Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 14

Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201614 Opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulags í Grundarfirði var haldinn í síðustu viku. Á fundinum var kynnt grunn- vinna sem farið hefur fram og leit- að til íbúa sveitarfélagsins um ýmis mikilvæg atriði sem snerta daglegt líf og framtíðaruppbyggingu. Ráð- gjafafyrirtækið Alta sér um skipu- lagsráðgjöf við endurskoðun aðal- skipulagsins og verkefnisstjóri er Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi. Íbúar Grundarfjarð- arbæjar voru hvattir til að mæta á fundinn, svo að sjónarmið sem flestra kæmu fram við vinnu aðal- skipulags fyrir bæjarfélagið. Björg segir ágætis mætingu hafa verið á fundinn. „Það voru góðar umræð- Góðar umræður á íbúafundi í Grundarfirði Á fundinum voru rædd ýmis atriði sem snerta hagsmuni íbúa Grundarfjarðar- bæjar. Ljósm. tfk. Árlegi Malaví markaðurinn var hald- inn í Grundaskóla á Akranesi síðast- liðinn fimmtudag. Fjölmargir lögðu leið sína á markaðinn en þar var hægt að kaupa ýmsar vörur sem yngri nemendur skólans hafa unnið á liðn- um vikum. Unglingadeildin hélt úti kaffihúsi í sal skólans, þar sem með- al annars var boðið upp á nýbakaðar vöfflur og tónlistaratriði. Í áraraðir hefur það verið sið- ur hjá Grundaskóla að nemend- ur og starfsmenn gefi ekki hvort öðru jólagjafir. Þess í stað samein- ast þeir um stóra jólagjöf til Malaví, sem er eitt af fátækustu ríkjum ver- aldar. Skólinn hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Rauða krossinn að umfangsmikilli uppbyggingu á skólastarfi fyrir fátæk börn í Malaví. Að sögn Sigurðar Arnars Sigurðs- sonar skólastjóra er mikil ánægja innan skólans og þakklæti fyrir þær góðu undirtektir sem Malaví mark- aðurinn og söfnunin fær á hverju ári. „Við höldum áfram veginn og munum halda áfram að styrkja þetta góða málefni,“ segir hann. grþ Fjölmenni á Malaví markaði Ýmislegt jólaföndur var til sölu á Malaví markaðinum og seldist nánast allt upp. Fjöldi fólks lét sjá sig á markaðinum og styrkti málefnið með kaupum á vörum sem yngri nemendur skólans gerðu. ur og mjög mikill áhugi og eftir fundinn liggur fyrir góður efnivið- ur úr umræðunum. Hún segir að til umræðu hafi verið stefnumótandi atriði sem snúa að samfélagi, byggð og nátt- úru og atvinnu. Sérstaklega var leitað eftir afstöðu fundarmanna í málum sem snerta hagsmuni allra íbúa, bæði í dreifbýli og þéttbýli. „Það er margt undir og við spurð- um opinna spurninga. Við viljum heyra upplifun fólks, spyrja hvaða staðir og hlutir skipta máli. Vinn- an við endurskoðun aðalskipulags- ins felur ennfremur í sér að unnið verði svokallaður rammahluti að- alskipulags fyrir miðbæ, hafnar- svæði og Framnes. Björg segir að kafað sé aðeins dýpra í þessi svæði en gert er í aðalskipulagi. „Bæj- arstjórn vildi skoða þessi þró- unarsvæði nánar, búa í haginn og mynda heildarstefnu fyrir svæðin sem hægt er að styðjast við þegar deiliskipulag verður gert fyrir ein- staka hluta þess síðar meir. Aðal- skipulag er meginstjórntæki sveit- arstjórna og þó uppbygging verði kannski ekki á allra næstu árum, þá þarf að skipuleggja framtíðar- breytingar. Þó manni finnist 20 ár langur tími, þá er tíminn fljótur að líða og mikilvægt að gera ráð fyr- ir því og hafa skýra sýn þannig að til lengri tíma séu allir að ganga í takt. Eins og með uppbyggingu á miðbæ, hvernig við viljum við hafa það svæði? Það er mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar þann- ig að fjárfestingar einstaklinga og sveitarfélagsins séu markvissar og í takt við þessa sýn,“ segir Björg að endingu. grþ Unglingadeildin hélt úti kaffihúsi þar sem boðið var upp á nýbakaðar vöfflur og tónlistaratriði. Laugardaginn 18. nóvember síðast- liðinn varð Hildibrandur Bjarna- son bóndi, hákarlaverkandi og ferðamálafrömuður í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit áttatíu ára. Af því tilefni bauð hann og fjölskyldan vinum og vandamönnum til veislu og var fjölmenni saman komið í Bjarnarhöfn. Meðal annarra voru átta systkini Hildibrandar, sem kenna sig við uppeldisstöðvarn- ar í Asparvík á Ströndum, mætt til að samfagna með afmælisbarninu. Flutt voru ávörp, sungið, farið með gamanmál og notið ljúffengra veit- inga. Hildibrandur er himinlifandi með góðan dag. Fjöldi ættingja og vina kom, en um 300 manns voru í veislunni. „Það voru ýmis góð til- efni til að fagna um þessar mundi, ekki einvörðungu að ég ætti af- mæli. Nú eru 65 ár liðin frá því fjöl- skyldan flutti frá Asparvík og konan átti afmæli í vikunni. Þá er gamla bændakirkjan hérna 160 ára, helm- ingi eldri en ég.“ Þess má geta að systkinin eru öll fædd í Asparvík, utan Valgeirs, sem fæddist eftir að flutt var að Bjarnarhöfn. mm/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Hildibrandur hélt upp á áttatíu árin Fjölmörg tilefni til að fagna segir afmælisbarnið Stefán Bjarnason færði Hildibrandi þennan forláta álf sem eigendur Ytri-Kóngs- bakka og Hraunholta kváðust hafa fundið úti í hrauni og ákveðið að álfurinn ætti hvergi betur heima en hjá Hildibrandi. Hildibrandur í Bjarnarhöfn og Hrefna Garðarsdóttir eiginkona hans. Systkinahópurinn frá Asparvík og síðar Bjarnarhöfn. Standandi f.v. Valgeir, Signý, Guðrún, Ásta, Jón, Sesselja, Karl og Hildi- brandur. Aldursforsetinn Aðalheiður situr fremst. Tíunda systkinið var Reynir, námsstjóri, en hann féll frá um fertugt. Sungið fyrir afmælisbarnið og gesti. Hér stjórnar Hólmfríður Friðjónsdóttir karlakórnum Kára í söng.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.