Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Side 15

Skessuhorn - 30.11.2016, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 15 SK ES SU H O R N 2 01 6 FLOKKSSTJÓRI ÓLAFSVÍK Starf flokksstjóra hjá þjónustustöðinni í Ólafsvík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Starfssvið Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega• Ýmis vinna í starfsstöð Ólafsvík. • Menntunar- og hæfniskröfur Almennt grunnnám• Almenn ökuréttindi, meirapróf er æskilegt• Vinnuvélaréttindi• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Góðir samstarfshæfileikar• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við mannauðsstefnu Vegagerðarinar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 12. desember 2016. Umsóknir berist mannauðsstjóra Vegagerðarinnar, netfang oth@vegagerdin. is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Mar Óskarsson síma 522-1000, smo@vegagerdin.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 6. des. 2016 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Konungsríkið Ísland 1918–1944 Magnús K. Hannesson lögfræðingur og sagnfræðingur flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Um breytta stjórnskipun Ís lands frá og með 1. desember 1918 að Danmörk viðurkenndi Ísland frjálst og fullvalda ríki. Sagt verður frá konungi Ís lands, utan - ríkismálum, sam skiptum þjóð- anna tveggja og stofnun lýðveldi- sins Íslands 17. júní 1944. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Hröð og góð þjónusta um allt land Eigum einnig til mikið úrval af perum og öryggjum í bíla Áratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum Áhöfnin á línubátnum Trygga Eð- varðs SH frá Rifi hefur síðan 9. október í haust róið frá Hólmavík. „Við höfum róið nokkuð stíft að undanförnu,“ segir Gunnar Helgi Baldursson skipstjóri í samtali við Skessuhorn. „Við erum núna að taka tíunda róðurinn í röð og erum þrír um borð, róum með 48 bala,“ sagði Gunnar þegar rætt var við hann síð- asta mánudag. Beitt er í Rifi og hef- ur verið ekið með balana til Hólma- víkur þar sem þeir hafa verið teknir um borð. Aflabrögð hafa verið ágæt að undanförnu. „Við erum komnir með yfir 100 tonn síðan við komum hingað og er uppistaðan góður þorskur sem fer allur á markað. Fiskverð núna er reyndar 20 til 30 prósent lægra en á sama tíma á síðasta ári, en þegar brælur hafa verið höfum við þó get- að fengið betra verð. Það er fínt að róa héðan. Þegar ekki gefur vegna brælu höfum við getað leitað inn á firðina í skjól. Núna erum við á veiðum inni á Reykjafirði og svo höfum við verið inni á Steingríms- firði, svo það er allsstaðar hægt að finna skjól.“ af/ Ljósm. Guðmundur Njáll Þórð- arson sem er í áhöfn Tryggva Eðvarðs. Þeir á Tryggva Eðvarðs hafa að undanförnu róið frá Hólmavík Tryggvi Eðvarðs SH. Á útleið með 48 bala. Gylfi Scheving Ásbjörnsson kátur með aflabrögðin. Gengið frá aflanum á Hólmavík. Gylfi Scheving bregður á leik á land- leið. Gunnar Helgi Baldursson goggar fiskinn inn. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.