Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 6

Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20166 Eldhús grunn- skólans leigt út HVANNEYRI: Í sumar var lagt fram erindi til byggðar- ráðs Borgarbyggðar fyrir hönd Hótels Sólar á Hvanneyri, þar sem óskað var eftir því að fá leigt eldhús grunnskólans á Hvanneyri fyrir gesti hótels- ins þann tíma ársins sem hót- elið er rekið og grunnskólinn ekki að störfum. Erindinu var frestað þar sem ekki lá fyrir af- staða skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Nú hefur Ingi- björg Inga Guðmundsdótt- ir skólastjóri tekið jákvæða af- stöðu til erindisins og í fram- haldi samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að leigja Hót- el Sól eldhúsið yfir sumartím- ann. Leigan verður 600 þús- und krónur fyrir hvert sumar og hefur sveitarstjóra Borgar- byggðar verið falið að ganga frá samningi. -grþ Hvimleiðar vegablæðingar HOLTAV.HEIÐI: Vegagerð- in vekur athygli á því að blæð- ing er á slitlagi á vegarköflum um Holtavörðuheiði, allt frá Norðurárdal í Borgarfirði og í Hrútafjörð. Þetta getur vald- ið því að tjara safnast í hjóls- kálar bíla, en einnig á boddý- hluti, raflagnir, fjöðrunarbún- að og hjólbarða. Flutninga- bílstjórar sem lendu í tjöru- mengun af þessu tagi fyrir síð- ustu helgi bentu í fjölmiðlum á að best sé að reyna að þrífa bílana strax og mögulegt er til að tjaran nái síður að harðna. Engu að síður er blæðing slit- lags afar hvimleitt fyrirbrigði og orsakast venjulega af galla í efnum sem notuð eru við yfir- lögn vega. -mm Norðurál tíundi hæsti skattgreið- andinn LANDIÐ: Landsbankinn greiddi mest allra lögaðila í skatt á síðasta ári, eða um 12,3 milljarða króna, og ríkissjóð- ur kemur þar næst á eftir með 11,2 milljarða króna. Norður- ál á Grundartanga er í tíunda sæti yfir hæstu skattgreið- endur liðins árs, með rúma tvo milljarða í skatta. Inni í þeirri tölu eru ekki greiðslur til sveitarfélaga, svo sem fast- eignagjöld eða hafnargjöld. Einungis sjö fyrirtæki greiða hærri skatta og eitt sveitarfé- lag, þ.e. Reykjavíkurborg. Á lista yfir 25 hæstu gjaldend- ur opinberra gjalda eru bank- arnir ofarlega á blaði, sem og stærstu útgerðarfyrirtæki og sveitarfélög landsins. Þannig greiðir Reykjavíkurborg um 3,5 milljarða króna í opin- ber gjöld og einnig er þar að finna Kópavogsbæ, Hafnar- fjörð og Akureyri. Einnig eru í hópi hæstu skattgreiðenda fyrirtæki á borð við Icelandair Group og dótturfélagið Ice- landair, matvöruverslana- keðjan Hagar, stoðtækjafyr- irtækið Össur, álver Norður- áls og tryggingafélögin VÍS og Sjóvá. Þetta kemur fram í frétt á vef Samáls. -mm Landsmót 50+ verður í Hveragerði LANDIÐ: Forsvarsmenn Hveragerðisbæjar, Ung- mennafélags Íslands og HSK hafa skrifað undir samn- ing þess efnis að Lands- mót UMFÍ 50+ verði hald- ið í Hveragerði næsta sumar, nánar tiltekið helgina 23.-25. júní 2017. Gert er ráð fyrir miklum fjölda þátttakenda á mótinu. Eins og nafnið gef- ur til kynna er mótið hugsað fyrir þátttakendur á aldrinum 50 ára og eldri. Boðið verð- ur upp á fjölda íþróttagreina, allt frá sundi og bridds til þrí- þrautar og bogfimi (sjá meðf. mynd). HSK er mótshaldari og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið á svæði HSK. Haukur Valtýsson, formað- ur UMFÍ, sagði mótið hafa stækkað mikið frá því það var fyrst haldið og viðburðum í tengslum við það fjölgað. Mótið sýni að eftirspurn er eftir fjölbreyttu íþróttamóti hjá þessum aldurshópi. -mm Eins og Skessuhorn greindi frá á dögunum var ákveðið að endurvekja Ferðamálasamtök Snæfellsness. Var lagður grunnur