Sunnudaga 12:00 - 14:00 Innnesvegur 1, 300 Akranes Sími: 431-2019 Vökudagar 2016 27. okt. – 6. nóv. DAGSKRÁ Á AKRANES.IS Menningarhátíðin Vökudagar stendur nú sem hæst á Akranesi. Afar fjölbreytt dagskrá er í boði og úr mörgu að moða fyrir þá sem vilja kynna sér list og menningu í bæjarfélaginu. Á meðfylgjandi mynd eru Slitnir strengir sem spiluðu fyrir gesti undir stjórn Ragnars Skúlasonar á opnu húsi í tónlistarskólanum síðastliðinn laugardag. Sjá myndasyrpu frá hátíðinni bls. 24-25. Ljósm. mm. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út klukkan 7:45 í gærmorgun vegna bruna við sumarhús í landi Vatns- enda í Skorradal. Skömmu áður hafði Tryggvi Sæmundsson á Hálsum orð- ið var við brunalykt frá hlaðinu heima hjá sér þegar hann var að leggja af stað í skólaakstur Tryggvi gerði Pétri Dav- íðssyni á Grund viðvart en hélt sjálf- ur áfram akstri með börnin. Pétur fór að leita elds og fann við heitan pott og skjólvegg við sumarbústað í Vatns- endahlíð. Pétur og fleiri sem komu á vettvang náðu að hefta útbreiðslu eldsins með garðslöngu þar til fyrstu slökkviliðsmenn komu frá Hvanneyri. Gekk slökkvistarf vel. Talið er líklegt að eldsupptök megi rekja til dælubún- aðar við pottinn. Litlu mátti þó muna að eldurinn næði að læsa sig í grind- verk áfast húsinu. Þakka má þefvísi Tryggva og fundvísi Péturs að ekki fór ver í þessum bruna. mm/ Ljósm. Pétur Davíðsson Heitur pottur brann við sumarhús Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samkomulag þess efnis að rík- issjóður taki yfir lífeyrisskuldbind- ingar þeirra hjúkrunarheimila sem fram til þessa hafa verið rekin með ábyrgð sveitarfélaga. Hér er ein- ungis um hluta hjúkrunarheimila í landinu að ræða þar sem lífeyris- skuldbindingar margra þeirra höfðu áður verið færðar til ríkisins. Heild- arlífeyrisskuldir þessara sveitarfé- laga vegna reksturs hjúkrunarheim- ila voru um 3,5 milljarðar króna um síðustu áramót. Stærsta einstaka líf- eyrisskuldbindingin hér á landi var hins vegar á Akranesi þar sem allar lífeyrisskuldbindingar vegna starfs- fólks Dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Höfða voru á ábyrgð Akra- neskaupstaðar og Hvalfjarðarsveit- ar, sem á 10% í heimilinu á móti 90% hlut Skagamanna. Samkomu- lagið nú miðast við að yfirtaka rík- isins á lífeyrisskuldbindingunum verður afturvirk til 1. janúar 2016. Fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimil- ið Höfða voru þessar skulbinging- ar um einn milljarður króna og mun samkomulagið því lækka lífeyris- skuldbindingar bæjarsjóðs Akranes- kaupstaðar um fjórðung. „Þetta samkomulag er gríðarlegur áfangi fyrir okkur enda miklir hags- munir í húfi. Með þessu erum við að lækka skuldir bæjarjóðs verulega, og auðvelda rekstur hjúkrunar og dval- arheimislisins,“ segir Ólafur Adolfs- son formaður bæjarráðs í samtali við Skessuhorn. „Við þennan áfanga vil ég þakka Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra og fjármáladeild Akranes- kaupstaðar fyrir mikla vinnu við að ná þessu fram, en Regína situr fyrir hönd sveitarfélaga í viðræðunefnd- inni við ráðuneytið. Ekki síður tel ég að vinna Haraldar Benediktsson- ar þingmanns hafi haft úrstlitaþýð- ingu, en hann beitti sér mjög fyrir lausn þessara mála. Við ásamt Kjart- ani Kjartanssyni framkvæmdastjóra Höfða höfum lagt nótt við dag við að lenda þessu lífeyrisskuldbindinga- máli farsællega, en ekki er ofsagt að þessi baggi hefur íþyngt fjárhags- stöðu A og B hlut ársreiknings Akra- neskaupstaðar í alltof mörg ár,“ seg- ir Ólafur sem var að vonum glaður þegar Skessuhorn heyrði í honum síðastliðinn föstudag. mm Þungu fargi létt af bæjarsjóði Akraneskaupstaða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.