Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Side 12

Skessuhorn - 30.11.2016, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201612 Um áramótin munu Veitur, dótt- urfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lækka gjöld fyrir raforkudreifingu og kalt vatn, en hækka verð á heitu vatni og fráveitu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að jafnaði muni vatns-, rafmagns- og fráveitu- kosnaður lækka fyrir íbúðarhús- næði í Reykjavík um 4.100 krónur á ári. Þar kemur hins vegar ekki fram hvernig samanlögð breyting allra þjónustuþátta breytist hjá íbúða- eigendum utan höfuðborgarsvæð- isins. Gjaldið fyrir dreifingu raf- magns hjá Veitum lækkar um 5,8% um áramótin. Þá lækkar verð fyrir kalt vatn um allt að 11,2%. „Með breytingum á vatnsgjaldi nú um áramótin verður stigið skref í þá átt að verðið fyrir þjónustu hverr- ar vatnsveitu endurspegli rekstr- arkostnað hennar. Í Reykjavík og á Akranesi lækkar vatnsgjaldið um 11,2% og í Stykkishólmi um 8,8%. Vatnsgjald hjá öðrum vatnsveitum Veitna og gjald fyrir vatn eftir mæli hjá öllum vatnsveitunum verður óbreytt. Almennt vatnsgjald ræðst af stærð húsnæðis en ekki verðmæti þess. Í mörgum sveitarfélögum er vatnsgjald hlutfall af fasteignamati. Vatnsveitur Veitna eru í fimm sveit- arfélögum og þjóna um 40% lands- manna,“ segir í tilkynningunni. Gjaldskrá hitaveitna Veitna hef- ur fylgt vísitölu neysluverðs undan- farin ár og gerir það áfram um sinn. Nú ráðgerir fyrirtækið hækkun um áramót sem nemur 0,48%. „Miklar fjárfestingar standa yfir við endur- nýjun stofnlagna, til dæmis lögnum milli Reykjavíkur og jarðhitasvæð- anna í Mosfellsbæ og frá Deild- artunguhver um byggðir Borgar- fjarðar og á Akranes. Gjaldskrá hitaveitna þarf að hljóta staðfest- ingu atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins.“ Loks mun verð fyrir fráveitu hækka um 1,6%. „Gjald fyrir frá- veituþjónustu Veitna hefur fylgt breytingum á byggingarvísitölu og endurspeglar hækkunin nú breyt- inguna á milli ára. Fráveitugjaldið hjá Veitum miðast við stærð hús- næðis. Á meðal fjárfestinga sem standa yfir er uppbygging nýrra fráveitukerfa á Kjalarnesi, Akra- nesi og í Borgarbyggð. Af þeim eru miklar umhverfisbætur og að þeim loknum mun skólp ekki lengur streyma út um fjölda lítilla útrása í fjörurnar. Veitur annast uppbyggingu og rekstur fráveitu í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi, Bifröst, Hvanneyri, Varmalandi og í Reykholti.“ mm Gjaldskrárbreytingar framundan hjá Veitum Vinnumálastofnun opnaði 21. nóvember sl. Greiðslustofu hús- næðisbóta og upplýsinga- og um- sóknarvefinn www.husbot.is. Þar geta leigjendur sótt um húsnæð- isbætur samkvæmt nýjum lögum um húsnæðisbætur sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Lög nr. 75/2006 um húsnæðisbætur voru samþykkt á Alþingi sl. sumar og taka gildi 1. janúar 2017. Á sama tíma falla úr gildi lög um húsaleigu- bætur og hlutverk sveitarfélaganna varðandi útgreiðslu húsnæðisstuðn- ings til leigjenda flyst til Greiðslu- stofu húsnæðisbóta. Markmið laga um húsnæðisbæt- ur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðar- húsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Vinnu- málastofnun annast framkvæmd húsnæðisbótakerfisins sem er fjár- magnað að fullu úr ríkissjóði. Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af fjölda heimilismanna óháð aldri, leigufjárhæð, öllum tekjum og nettó eign, þ.e. eignum að frá- dregnum skuldum. Inni á nýja vefnum www.hus- bot.is er að finna allar upplýsingar sem varða húsnæðisbætur og um- sóknarferlið sjálft auk þess sem þar er að finna reiknivél sem hjálpar leigjendum að átta sig á upphæð mögulegra húsnæðisbóta. Fyrstu greiðslur samkvæmt lögum um húsnæðisbætur verða greiddar út 1. febrúar 2017. mm Opnað fyrir umsóknir um húsnæðisbætur Bæjarráð Akraness samþykkti ný- verið tillögu bæjarstjóra um heim- ild til að selja ritið Sögu Akraness á menningarstofnunum bæjarins. Akraneskaupstaður eignaðist 250 sett af ritinu þegar fyrirtækið Upp- heimar varð gjaldþrota. Fyrir lager- inn greiddi Akraneskaupstaður 500 þúsund krónur en ásamt Sögu Akra- ness fékk bæjarfélagið einnig töluvert magn af Árbók Akraness. Regína Ás- valdsdóttir bæjarstjóri vonast til að bæjarbúar vilji eignast eintak af bók- unum gegn vægu gjaldi þar sem það sé engum til gagns að láta þær ryk- falla í geymslum. Fyrra bindi Sögu Akraness spann- ar tímabilið frá landnámstíð til 1700. Sögusviðið er landnám Ketils og Þormóðs Bresasona. Bresasynir voru sem kunnugt er af gelískum ættum og áttu mikil tengsl við Suðurey en þaðan koma meðal annars nöfnin Kalman og Bekan sem má finna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Annað bindi gerir átjándu öldinni skil. Upp- bygging sjávarútvegsins og sjósókn Akurnesinga mynda þar ákveðna þungamiðju. Höfundur Sögu Akra- ness er Gunnlaugur Haraldsson sagnfræðingur. Bækurnar koma í sölu í þessari viku og verða seldar á Bókasafni Akraness og Byggðasafn- inu að Görðum. Einnig verður versl- uninni Eymundson á Akranesi boðið að selja bækurnar. mm Saga Akraness seld á menningar- stofnunum bæjarins Uppskeruhátið hestamannafélags- ins Snæfellings fór fram í Klifi í Ólafsvík á laugardagskvöldið. Þar voru veittar viðurkenningar fyr- ir góðan árangur á árinu, bæði í keppni og ræktun. Öll börn, ung- lingar og ungmenni sem höfðu keppt á árinu fengu viðurkenningu. Hestaíþróttamaður ársins hjá Snæ- fellingi var Siguroddur Pétursson og Þotuskjöldinn fékk Nadine E. Walter fyrir æskulýðsstarf. Rækt- unarbú ársins hjá Snæfellingi var Berg í Grundarfirði. Efstu stóðhestar í eigu félags- manns voru: Fjögurra vetra Sæ- grímur frá Bergi með 8,31. Efsti fimm vetra stóðhesturinn var Goði frá Bjarnarhöfn með 8,46. Í flokki sex vetra var Hildingur frá Bergi með 8,41 í einkunn og sjö vetra og eldri var Bruni frá Brautarholti með 8,47 í aðaleinkunn. Efstu hryssur voru: Fjögurra vetra; Ásjá frá Brautarholti 8,02, fimm vetra Drápa frá Brautarholti 7,93, sex vetra Hafdís frá Bergi 8,15 og sjö vetra og eldri var það Brynglóð frá Brautarholti með 8,27. iss Berg er ræktunarbú Snæfellings 2016 Fjölskyldan á Bergi, en bú þeirra er ræktunarbú ársins. Siguroddur og Ásdís.Gísli, Hafdís og Fjóla tóku við viðurkenningum í barnaflokki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.