að því með samhrist- ingi ferðaþjónustufólks á Snæfellsnesi á Hótel Rjúkanda fyrr í mánuðinum. Síðan var boðað til formlegs fundar í liðinni viku sem fram fór á Hótel Fransiskus í Stykkishólmi og þar voru Ferðamálasamtök Snæfellsness form- lega endurvakin og kosið í stjórn. Ákveðið var að í stjórn félagsins yrði skipuð fulltrúum frá öllum sveit- arfélögunum á Snæfellsnesi. Fimm gáfu kost á sér til veru í stjórn sam- takanna og voru kosnir samhljóða. Stjórnin er þannig skipuð: Kári Við- arsson úr Frystiklefanum í Rifi er fulltrúi Snæfellsbæjar, Hulda Hildi- brandsdóttir frá Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn er fulltrúi Helgafells- sveitar, Ólöf Eyjólfsdóttir á Hótel Rjúkanda er fulltrúi Eyja- og Mikla- holtshrepps, Gísli Ólafsson, eigandi Láki Tours, er fulltrúi Grundarfjarð- arbæjar og Nadine E. Walter, sölu- og markaðsstjóri Sæferða, er fulltrúi Stykkishólmsbæjar. kgk Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á mánu- dagskvöld var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. sem reka bú á Kjalarnesi og í Borg- arfirði. Þar komu fram upplýsingar um að fyrirtækið hafi ekki sinnt að- finnslum Matvælastofnunar með full- nægjandi hætti vegna athugasemda um aðbúnað dýra. Skort hefur á við- eigandi ráðstafanir til að mæta kröf- um sem gerðar eru til eggjaframleið- enda. Auk þess hefur Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fordæma illa meðferð á dýrum; „enda hafa sam- tökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbún- að. Það veldur vonbrigðum að heyra af slæmum aðbúnaði varphænsna hjá eggjaframleiðandanum Brúneggjum ehf. á síðustu árum. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsn- anna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil. Þetta er óafsakanlegt og er harmað,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson for- maður BÍ. Ný lög um velferð dýra tóku gildi í ársbyrjun 2014. Í þeim eru mjög framsæknar reglur um velferð dýra og fylgja innleiðingu þeirra miklar áskoranir fyrir landbúnaðinn. Lög- in og reglugerðir sem á þeim byggja gera ríkari kröfur til aðbúnaðar búfjár en áður hefur tíðkast. Markmiðið er að tryggja velferð og heilbrigði dýra með góðri meðferð, umsjá og aðbún- aði. Hlutverk MAST að tryggja að slík mál velkist ekki í kerfinu „Bændasamtökin hafa áður lýst yfir mikilvægi þess að eftirlit sé gott með þeim sem stunda landbúnað og mat- vælaframleiðslu og farið sé eftir lög- um og reglum í hvívetna. Matvæla- stofnun hefur á síðustu árum þróað eftirlitskerfi og hefur fleiri úrræði en áður til þess að bregðast við slæmri meðhöndlun dýra. Hlutverk stofn- unarinnar er að gæta þess að mál líkt og fjallað var um í Kastljósinu komi ekki upp. Það vekur upp spurningar af hverju mál geta velkst um í kerfinu jafnvel um árabil og lítið sé aðhafst. Mikilvægt er að tryggja að mál sem þetta endurtaki sig ekki,“ segir í yfir- lýsingu BÍ. „Þær myndir sem birtust lands- mönnum í Kastljósþættinum á mánu- dagskvöld voru sláandi og bera bú- skapnum á viðkomandi eggjabúum slæmt vitni. Bændasamtökin telja að málið sé fordæmalaust og hér sé um einstakt tilvik að ræða eins og fram kom í viðtali við forstjóra Matvæla- stofnunar í Kastljósþættinum.“ mm Fordæma slæman aðbúnað varphænsna hjá Brúneggjum Skjáskot af mynd- bandi sem sýnt var frá hænsnabúinu á RUV á mánudagskvöldið. Ferðamálasamtök Snæfellsness endurvakin Stjórn Ferðamálasamtaka Snæfellsness. F.v. Gísli Ólafsson, Kári Viðarsson, Ólöf Eyjólfsdóttir, Nadine E. Walter og Hulda Hildibrandsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.