Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 19

Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 19 ferðaþjónustunnar. „Vöxtur ferða- þjónustunnar, sem hefur ekki farið framhjá neinum, hefur ekki leitt til aukinnar fjölbreytni fyrirtækja innan geirans. Ný störf eru því ef til vill ekki jafn vel launuð og þau gætu verið,“ sagði Oddur en bætti þó við að ný- sköpun í ferðaþjónustu hefði hjálpað til við að auka fjölbreytileikann und- anfarin misseri. „Íslendingar eru mjög framarlega í nýsköpun samkvæmt öllu mælikvörðum, hver sem ástæðan er. Startup Tourism hefur skapað vett- vang fyrir fólk sem er að stofna fyr- irtæki og frumkvöðlaumhverfið hef- ur tekið stakkaskiptum á undanförn- um árum. Orðinn er til stór hópur eldri og reyndari frumkvöðla sem eru fengnir til að deila reynslu sinni öðr- um til góða,“ sagði Oddur. Góð hugmynd á oft einmanalega æsku Þeir sem eru með nýtt fyrirtæki hönd- unum fá þannig endurgjöf frá leið- beinendum Startup Tourism sem og fólki úr atvinnulífinu. „Hvers kyns endurgjöf er mikilvæg. Íslenskir frum- kvöðlar eiga oft erfitt með að kynna hugmyndina og markaðssetja sig á meðan ferlinu stendur og fá þannig viðbrögð frá væntanlegum kaupend- um. Þeir vilja helst bíða þangað til allt er tilbúið,“ sagði Oddur og bætti því við að það væri ekki endilega besta leiðin. Með því að hefja markaðssetn- ingu fyrr væri hægt að laga vöruna að óskum kaupenda áður en hún kæmi á markað. Sú væri hins vegar alls ekki alltaf raunin. „Góð hugmynd á oft einmanalega æsku,“ sagði Oddur en bætti því við að endingu að opið væri fyrir umsóknir í Startup Tourism og hvatti alla sem hefðu góða hugmynd í maganum að hafa samband, sækja um eða þiggja ráðgjöf, sem boðið væri upp á endurgjaldslaust. kgk Laugardaginn 03.12.2016 Kl 13 -17 Í gömlu hlöðunni í Nesi Reykholtsdal Handverk og matvara úr héraði Hlökkum til að sjá sem flesta Jólamarkaður Hér eru fyrir þá sem eig a allt Erpsstaða ís. Sauðfjárbúið Ytra Hólmi. Geitaafurðir frá Háafelli. Nautakjöt frá Glitsstöðum. Afurðir frá Bjarteyjarsandi. Matvara frá Kjalvararstöðum. Jarðarberja sýróp og sultur frá Sólbyrgi. Ilmkjarnaolíur frá Rauðsgili. Náttúrulegar sápur. Kósýföt. Handverk úr tré. Límmiðar frá B og G studio. Íslenskt sinnep. Mysudrykkur. Töskur úr roði og leðri. Glerlampar. Kökur og föndur til sölu. Kaffi sala ungmennafélags Reykdæla. Bjartmar frá Norðurreykjum. Dúnn og gærur. Kærleikssetrið býður upp á einkatíma í miðlun og heilun. Tímapantanir í síma 8943061. Skyggnilýsingafundur í Gólfskálanum kl: 17:30 Dagur nýsköpunar var haldinn síðast- liðinn miðvikudag í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir dagskránni. Páll S Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, greindi frá því að með því að halda daginn nú væri verið að endur- vekja hefð sem legið hefur í dvala um skeið. Sömuleiðis voru veitt nýsköp- unarverðlaun SSV fyrir árið 2016, en þar er einnig endurvakin hefð sem viðhöfð var um árabil. Að lokum var síðan úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, en frá nýsköpunarverð- laununum og úthlutun úr sjóðnum er greint er ítarlega frá á öðrum stað í Skessuhorni vikunnar. Dagskráin hófst á erindum Bjarna Gylfasonar, hagfræðings hjá Sam- tökum iðnaðarins og Odds Sturlu- sonar frá Startup Iceland. Hér á eftir fer úrdráttur blaðamanns úr erindum þeirra. Hægt að bæta framleiðni á Íslandi Það var Bjarni sem reið á vaðið og hóf hann tölu sína á léttu nótunum. Hann sagði að dagsdaglega starfaði hann sem hálfgerður lobbíisti en fengi á tyllidögum að ræða nýsköpun, fram- leiðni og fleira skemmtilegt. Hann sagði markmið samtakanna að efla hvers konar íslenskan iðnað og auka samkeppnishæfni hans. Til að vinna að því markmiði reyndu samtökin að hvetja til aukinnar menntunar, ný- sköpunar og betri framleiðni. Síðast- nefnda hugtakið; framleiðni, ræddi hann sérstaklega í erindi sínu. „Ís- lendingar koma vel út þegar skoðuð er verg landsframleiðsla á hvern íbúa. Hins vegar komum við ekki nógu vel út þegar skoðuð er framleiðni, eða landsframleiðsla á hverja unna vinnu- stund,“ sagði hann en bætti því við að það þyrfti ekki endilega að líta nei- kvæðum augum. „Að verg landsfram- leiðsla sé góð en að við komum verr út þegar landsframleiðsla er skoðuð per vinnustund er lán í óláni,“ sagði Bjarni og bætti því við að það þýddi að verðmætasköpunin yrði ekki auk- in með því að auka vinnuna og fjölga vinnustundum, heldur með því að fá meira út úr hverri vinnustund. Hann sagði það gott, því fjölgun vinnu- stunda væru ákveðnar skorður sett- ar, til dæmis hvað varðar mannfjölda. Aukin verðmætasköpun með bættri framleiðni byggði hins vegar á hug- viti núverandi vinnuafls og þeirri leið væru í raun mjög fáar skorður sett- ar. Til þess að bæta framleiðni sagði hann lykilatriði að bæta hæfni fólks og auka þekkingu vinnuafls í landinu. Þannig mætti nýta krafta og hæfileika núverandi vinnuafls til að finna leiðir til að fá meira út úr „hráefninu“. En til þess að svo mætti verða sagði hann að þyrfti skilvirkari og betri stjórnun á öllum sviðum, sem og aukna fjárfest- ingu til nýsköpunar, því í nýsköpun fælist einmitt að fá meira fyrir minni vinnu með frumlegum lausnum og nýjum leiðum. Fjárfesting í hvers konar innviðum sagði hann hins vegar að væri einn stærsti veikleiki íslenska hagkerfisins. Íslendingar framarlega í nýsköpun Næstur tók til máls Oddur Sturluson og sagði frá Startup Tourism, sem er svokallaður viðskiptahraðall í ferða- þjónustu. Starfseminni væri ætlað að aðstoða frumkvöðla að skapa sína vöru og þjónustu og komast á þann stað að fyrirtækin yrðu lífvænleg. Markmið- ið með því væri að hvetja til nýsköp- unar í ferðaþjónustu og styrkja stoð- ir fyrirtækja sem þegar starfa í grein- inni, fjölga afþreyingarmöguleikum á landsbyggðinni, dreifa ferðamönn- um víðar um landið og styrkja innviði Dagur nýsköpunar var haldinn í Borgarnesi Bjarni Gylfason, hagfræðingur hjá Sam- tökum iðnaðarins. Oddur Sturluson sagði frá Startup Tourism.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.