Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Page 10

Skessuhorn - 30.11.2016, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201610 Umsækjandi Heiti verkefnis Styrkupphæð Sigríður Theódóra Sigbjörnsdóttir Theodóra 300.000 kr. Valgerður Jónsdóttir Travel Tunes Iceland 300.000 kr. Sigríður Þóra Óðinsdóttir Undirbúnings- og þróunarstyrkur / Menningarsetur í Brákarey 300.000 kr. Reynir Guðbrandsson Iceland up Close - vetur og myrkur í Haukadal 500.000 kr. Ræktunarstöðin Lágafelli ehf. Snæfellska kryddið Sæhvönn 500.000 kr. Hestamiðstöðin Borgartún ehf. Afþreying tengd hestamennsku á Akranesi 600.000 kr. Anna Rún Kristbjörnsdóttir Blue shell of Iceland 600.000 kr. Valdís Gunnarsdóttir Dalahestar, hestaleiga í Búðardal 600.000 kr. Bjarteyjarsandur sf. Hvalfjörður, jarðfræðisafn undir berum himni 600.000 kr. Lavaland ehf. Lavaland - hagleikssmiðja í Grundarfirði 600.000 kr. Jóreykir ehf. Visiting HorseFarm 600.000 kr. Heimir Berg Vilhjálmsson Wonplay 600.000 kr. Kaja organic ehf. 8 lífrænjar raw Kaju tertur 700.000 kr. Rebecca Catherin Kaad Ostenfeld Dýragarðurinn á Hólum í Dalabyggð 700.000 kr. Heiðar Mar Björnsson Portland - nýsköpunarskrifstofa 800.000 kr. Ingimar Oddsson Dularfulla búðin - Handan við sundin blá 1.000.000 kr. Traust þekking ehf. Markaðssetning á Protein Tec 1.000.000 kr. Vör sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð Fjöruvísir fyrir Breiðafjörð, handa nemendum grunn- og framhaldsskóla 1.500.000 kr. Asco Harvester ehf. Lokafrágangur á smíði Sigra 1.500.000 kr. Alls: 13.300.000 kr. Samhliða Degi nýsköpunar, sem haldinn var í Landnámssetrinu í Borgarnesi síðasta miðvikudag, fór fram úthlutun styrkja til nýsköp- unar í atvinnulífi úr Uppbygging- arsjóði Vesturlands fyrir árið 2016. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarmála en styrkjum til at- vinnuþróunar og nýsköpunar er út- hlutað tvisvar á ári. Var því um aðra úthlutun ársins að ræða úr þeim hluta sjóðsins síðastliðin miðviku- dag. Helga Guðjónsdóttir, stjórn- armaður í Uppbyggingarsjóði og Ólafur Sveinsson, forstöðumað- ur atvinnuráðgjafar SSV, gerðu grein fyrir úthlutunum og afhentu umsækjendum styrkina. Samtals barst sjóðnum 31 umsókn til verk- efna með heildarkostnað að upp- hæð 177 milljónir króna. Sótt var um samtals 55 milljónir í styrki en 13,3 milljónir voru til skiptanna og skiptust þær á milli 19 umsóknarað- ila. „Vonum við að þetta verði hvati til þess að verkefni þeirra geti kom- ist af stað,“ sagði Ólafur. Verkefni tengd ferðaþjónustu voru að hans sögn áberandi, bæði í umsóknum og úthlutunum. Styrkupphæðir voru á bilinu 300 þúsund krónur til 1,5 milljón króna. Hæstu einstöku styrkirnir voru veittir Vör - sjávar- rannsóknarsetri við Breiðafjörð og Asco Harvester ehf. í Borgarnesi, 1,5 milljón króna hvor. Meðfylgjandi er listi yfir þau verkefni sem hlutu styrki úr Up- pbyggingarsjóði Vesturlands að þessu sinni, ásamt styrkupphæð. kgk Hópurinn sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði til nýsköpunar í atvinnulífi síðastliðinn miðvikudag, ásamt fulltrúum SSV. Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands Á Degi nýsköpunar sem haldinn var í Landnámssetrinu í Borgarnesi síð- astliðinn miðvikudag voru veitt Ný- sköpunarverðlaun Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi. Verðlaunin eru, eins og nafnið gefur til kynna, veitt af SSV en um árabil var það hluti af starfi samtakanna að halda nýsköpunardag og veita nýsköpun- arverðlaun. Sú hefð hefur nú ver- ið endurvakin. Verðlaunahafinn var valinn af atvinnuráðgjöf SSV eftir að leitað hafði verið til ýmissa aðila. Eina skilyrðið til að eiga möguleika á verðlaununum var að hugmyndin eða verkefnið hafi komið til fram- kvæmdar á árinu 2016. Niðurstaða atvinnuráðgjafar SSV var sú að Ný- sköpunarverðlaun Vesturlands 2016 fengi The Cave - Víðgelmir í Fljóts- tungu. Í rökstuðningi með tilnefning- unni segir: „Eigendur Fljótstungu hafa gert Víðgelmi að vinsælum ferðamannastað þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Fyrri eigendur Fljótstungu höfðu boðið upp á ferð- ir niður í hellinn, en sú breyting sem nýir eigendur hafa gert gerir Víð- gelmi aðgengilegan fyrir flesta. Búið er að koma fyrir góðum tréstiga og þar sem urð gerði gestum erfitt fyr- ir er búið að leggja göngupalla, auk þess sem búið er að koma fyrir lýs- ingu í hluta hellisins. Auk þess að gera Víðgelmi aðgengilegan verja göngupallarnir hellisgólfið fyrir um- ferð gangandi fólks. Fyrir utan Víð- gelmi hefur verið komið upp 120 fm aðstöðuhúsi þar sem gestir geta far- ið á salerni og keypt kaffi og með- læti. Leiðsögumenn fylgja gestum ofan í hellinn og er leiðsögn þeirra til fyrirmyndar. Frá því að Viðgelm- ir var opnaður í lok maí 2016 hafa um 8 þúsund gestir heimsótt hell- inn. Rekstaraðilar hafa átt í góðu samstarfi við aðra ferðaþjónustuað- ila á svæðinu og er Víðgelmir orð- inn enn ein perlan í þeirri miklu uppbyggingu í ferðaþjónustu sem á sér stað í uppsveitum Borgarfjarðar. Eigendur Víðgelmis hafa sýnt mik- inn metnaði við uppbyggingu á að- stöðu og fagmennsku í leiðsögn og rekstri og eru því að okkar mati vel að þessum verðlaunum komin.“ Tókst að skapa neðan- jarðarævintýri Stefán Stefánsson í Fljótstungu veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd The Cave. Kristín Björg Árnadóttir, formaður stjórnar SSV afhenti hon- um verðlaunagripinn, styttu sem hönnuð var af Dýrfinnu Torfadótt- ur, gullsmiði og skartgripahönnuði á Akranesi. Stefán hélt stutta tölu þar sem hann þakkaði fyrir verðlaunin og sagði að þau féllu til allra þeirra sem hefðu komið að uppbyggingu í Fljótstungu. Hann greindi frá því að núverandi eigendur, sem keyptu jörðina fyrir tveimur árum, hafi á síð- asta ári ákveðið að hefja vinnu við að gera hellinn Víðgelmi aðgengileg- an. „Ásetningur okkar var að búa til neðanjarðarævintýri og það tókst,“ sagði Stefán ánægður. Hann bætti því við að til að svo mætti verða hafi verið lagðir inn í hellinn 14,7 kíló- metrar af timbri og einn kílómetri af rafmagnsköplum. „Á liðnu sumri tókum við á móti nokkur þúsund gestum og á næsta ári eigum við von á að verði sprenging í heimsóknum, því við höfum ekkert auglýst okkur. Nú eru starfandi hjá okkur átta leið- sögumenn og við gerum ráð fyrir að þeir verði 14 næsta sumar, í fullu starfi,“ sagði hann. „Þegar ráðast á í svona verkefni er númer eitt, tvö og þrjú að vera ákveðinn og hafa gott fólk með sér. Fólkið í uppsveitum Borgarfjarðar hefur tekið vel á móti okkur og veitt okkur stuðning, sem og SSV og fleiri,“ sagði Stefán að lokum og þakkaði fyrir sig. kgk Nýsköpunarverðlaun SSV 2016 komu í hlut Víðgelmis Bætt aðgengi með stíga- og pallagerð, lýsing og aðstöðuhús eru meðal nýjunga við hinn magnaða Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Stefán Stefánsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd The Cave - Víðgelmir í Fljótstungu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue: 48. tölublað (30.11.2016)
https://timarit.is/issue/405002

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

48. tölublað (30.11.2016)

Actions: