Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Side 10

Skessuhorn - 30.11.2016, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201610 Umsækjandi Heiti verkefnis Styrkupphæð Sigríður Theódóra Sigbjörnsdóttir Theodóra 300.000 kr. Valgerður Jónsdóttir Travel Tunes Iceland 300.000 kr. Sigríður Þóra Óðinsdóttir Undirbúnings- og þróunarstyrkur / Menningarsetur í Brákarey 300.000 kr. Reynir Guðbrandsson Iceland up Close - vetur og myrkur í Haukadal 500.000 kr. Ræktunarstöðin Lágafelli ehf. Snæfellska kryddið Sæhvönn 500.000 kr. Hestamiðstöðin Borgartún ehf. Afþreying tengd hestamennsku á Akranesi 600.000 kr. Anna Rún Kristbjörnsdóttir Blue shell of Iceland 600.000 kr. Valdís Gunnarsdóttir Dalahestar, hestaleiga í Búðardal 600.000 kr. Bjarteyjarsandur sf. Hvalfjörður, jarðfræðisafn undir berum himni 600.000 kr. Lavaland ehf. Lavaland - hagleikssmiðja í Grundarfirði 600.000 kr. Jóreykir ehf. Visiting HorseFarm 600.000 kr. Heimir Berg Vilhjálmsson Wonplay 600.000 kr. Kaja organic ehf. 8 lífrænjar raw Kaju tertur 700.000 kr. Rebecca Catherin Kaad Ostenfeld Dýragarðurinn á Hólum í Dalabyggð 700.000 kr. Heiðar Mar Björnsson Portland - nýsköpunarskrifstofa 800.000 kr. Ingimar Oddsson Dularfulla búðin - Handan við sundin blá 1.000.000 kr. Traust þekking ehf. Markaðssetning á Protein Tec 1.000.000 kr. Vör sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð Fjöruvísir fyrir Breiðafjörð, handa nemendum grunn- og framhaldsskóla 1.500.000 kr. Asco Harvester ehf. Lokafrágangur á smíði Sigra 1.500.000 kr. Alls: 13.300.000 kr. Samhliða Degi nýsköpunar, sem haldinn var í Landnámssetrinu í Borgarnesi síðasta miðvikudag, fór fram úthlutun styrkja til nýsköp- unar í atvinnulífi úr Uppbygging- arsjóði Vesturlands fyrir árið 2016. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarmála en styrkjum til at- vinnuþróunar og nýsköpunar er út- hlutað tvisvar á ári. Var því um aðra úthlutun ársins að ræða úr þeim hluta sjóðsins síðastliðin miðviku- dag. Helga Guðjónsdóttir, stjórn- armaður í Uppbyggingarsjóði og Ólafur Sveinsson, forstöðumað- ur atvinnuráðgjafar SSV, gerðu grein fyrir úthlutunum og afhentu umsækjendum styrkina. Samtals barst sjóðnum 31 umsókn til verk- efna með heildarkostnað að upp- hæð 177 milljónir króna. Sótt var um samtals 55 milljónir í styrki en 13,3 milljónir voru til skiptanna og skiptust þær á milli 19 umsóknarað- ila. „Vonum við að þetta verði hvati til þess að verkefni þeirra geti kom- ist af stað,“ sagði Ólafur. Verkefni tengd ferðaþjónustu voru að hans sögn áberandi, bæði í umsóknum og úthlutunum. Styrkupphæðir voru á bilinu 300 þúsund krónur til 1,5 milljón króna. Hæstu einstöku styrkirnir voru veittir Vör - sjávar- rannsóknarsetri við Breiðafjörð og Asco Harvester ehf. í Borgarnesi, 1,5 milljón króna hvor. Meðfylgjandi er listi yfir þau verkefni sem hlutu styrki úr Up- pbyggingarsjóði Vesturlands að þessu sinni, ásamt styrkupphæð. kgk Hópurinn sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði til nýsköpunar í atvinnulífi síðastliðinn miðvikudag, ásamt fulltrúum SSV. Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands Á Degi nýsköpunar sem haldinn var í Landnámssetrinu í Borgarnesi síð- astliðinn miðvikudag voru veitt Ný- sköpunarverðlaun Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi. Verðlaunin eru, eins og nafnið gefur til kynna, veitt af SSV en um árabil var það hluti af starfi samtakanna að halda nýsköpunardag og veita nýsköpun- arverðlaun. Sú hefð hefur nú ver- ið endurvakin. Verðlaunahafinn var valinn af atvinnuráðgjöf SSV eftir að leitað hafði verið til ýmissa aðila. Eina skilyrðið til að eiga möguleika á verðlaununum var að hugmyndin eða verkefnið hafi komið til fram- kvæmdar á árinu 2016. Niðurstaða atvinnuráðgjafar SSV var sú að Ný- sköpunarverðlaun Vesturlands 2016 fengi The Cave - Víðgelmir í Fljóts- tungu. Í rökstuðningi með tilnefning- unni segir: „Eigendur Fljótstungu hafa gert Víðgelmi að vinsælum ferðamannastað þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Fyrri eigendur Fljótstungu höfðu boðið upp á ferð- ir niður í hellinn, en sú breyting sem nýir eigendur hafa gert gerir Víð- gelmi aðgengilegan fyrir flesta. Búið er að koma fyrir góðum tréstiga og þar sem urð gerði gestum erfitt fyr- ir er búið að leggja göngupalla, auk þess sem búið er að koma fyrir lýs- ingu í hluta hellisins. Auk þess að gera Víðgelmi aðgengilegan verja göngupallarnir hellisgólfið fyrir um- ferð gangandi fólks. Fyrir utan Víð- gelmi hefur verið komið upp 120 fm aðstöðuhúsi þar sem gestir geta far- ið á salerni og keypt kaffi og með- læti. Leiðsögumenn fylgja gestum ofan í hellinn og er leiðsögn þeirra til fyrirmyndar. Frá því að Viðgelm- ir var opnaður í lok maí 2016 hafa um 8 þúsund gestir heimsótt hell- inn. Rekstaraðilar hafa átt í góðu samstarfi við aðra ferðaþjónustuað- ila á svæðinu og er Víðgelmir orð- inn enn ein perlan í þeirri miklu uppbyggingu í ferðaþjónustu sem á sér stað í uppsveitum Borgarfjarðar. Eigendur Víðgelmis hafa sýnt mik- inn metnaði við uppbyggingu á að- stöðu og fagmennsku í leiðsögn og rekstri og eru því að okkar mati vel að þessum verðlaunum komin.“ Tókst að skapa neðan- jarðarævintýri Stefán Stefánsson í Fljótstungu veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd The Cave. Kristín Björg Árnadóttir, formaður stjórnar SSV afhenti hon- um verðlaunagripinn, styttu sem hönnuð var af Dýrfinnu Torfadótt- ur, gullsmiði og skartgripahönnuði á Akranesi. Stefán hélt stutta tölu þar sem hann þakkaði fyrir verðlaunin og sagði að þau féllu til allra þeirra sem hefðu komið að uppbyggingu í Fljótstungu. Hann greindi frá því að núverandi eigendur, sem keyptu jörðina fyrir tveimur árum, hafi á síð- asta ári ákveðið að hefja vinnu við að gera hellinn Víðgelmi aðgengileg- an. „Ásetningur okkar var að búa til neðanjarðarævintýri og það tókst,“ sagði Stefán ánægður. Hann bætti því við að til að svo mætti verða hafi verið lagðir inn í hellinn 14,7 kíló- metrar af timbri og einn kílómetri af rafmagnsköplum. „Á liðnu sumri tókum við á móti nokkur þúsund gestum og á næsta ári eigum við von á að verði sprenging í heimsóknum, því við höfum ekkert auglýst okkur. Nú eru starfandi hjá okkur átta leið- sögumenn og við gerum ráð fyrir að þeir verði 14 næsta sumar, í fullu starfi,“ sagði hann. „Þegar ráðast á í svona verkefni er númer eitt, tvö og þrjú að vera ákveðinn og hafa gott fólk með sér. Fólkið í uppsveitum Borgarfjarðar hefur tekið vel á móti okkur og veitt okkur stuðning, sem og SSV og fleiri,“ sagði Stefán að lokum og þakkaði fyrir sig. kgk Nýsköpunarverðlaun SSV 2016 komu í hlut Víðgelmis Bætt aðgengi með stíga- og pallagerð, lýsing og aðstöðuhús eru meðal nýjunga við hinn magnaða Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Stefán Stefánsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd The Cave - Víðgelmir í Fljótstungu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.