Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 48. tbl. 19. árg. 30. nóvember 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Gjafakortið fæst í öllum útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort Jólagjöf sem allir geta notað Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna GJAFABRÉF á leiksýningu & kvöldverð Gjafvörur í miklu úrvali Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Njótum aðventunnar verslum í heimabyggð Opið alla daga 10:00-21:00 Haldið var upp á 70 ára afmæli Íþróttabandalags Akraness síðastliðinn laugardag og samhliða því var 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu. Á hátíðinni kynntu aðildarfélög ÍA starfsemi sína og gátu gestir spreytt sig í fjölmörgum íþróttagreinum. Þá voru nokkur félög með sýningu og kynningu á sínum greinum. Hér sést hluti félaga í Karatefélaginu. Fleiri myndir frá afmælishátíðinni má sjá á bls. 20. Ljósm. Jónas H. Ottósson. Láki Tours, sem gerir út hvalaskoð- unarbáta frá Grundarfirði, fjárfesti á dögunum í nýju skipi til hvalaskoðun- ar. Skipið kemur frá Noregi þar sem það þjónaði áður sem sjúkraflutninga- skip og seinna birgðaflutningaskip fyrir olíuborpalla. Gísli og Skarphéð- inn Ólafssynir reka fyrirtækið sam- an og eru þeir hæstánægðir með nýja skipið. Það var norsk áhöfn sem sigldi skipinu hingað til lands en Skarphéð- inn sigldi með þeim síðasta áfangann. Nú verða gerðar talsverðar breyting- ar á skipinu þar sem það verður und- irbúið sem farþegabátur. Skipið sem fékk bráðabirgðanafn- ið Íris á meðan því var siglt yfir haf- ið, hefur ekki hlotið varanlegt nafn en það verður klárt í byrjun febrúar á næsta ári. Reiknað er með að 90 far- þegar geti ferðast með skipinu í hvala- skoðunarferðum en það er töluvert meiri fjöldi en á hinum tveimur bát- unum sem fyrirtækið gerir út. tfk Nýtt skip til Grundarfjarðar Íris þar sem hún liggur bundin við bryggju í Grundarfjarðarhöfn.F.v. Gísli Ólafsson, Arnar Guðlaugsson og Skarphéðinn Ólafsson fyrir framan brúna á Írisi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.